Alþýðublaðið - 18.02.1960, Síða 4
jmiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiMimiiiHiiitiiiimuwiiiiiiiiimin
| JÓN Þorsleinsson 1
't flutti ræðu um efna- I
| hagsmálin á alþingi í |
| fyrradag, og birtir Al-1
I þýðublaðiS hér tvo |
| þætti úr ræðunni:
| Um vaxtahækkunina |
| og um |
| kjaraskerðinguna. |
zz ?
nnvHIIUQHIHmHHHIHllUIIIIMUHHHHIHIIHHmlim
HINAR fyrirhuguðu efna-
hagsráðstafanir munu hafa í
för með sér nokkra hækkun
é vöxtum, bæði innláns- og út
lánsvöxtum. Ekki er þó mein-
ingin að vextir breytist á
lánum með föstum vöxtum,
sem tekin hafa verið fyrir
gi'ldistöku laganna. Vaxta-
hreyting hefur að sjálfsögðu
víðtæk áhrif í' þjóðfélaginu
og snertir beinlínis að ein-
ihverju leyti hagsmuni fjölda
tmargra landsmanna. Þeir sem
fengið 'hafa lán á undanförn-
um árum hafa vegna síminnk
andi peningaverðgildis Og ó-
breyttra vaxta ávallt grætt á
'kostnað hinna, serr lagt hafa
peningana til, [það er að segja
sparifjáreigendanna í land-
inu. En hvaða fólk er þetta
sem liggur spariféð til? Það
eru yfirleitt ekki atvinnureík-
endur og eignamenn. Þeir
leggja ekki fé sitt í banka
theldur hafa það í rekstri,,
tfesta það í fyrirtækjum, og
taka sivo lán til viðbótar til að
fhalda rekstrinum gangandi.
•Það er því fyrst og fremst al-
tménningur í landinu, sem
leggur spariféð til, en hins
vegar atvinnurekendur sem
taka það að láni, þó að und-
anteknum lánum til íbúða-
bygg'nga. — Þeir sem lagt
\hafa peninga sína í banka og
sparisjóði hafa alltaf verið að
tapa en hinir, sem hafa feng-
ið féð lánað, ihafa alltaf ver-
ið að græða. Það er vissulega
réttlátt að hamla gegn þess-
ari þróun og rétta Ihlut sþiari
tfjáreigenda með vaxtáhækk-
am, Vaxtahækkunin myndi
vera hvatning til aukins sparn
<aðar jafnframt því sem hún
drægi úr eftirspurn eftir láns
fé. Af því leiddi svo að óarð-
bær fjárfesting minnkaði, en
það er einmitt nauðsynlegt að
<draga úr henni og beina því
fjármagni og vinnuafli, sem
•losnar við það, að arðbærri
■fjárfestingu, og þá fyrst og
fremst fjárfestingu sem skap
ar gjaldeyristekjur *eða spar-
ar gjaldeyriseyðslu. Ég vildi
t. d. taka dæmi af manni’, sem
skúr fyrir 50 þús. krónur.
Sjálfur á hann 30 þús. kr. á
banka og ætlar sér svo að fá
20 þús. kr. víxillán til við-
bótar. Þegar vextirnir hækka
tfer 'hann áreiðanilega að
Ihugsa sig um tvisvar. Hann
isár fram á að það er meiri
Ihagur fyrir hann en áður að
fláta 30 þúsundin standa á-
fram á bankanum og dýrara
fyrir 'hann en áður áð taka
'20 þús. króna lánið. Hann
'hættir svo við að bygggja, og
bankinn heldur 50 þús. krón-
um meira en ella til að lána
til framleiðsluatvinnuveg
anna. Bílskúrinn verður ekki
hyggður upp fyrst um sinn,
og framsóknarmenn geta sagt
með sanni að þarna hafi upp-
byggingastefnan beðið ósig-
ur.
Þegar á heildina er Htið er
enginn vafi á því að vaxta-
ihækkunin foitnar á atvinnu-
rekendum en almenningur
nýtur yfirleitt góðs af (henni.
Það skal skýrt tekið fram, að
vaxtahaekkunina verða at-
vinnurekendur að bera einir.
Kaupmenn og iðnrekendur fá
t. d. ekki að hækka verð á
vöru sinni eða framleiðslu
til þess að vega upp á móti
vaxtahækkuninni sem þeir
verða að bera, enda væri
langaði til að byggja sér bíl-
brotið gegn megintilgangi
vaxtahækkunarinnar, ef svo
væri gert.
