Alþýðublaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 16
Diðr
kvik
mynd
SÍÐASTA kvikmynd Ing-
inar Bergmans, „Jomfrukil-
den“, var frumsýnd í Stokk-
hólmi s. 1. mánudag og hlaut
hún mjög góðar viðtökur
gagnrýnenda, en íhaldsblaðið
Svenska Dagbladet spyr þó
hvort kvikmyndaeftirlitið
hefði ekki átt að banna mynd
ina.
- Sagt er að Bergman hafi
hótað að sýna ekki mynd
ina ef svo mikið sem einn
millimeter yrði klipptur úr
henni. Ekki er vitað hvort
nokkuð er til í þessum orð-
rómi en Svenska Dagbladet
segir, að það sé furðulegt að
eftirlitið skuli ekki hafa
klippt myndina að ráði.
Það aíriði myndarinnar,
sem mesta undrun vekur sýn-
ir tvo menn nauðga ungri
stúlku og drepa hana síðan.
Annað atriði sýnir mann
myrða tvo menn með slátrara-
hníf og bví næst rota lítið
barn. Listagildi „Jomfrukil-
den“ er talið mikið og með-
ferð efnisins í heild með slík-
um ágætum, að margir telja
að Bergman hafi aldrei tek-
ist betur upp. En áðurnefnd
atriði eru þó talin ganga of
Iangt £ hörkulegu raunsæi,
sem . jaðrar við sadisma.
Svenska Dagbladet segir að
myndin sé högg milli augna á-
horfandans og hnífstunga í
hjartað. Kvikmyndagagnrýn-
andi Dagens Nyheter skrifar,
að „Jomfrukilden“ sé bezta
mynd Bergmans og fegurri og
grimmari kvikmynd hafi
varla verið gerð í heiminum.
íslenzk
listakona
í Höfn
Á ÞRIÐJU hæð í húsinu
númer 20 við Nyhavn í
Kaupmannahöfn býr ís-
lenzka listakonan Júlíana
Sveinsdóttir. Hún hefur bú-
ið í Höfn í marga áratugi og
er þekkt þar ekki síður en
hér á landi fyrir verk sín og
er pess sKemmst. ao mmnast
að í haust var henni boðÁ
að gerast meðlimur í lista-
mannafélagsskapnum „Kam-
meraterne11 og danska lista-
safnið hefur keypt af henni
margar myndir.
Þótt Júlíanna sé nú kom-
in á efri ár vinnur hún
ið að list sinni, ýmist
málaratrönumar eða vefstól-
inn.
Mynd:n er tekin af
konunni á heimili hennar
fyrir nokkrum dögum.
Hann lækkaði flugið. Lend-
ingarhjólin snertu jörð, flug-
vélin fleytti kerlingar mörg
hundruð metra vegalengd eft-
ir ströndinni, skall á kletti,
eldur kom upp í eldsneytis-
geymslunni og flugmaðurinn
brann til bana í stjórnklefan-
um.
Hér fara á eftir tilkynning-
ar stjórnarvalda í Kína og á
Formósu:
Nýja-Kína, fréttastofa Kín-
verja segir: „Mig-orustuþota
fórst sökum vélarbilunar, er
Hversvegna ti
TAIPEI, febr. (UPI). — Kín-
verski flugmaðurinn, sem
lenti flugvél sinni á austur-
strönd Formósu, tók með sér
Ieyndarmál í gröfina. Og það
eru engin tök á að upplýsa
það.
Hvers vegna flaug hann
hinni rússnesku MIG orustu-
þotu yfir til Formósu, þar
sem þjóðernissinnar ráða?
Þjóðernissinnar segja, að
hann hafi verið að flýja og
gerðu útför hans virðulega,
og letrað er á gröf hans:
„Píslarvottur, sem var að leita
frelsis“.
En kommúnistar segja, að
liann hafi misst stjórn á flug-
vélinni vegna bilunar.
Hvorki þjóðernissinnar né
kommúnistar hafa sagt, að
þeir hafi haft radiosamband
við hann meðan hann flaug
yfir sundið en það tekur um
liálftíma.
olli því, að flugmaðurinn, sem
var á æfingarflugi, missti
stjórn á flugvélinni“. Enn
fremur sagði fréttastofan, að
flugvélar þjóðernissinna hafi
knúið hana til að lækka flug
og síðan hafi hún hrapað
vegna eldsneytisskorts.
Landvarnaráðuneyti þjóð-
ernissinnastjórnarinnar á For
mósu segir; MIG-flugvél frá
kommúnistum „gaf sig okkur
á vald“ og „stór flokkur af
flugvélum kommúnista reyndi
án árangurs að knýja hana til
að snúa við“.
Hver segir Satt?
Á Formósu var talrð, að
þetta hefði gerzt á þá lund, að
flugvélin hefði farið á loft í
liópi annarra véiá og þær
flogið í röð. Eftir tíu mínútur
flaug vélin út úr röðinni og
tók stefnu á Formósu og flaug
yfir sundið í krákustigum.
Fjórar Sabreþotur frá For-
mósu urðu hennar varar í
radar og fylgdu henni eftir á
þann hátt, unz hún fáeinum
mínútum seinna fói'st í lend-
ingunni.
Flugstjórinn á einni Sabre-
þotunni sagði. að MIG-þotan
hefði flogið í 42 þús. feta hæð,
er hennar varð fyrst vart.
Kvað hann Sabrevélarnar
aldrei hafa komið nær en
5000 fet.
TOGARINN Surprise fn
Hafnarfirði seldi afla sinn
Bremerhaven í gær, 155 lestii
fyrir 98 þúsund mörk.
Tveir togarar munu selja
Bretlandi í dag og einn á morg
un.
Portúgaíar viSja þrjár mííur
BANDARÍSKA fréttastof-
an UPI segir frá því í frétt
frá Lissabon, að vegna mik-
illa þorskveiða sinna séu
Portúgalir á móti stækkun á
landhelgi ríkja. Átti * frétta-
stofan nýlega tal við sendi-
herra Portúgala í Kanada,
þar sem hann lýsti þessu af-
dráttarlaust yflr. Hann sagði: $
„Portúgalir geta ekki fallizt
á kanadísku tillöguna um, að
núverandi þriggja mílna mörk
verði færð út í 6 mílna land-
helgi og 12 mílna fiskveiðitak
mörk. Þriggja mílna reglan er
ein hin elzta af alþjóðalög-
um“.
Bætti sendiherrann við:
„tyið vonum, að réttlátu,
marghliða samkomulagi verði
náð í Genf um þessa réttlátu
hefð“.
Þá segir fréttastofan, að í
Lissabon hafi meðlimir sendi-
nefndar Portúgala á Genfar-
ráðstefnuna ekkert viljað
segja um fyrirætlanir Portú-
gala á ráðstefnunni. Þó hefur
hún. það eftir mönnum í fisk-
veiði.ðnaðinum, að Portúgalir
muni gera það, sem þeir geti
til að halda heimshöfunum
eins opnum og hægt sé fyrir
fiskimenn.
í fréttinni segir, að nálega
100 portúgölsk skip leiti á
hverju ári til fiskimiðanna
við Nýfundnaland og Græn-
land í leit að þorski og segir,
að miklu fé hafi verið varið
Framha’d á 14. síðu.
41. árg. — Fimmtudagur 18. febrúar 1960 — 39. tbl.