Tíminn - 18.11.1874, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.11.1874, Blaðsíða 2
82 úr þurru að syngja barnagælur í miðri blaða- grein «bí bí og blaka» . . . . o. s. fr., sá lær- dómur, sem ritstjórinn hjer með vill brýna fyrir almenningi, er sá, að þeir, sem upp úr þurru syngja barnagælur í miðri blaðagrein, sjeu feður skilgetinna barna. Má jeg þá auðmjúklegast spyrja yður, herra ritstjóri: eru þá allir þeir, sem ekki sýngja barnagælur upp úr miðri blaðagrein, feður óskilgetinna barna? Jeg sagði einmitt í grein minni í «Tímanum», að þjóðhátíðarbarnið mundi sjálfsagt vera skilgetið, og þessi grein ritstjórans í 4. tölubl., þar sem hann «þeysir upp úr sjer gusur allmiklam móti mjer, sannar að það er skil- getið barn meirihlutans, eða hans áhanganda, því það er þeirra einkenni, að koma aldrei með nein- ar sannanir fyrir sínum málstað, heldur einungis hreyta fúkyrðum, og þegar mest er haft við, segja, að það sje ekki svaravert, sem þeir ekki geta hrakið. Svona fer nú «ísafold» að gegna grein minni í «Tímanum», og sannar þar með, að jeg átti kollgátona, að hún væri skilgetin. Hafi jeg ekki komið grein minni annarstaðar að, en í «Tímanum», þá mundi það ekki sanna annað en það megnasta ófrelsi hjá oss; það þætti ófrelsi, ef ekki fengi fyrir rjetti nema annar málspartur- inn að láta til sín heyra; en skyldi það ekki vera svo hjá oss, að ef maður ekki vill tala eins og þessum glamrandi frelsispostulum líkar, þá fái maður ekki að láta álit sitt í ljósi í blöðunum? í*ar að auki er «Tíminn» eins veglegt blað, og «ísafold», eptir því að dæma, hvernig hún hingað tilhefur komið fram, þó «Tíminn» ekki sje af svo háum stigum, að vera <>þjóðhátíðarbarn». Ritstjóranum þykja orð mín súrmygluð! því verra fyrir hann, ef hann verður að kyngja þeim. Jeg sagði í grein minni, að það væri hættulegt, ef barnið vildikoma þeirriskoðuninnmeðalalmennings, að stjórnin væri óvinur þjóðarinnar, og að þjóðin eigi að vera óvinur stjórnarinnar. Jeg segi það enn, það er hættulegt. Getið þjer haft á móti því, herra ritstjóri? ef ekki, þá kyngið þjer því, þó súrmyglað sje. Jeg sagði, að vjer mættum þakka guði fyrír, að stjórnin átti hægt með, að brjóta á bak aptur uppástnngur þingsins um erindsreka, jarl, o. s. fr.; ennfremur að það hefði sýnt sig á þeim árum, að þingmenn flestir ekki vissu sjálfir hvað þeir vildu. Jeg aðhyilist ekki skoðanir meiri- hlutans, og fylgi ekki hans eptirdæmi, og því skal jeg færa dæmi, máli mínu til sönnunar; þeir sömu þingmenn, sem árið 1871 vildu hafa erindsreka, vildu árið 1873 ekkert vita af bonum ; þá vildu þeir í byrjun alþingis hafa jarl; í lok þess þings vorn þeir orðnir þreytlir á jarlinum, og vildu hafa landshöfðingja; (um t’ingvallafundinn, sem haldinn var 1873, gæti jeg líka farið fáum orðum, máli mínu til sönnunar, en það liggur ekkiáfyr en við næsta tækifæri, ef á þarf að haldaj; svo kom nú stjórnarskráin, og konungi var sent þakkarávarp fyrir hana, og meðal þeirra, sem rituðu nöfn sín undir það, voru sumir þeir þingmenn, sem rjett á eptir eru hvað óánægðastir með hana. Vita slíkir menn hvað þeir vilja? Er þetta ekki vott- ur um, að slíkir menn hafa ekki djúpa þekkingu á því, hvernig stjórnarfyrirkomulagi voru verði hrundið í lag? Er það álitlegt, að gefa slikum mönnum svo óbundið vald yfir fje og frelsi voru, að stjórnin eigi ómögulegt með að taka í taum- ana! Svarið þjer, hra ritstjóri, eða kyngið að öðrum kosti, þó súrmyglað sje. Þjer, sem rit- stjóri, ættuð annars að lýsu yfir yðar «pólitisku meiningu»; ef þjer ætlið að fræðaalþýðu, þó segið yjer skýrt frá, hvernig stjórnarfyrirkomulag þjer viljið ákjósa; jeg set svo, að þjer vitið það sjálf- ur; gjörið þá svo vel að fræða alþýðu um það; einnig um það, hvað yðúr helzt þykir að því stjórn- arfyrirkomulagi, sem nú er; er það erindsrekaleysi, jarlsleysi? Af engu getur ritstjórinn ráðið það í grein minni, aðjeg vildi ekkert alþingi hafa; lihnn óskar ekki alþingis meir enjeg; heldur ekki elsk- ar hann frelsið meir en jeg; en jeg óttast, að vjer sjeum ekki enn þá færir um að stjórna oss sjálfir, og að of mikið frelsi í vorum höndum verði að ófrelsi, það getur veríð, og er vonandi, að oss fari fram; en þegar alþingi, eða meiri hluti þess, er eins á reiki í skoðunum sínum um stjórnarmál vor, eins og meiri hlutinn hefur sýnt sig vera, þá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.