Alþýðublaðið - 18.02.1960, Side 13
Silíuríungiið
OPIÐ f KVÖLD.
Ókeypis aðgangur.
Tríó Reynis Sigurðssonar
leikur. —
Matur framreiddur
frá kl. 7.
MATSKRÁ:
'k
Súpa dagsins
:k
Wienarschnitzel kr, 30,00
★
Filet mignon maison kr. 35.
■fe
Lambakótelettur
með grænmeti kr. 35,00
★
Enskt buff kr. 35,00
'k
Franskt buff kr. 35,00
•k
Steikt fiskflök
ís með rjóma kr. 8,00
★
Borðpantanir í síma 19611.
★
Skemmtið ykkur í
Silfurtunglinu.
SILFURTUN GLIÐ.
LesES m ðubSaSið
Haílbera Jútía
HALLBERA Júlíana Hall-
dórsdóttir frá Hólmaseli í
Gaulverjabæjarhreppi er 100
ára í dag, 18. jan.
Hallbera er Rangæingur að
ætt.og kyni, fædd þennan mán
aðardag 1860 að Strandarhjá-
leigu í Vestur-Landeyjum,
dóttir hjónanna Guðbjargar
Guðmundsdóttur frá Teigi í
Fljótshlíð og Halldórs Guð-
mundssonar frá Strandarhjá-
le.'gu. Með foreldrum sínum
dvaldi hún til 9 ára aldurs,
unz hún fór til fósturs að
Teigi til afa og ömmu, Guðm.
Tómassonar og Hallberu
Magnúsdóttur. Þar dvaldi
Hallbera. svo til 18 ára ald-
urs, en fór þá aftur til for-
eldranna að Strandarhjáleigu.
Frá æskuárunum í Teigi á
Hallbera sínar björtu bernsku
minningar. Þá var tvíbýli í
Teigi og margt fólk í báðum
bæjum; jörðin stór en nokk-
uð mannfrek.
Þá, og lengi fyrr og síðar,
var venja í Teigi að hafa bú-
smalann, ær og kýr, í sum-
arbeit niður á Aurunum fyr-
ir sunnan Þverá.
Fór Hallbera oft yfir Þverá
vegna umhirðu skepnanna, og
það jafnt þótt drjúgt væri
stundum í ánni, enda alla ævi
táp- og kjark-manneskja.
Átján ára réðist hún vinnu-
Umboðsmenn:
KRISTJÁN Ó. SKAGFJðRÐ H.F.
Sími 24-120.
kona að Þorleifsstöðum á
Rangárvöllum. Árið 1895 flutt
ist svo Hallbera út yfir
að Fljótshólum til Bjarna Hall
dórssonar og Jóhönnu Sæ-
mundsdóttur, sem þá hófu bú-
skap í austurbænum á Fljóts-
hólum.
Síðan hefur hún átt heima
í Árnessýslu að undansk'ldu
einu ári sem hún var í Hafs-
hói í Holtum.
Árið 1898 fluttist hún svo
að Hólmaseli í Gaulverjabæj-
arhreppi, og haustið 1901 gift
ist hún svo Sveini Sigurðs-
syni, bónda þar.
í Hólmaseli bjuggu þau all-*
an sinn búskap, eða þar til
Sveinn dó hirm 11. nóv. 1932.
Bæði voru þessi hjón dug-
mikil og vel gefin, gáfuð og
stálminnug. Búskapurinn
gekk vel, enda Selið hlunn-
indajörð; bæði sel- og silungs-
veiði, og stundaði bóndinn
veiðiskapinn af forsjá og at-
orku. En eins og oft kemur
fyrir, dró ský fyr.r sól þess-
ara hióná, því eftir aðeins 10
ára búskap missti Sveinn
heilsuna, og lá rúmfastur 20
ár. Þegar þetta er hugleitt,
leiðir af sjálfu sér, hversu
mjög hefur reynt á dug hús-
móðurinnar við þessar að-
stæður.
Eftir þetta varð hún að búa
við aðkevptan vinnukraft,
sér í lagi um sláttinn. Og þó
kaupgjald væri þá lágt hefur
þetta þó verð ærið erfitt, en
einhvern veginn gekk búskap
urinn í Hólmaseli sinn gang
þrátt fvrir allt, enda ráð bónd
ans, þó í rúminu lægi, vafa-
laust oft betri en ekki.
Einn son eignuðust Hólma-
selshjónin, Svein bifre'ða-
stióra á Selfossi, og’var hann
á barnsaldri þá er heilsa föð-
urins þraut. Hugur hans
hneipðist til annarra starfa en
búskanar, svo 1924 fór hann
að heimán og var ekki þar til
dvalar eftir bað.
Vorið eftir að Hallbera
missti mann s'nn brá hún búi,
og fluttist þá að Efri-Sýrlæk
oö var bar tvö ár. .Fór þá að
Fljótshólum og var þar fram
á sumarið 1936 að hún flutt-
ist að Selfossi til sonar síns,
op hefur dvalið þar síðan, þar
til hún lagðist á siúkrahúsið
á Selfossi í júlí síðastliðnum.
í iúlí 1958 varð hún fyrir bví
slvsi að detta í ganginum
heima hjá sér og lærbrotna,
op hefur ekki komist á fætur
síðan. Hún liggur nú á sjúkra-
húsinu á Selfossi, við sæmi-
leffa líðan, eftir öllum aðstæð-
um.
Nýlega átti ée þar tal við
hana, og kom bá í ljós hve
undra vel hún heldur andleg-
um kröftum þrátt fyrir sinn
langa lífsdag. Minnið trútt
sem fyrr, og gott við hana að
ræða um ættfræði og ýmsa
viðburði liðinnar ævi.
Ég, sem rita þessar fátæk-
legu línur, kynntist Hallberu
fyrir nærri 50 árum, en þá
hófst kunningsskapur og
nokkur samskipti milli for-
eldra minna og Hólmasels-
hjónanna. Það þótti jafnan
skemmtilegur viðburður þeg-
ar þau hjón voru á ferð, ann-
að eða bæði, því auk þess að
koma jafnan „færandi hendi“
var skemmtilegt við þau að
ræða. Bæði gáfuð og marg-
fróð. — Fyrir þessar stundir
og minningar ásamt tryggð
hennar við foreldra mína vil
ég þakka henni hjartanlega.
Þakka má hennar langa og
merka ævidag með skini sínu
og skuggum. Fyrir margra
hluta sakir er hún minnisstæð
og hugþekk.
Að endingu, Hallbera:
Kærar þakkir fyrir löng og
góð kynni.
„Beri guð þér birtu og yl
. í bólið lífs á kveldi
blessun sem að bezt er til
berist frá hans veldi“.
Guðm. Jónsson
frá Bjargi.
FERSKT B0N IM A HEIMILID
VARANLECUR GLJA1
Á HÚSGÖGNIN
OG
RÓSAILMUR
í STQFURNAR
MÉSGAGMÁBERBIJR MED RÓSAILM
/ /
Umboösmenn: KRISTJHN 0. SKAGFJ0RD h/f REYKJATIK
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR, Vatnsstíg 16 A.
Olga Jónsdóttir.
Héðinn Jónsson,
Jón M. Jónsson,
Lilja Kristinsdóttir,
og bamabörn.
Alþýðublaðið —• 18. febr. 1960 13