Tíminn - 18.11.1874, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.11.1874, Blaðsíða 3
8 er það engin glæsileg tilhogsan, að eiga að lifa undir stjórn slíkra inanna. Þjer segið, að fram- farir vorar sjeu komnar undir því, að vjer höfum stjórn, sem þekhir þarBr vorar, og hefur góðan vilja, ó að bæta úr þeim. Þetta er ómengað meirihluta súrdeig; árinni kennir um ónj'tur ræðari; í þessa meirihlutasetningu um þekkingu og vilja stjórn- arinnar vantar aðalatriðið; en það er líka ein- kennilegt við uppástungur meirihlutans, og setn- ingar hans, að grundvöllinn vantar. Eins vantar hann í þessa setningu hjá ritstjóranum. Það er ekki nóg að stjórnin þekki út í æsar þarfir vorar, og hafi bezta vilja á að bæta úr þeim; aðalatriðið er, að hún geti það. Á jeg að segja yður, hra ritstjóri, dæmi til þess, að stjórnin hefur þekkt þarfir vorar, og viljað bæta úr þeim, en vjer höf- um sett oss á móti, og gjört henni ómögulegt úr að bæta? Efþjer viljið, skal jeg segja yður dæmi upp á það. — Jeg sagði, að Danastjórn kúgaði oss í engu tilliti; ógn hefur ritstjórinn átt bágt með að hrekja það! en hann beitir gamla vopninu sem ætíð er handhægast, þegar búið er að reka menn í vörðurnar, nefmlega, að segjast ekki vilja svara. Kyngi þá ritstjórinn. Spurningum mín- um þorði hann ekki að svara; hann þorði ekki að segja sannleikann, og sannar þar með, að það á við hann, sem hann vill segja um mig: sannleik- urinn hefur ekki viljað vista sig hjá ritstjóranum, því sannleikurinn er einarður, og fer ekki í felur; hefði ritstjórinn viljað játa sannleikann, nefnilega, að vjer búum ekki við neinar þungar búsifjar frá Dana hálfu; að hver og einn getur stundað sina iðn, eptir því sem hann bezt veit og kann, stjórn- arinnar vegna, og hefði ritstjórinn viljað verða við ósk minni, og útskýra fyrir mjer, í hverju sú kúgun er fólgin sem vjer iifum í frá Dana hálfu, þá gat bann ekki annað en sagt það, sem hús- bónda hans, meirihlutanum, mundi hafa fallið svo illa, að hann hefði að likindum rekið ritstjórann úr sessinum; um eptirlaunin þori jeg ekkert að segja, en langt hefði verið að bíða til næstu þús- undárahátíðar. Jeg vildi óska, að orð mín hefðu ekki verið svona súrmygluð, svo yður veitti hægra að kyngja. Þjer játið, að vjer sjeum ekki lausir við eigingirni, leti og tortryggni (ætli meiri- hlutinn verði nú ekki vondur við yður?) og spyrjið síðan: «taka Danir hart á þeim brestum»? Nei, segi jeg, það gjöra þeir ekki; ef þeir gjörðu það, þá held jeg að væri talað um kúgun. Þjer spyrj- ið, hvort vjer höfum fengið góðar undirtektir hjá Dönum, þegar vjer höfum viljað koma á skólum hjá oss, o. s. frv. En má jeg spyrja: hvernig tökum vjer undir, þegar stjórnin býður oss skóla? Það er ekki langt siðan, að oss var t. a. m. boð- inn sjómannaskóli. Því boði var hafnað af því, að kennslan ætti að fara fram á dönsku, stofnunin væri óþjóðleg, að þeir, sem lærðu í slíkum skóla, mættu stýra skipum að eins kringum íslands strend- ur, o. s. frv. Meðan ritstjórínn sannar ekkert á móti mjer, læt jeg mjer nægja með að taka fá dæmi, máli mínu til sönnunar; en nóg eru til. Var orsök til að hafna sjómannaskóla, þó fyrst væri ákveðið, að kennslan ætti að fram fara á dönsku? Það eru engar íslenzkar fræðibækur til í sjómannafræði; stofnunin var hjer alveg ný, hvernig var þá hugsandi, að hún þegar í stað yrði þjóðleg? og meðan það ekki var búið að sýna sig, hversu dugandi sjómenn kæmu úr slíkum skóla, var það þá nokkuð undarlegt, þótt ákveðið yrði, að þeir, sem úr honum útskrifuðust, skyldu fyrst um sinn að eins hafa rjett til að stýra skipum kringum íslands strendur? Hefðu þeir sýnt dugn- að í því, mundu þeir brátt hafa fengið meiri rjett- indi. Jeg sagði, að stjórnin hefði víst ekki búizt við, að raeiri hlutinn mundi gefa sig alveg upp á «gat»>; ekki þorir ritstjórinn að Deita að svo hafi verið (eða ef þjer viljið neita því, skal jeg við tækifæri reyoa að sanna yður það); jeg sagði í grein minni, að það, að sögn, væru orð stúdents eins í Kaupmannahöfn við gefið tækifæri, og segir sagan, að hann hafi einmitt sagt það um meiri hlutann eptir lok alþingis 1873; jeg get ekki ann- að en verið stúdentinum samdóma; en þjer, herra ritstjóri? Ritstjórinn talar mikið um þann, sem hefur sent mig. Jeg skil ekki, hvað hann fer í því efni, en svo mikið skil jeg, að skoðun hans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.