Af vixtabreytingunni leið-
ir það að sparifé vex og auð-
veldara verður að fá lán en
áður þó að verði jafnframt
dörara. Hvað skyldu mi'kil
verðmæti hafa farið forgörð-
um við það að míenn hafa
þrátt fyrir brýnustu þörf aRís
ekki getað fengið nauðsynleg
lán eða 'hafa þurft að • bíða
eftir þeim í mjög langan
tíma. Er það ekki margfallt
ihagfelldara t. d. fyrir mann,
sem er að reyna að ljúka við
'húsbyggingu, að geta strax
fengið 30—40 þús. kr. lán,
sem hann vanhagar um, þótt
með hærri vöxtum sé en áð-
ur, heldur en þurfa að bíða
mánuðum saman eftir láni
eða eiga þess emgan kost að fá
lán og þurfa jafnvel að leita á
náðir okraranna. En okrararn
ir eru einmitt sú stétt manná,
sem verður fyrir méstu ikjara
skerðingu vegna vaxtáhækk-
unarinnar. — Skyldi maður
ekki hafa trúað því að ó-
reýndu, að framsóknarmenn
•og kommúnista teldu sig
þurfa að standa vörð um kjör
þessarar stéttar.
Hver er kjara-
skerðingin?
ÞAÐ er engum vafa undir-
orpið að þessar efnahagsráð-
stafanir hafa í för með sér
kjaraskerðingu fyrir þjóðina.
En það er einmitt styrkleika-
Jón Þorsteinsson.
merki að ríkisstjórmn og
stuðningsflokkar hennar skuli
hreinskilnislega játa þessa
staðreynd frammi fyrir þjóð-
inni. Veikleiki ýmissa efna-
hagsaðgerða fyrri ára hefur
m. a. verið sá, að viðkomandi
ríkisstjórnir hafa ekki þorað
að segja sannleikann og hafa
reynt að dylja afleiðingarnar
fyrir þjóðinni og revnt að
blekkja hana. — Samkvæmt
útreikningum munu þessar
ráðstafanir leioa til 13 stiga
hækkunar á framfærsluvísi-
tölunns m nú er 100 stig, ef
éngat' gagnráðstafanir væru
gerðar. Miðað við vísitölu-
neyzlu yrði því kjaraskerð-
ingin 13%. Er þess þó að gæta
að ekki er reiknað með neinni
hækkun húsaleigu, en teljá
má líklegt að hún hækki eitt-
hvað þegar lengra frá líður og
hækkunaráhrif efnahagsað-
gerðanna eru að fullu komin
í ljós. Hinár fyrirhuguðu mót-
aðgerð'r draga hins vegar svo
verulega úr kjaraskerðing-
unni að meðal kjaraskerðing
allrar þjóðarinnar'verður að-
eins um 3% miðað við vísi-
tölugrundvöllinn.
Þessar mótaðgerðir eru:
1. Niðurgreiðsla á kaffi,
sykri og kornvörum, sem
lækkar vísitöluna um 1,6%
Þessarar niðurgreiðslu
verður öll þjóðin aðnjót-
and'.
2. Stórauknar fjölskyldubæt-
ur bannig að kr. 2600,00
ví,r5a greiddar með hverju
einasta barni undir 16 ára
vfir árið. hvar sem er á
landinu. Þ^ssara stórfelldu
fiölskvldubóta verða 30
búsund fjölskyldur með 58
þús. börn á framfæri að-
niótandi. Þessar greiðslur
leiða til lækkunar vísitöl-
unnar um 8,5 stig.
3. Hækkun elli- og örorku-
lífeyris frá bví sem nú er
um 44 % auk þess sem elli-
lífeyr.'sþegum fjölgar
vegna rýmkunar skerðing-
arákvæðanna. Bótaaukn-
ingarinnar njóta um 12
þús. manns. Þessar auknu
Framhald á 14. síðu.
ÁLASUND var hnípinn og drungalegur bær, þegar þessi
mynd var tekin þar í slyddu í síðastliðinni viku. Það bólaði
ekki á vetrarsíldinni, og þennan dag lágu yfir átta hundruð
síldveiðiskip í höfninni. Síðan hefur þó lítils háttar rætzt
úr vertíðinni; aflinn mun nú orðinn eitthvað á 4. hundrað
þúsund hektólítra.
4 18. febr. 1960 — Alþýðublaðið