Alþýðublaðið - 19.02.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.02.1960, Blaðsíða 3
Samvmna um felagsheimili Við undirskrift samningsins. ifreiðar fluttar inn ósamsettar SL. miðvikudagskvöld voru undirritaðir í skrifstofu Bæj- arstjórans í Hafnarfirði, sam- vinnusamningur milli Vmf. Hlífar, Vkf. Framtíðarinnar og Sjómannafélags Hafnarfjarð- ar, um byggingu á félagsheim- ili í Hafnarfirði. Undir samvinnusamninginn rituðu formenn áðurnefndra félaga, þ. e. Sigurrós Sveins- dóttir, form. Vkf. Framtíðar- innar, Einar Jónsson, formað- ur Sjómannafélags Hafnar- fjarðar og Hermann Guð- mundsson, formaður Vmf. Hlíf- ar og Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri. Þá voru stjórnir þessara þriggja verkalýðsfé- laga viðstaddar. Við þetta tækifæri fluttu stutt ávörp Hermann Guð- mundsson, formaður Vmf. Hlíf ar og Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri, sem báðir lögðu áherzlu á hversu ánægjulegt það væri og gagnlegt fyrir verkalýðshreyfinguna í Hafn- arfirði,' að samvinna skyldi hafa tekizt um byggingu á fé- lagsheimili verkalýðsfélag- anna. EIN OG HÁLF HÆÐ Félagsheimi|i það, sem á- formað er að byggja, verður gert eftir teikningu Gísla Hali- dórssonar arkitekts í Reykja- vík, samkvæmt frumteikningu Gísla verður húsið ein og hálf hæð, í kjallara sem er 150 rúmmetrar verða geymslur og hitaklefi. Á fyrstu hæð, er á að vera 880 fermetrar, verða fundar og samkomusalir, forstofa og leik svið. Á annarri hæð, sem á að vera 250 fermetrar eiga að vera skrifstofur og fundarher- fcergi. 6300 FERMETRAR. Grunnflötur byggingarinn- ar í heild er áætlaður 880 fer- metrar og rúmmál alls 6300 rúmmetrar. Samvinnusamningur sá' er hér um ræðir hefur verið sam þykktur á félagsfundum hinna þriggja verkalýðsfélaga sem að honum standa svo og af Bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samkvæmt samningum verð ur hlutur félaganna í bygging- unni og stjórn hennar sá,'að Vmf. Hlíf hefur 4 hluti af 9, Vkf. Framtíðin 2 hluti og Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar 2 hluti en Bæjarstjórn Hafnar- Hafnarfjarðar skipar einn full- trúa. FYRIRTÆKIÐ Jón Loftsson h.f. hefur nú í undirbúningi innflutning á ósamsettum bif- reiðum af „Rambler“ gerð. Bifreiðir þessar, sem eru bandarískar, hafa náð miklum vinsældum að undanförnu, í ÁTTA HLUTUM Bifreiðirnar verða fluttar hingað til lands í átta megin- 'hlutum. Það, að flytja bifreið- irnar hingað í svo mörgum hlut- um, sparar mi'kinn gjaldeyri og flutning'skostnað. Til að byrja með verða fluttar inn 16 bifreið ir og þeir hlutir, sem fara í sam setningu þeirra, nema um- máli' fjögurra samsettra bif- reiða. 1ÍSLENZKUR IÐNAÐUR Til greina getur komið að notað verði íslenzkt áklæði, ís- lenzkt rafkerfi og íslenzk bíla- lökk í bíla þessa. En að vísu kemur það ekki til nema um mikinn innflutning verði að ræða. SAMA GERÐIN Bifreiðir þær, sem fluttar verða inn, eru allar af !sömu gerðinni'. En sú gerð er sparneytnasta bif reiðin, sem framleidd er í Bandaríkjunum. Bifreiðin er einnig sú einfaldasta í samsetn ingu, sem framleidd er. Aðeins einu sinni hafa verið SAN FRANCISCO, 18. feb. (NTB-Reuter). — Hinn 38 ára gamli Caryl Chessman verð- ur færður til gasklefans í San Quentin-fangelsi kl. 17,00 eft- ir ísl. tíima á föstudag, ef af- tökunni verður ekki frestað í áttunda sinn á síðustu stundu. fluttar hingað til landsins ó- samsettar bifreiðir. Það var ár- ið 1940. Herferð sú, sem hafin er um allan heim fyrir því að stöðva þessa fyrirhuguðu aftöku, gekk í dag af fullum krafti og bænir um náðun til handa hin um dauðadæmda héldu áfram að streyma til Bandaríkjanna frá fjölda landa. Meðal þeirra, sem báðu Bíi’own ríkisstjóra Kaliforníu um náðun, var blað Vatikans- ins, Osservatore Romano, sem bað ríkisstjórann um að sýna meðaumkun. í kvöld virtust aðeins þrír möguleikar fyrir Chessman: Hann getur beðið ríkisstjórann um að vera látinn laus, um náðun, þannig, að breyta megi dauðarefsingunni í lífstíðar- fangelsi, eða um enn eina frestun. Til þess að ríkisstjórinn geti látið Chessman lausan eða breytt dóminum í fangelsisvist Framhald á 5. síðu. SIGGA VIGGA: uUTURINN ER yFIRN'AJTÚRLEGUR, SNIt>/D GmmVLGT OG EFNIf) H/MNESKl^ EKI ÍG ER HRÆ.DD UM AD VERD/D SÉ 0F JARDNESKT FYRIR MIG" Aðalfundur Alþýbu- flokksfél. Kópavogs ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG KÓPAVOGS held- ur aðalfund, laugardaginn 20. febrúar kl. 3 s. d. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu (inngangur frá Hverfisgötu). Fundarefni: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Stjórnin. Alþýðublaðið — 19. febr. 1960 CHESSMAN DEYR KL. 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.