Alþýðublaðið - 19.02.1960, Blaðsíða 4
HVAÐ ER AÐ?
EFNAHAGS-
MÁLUNUM
Hiífiuðmeinsemd efnahagslífs íslendinga síðustu 20 ár hefur verið
VSRÐBÓLGA Kaupmáttur íslenzku krónunnar hefur minnkað
að meðaltali um 10% árlega. Stöðug hætta hefur verið á ÓÐA-
■VERÐ'BÓLGU rneð 20—30% krónurýrnun árlega. Vegna verð-
hólgunnar -hafa sparifjáreigendur stöðugt tapað, en þeir sem
kaaiizt hafa yfir lánsfé eða átt eigið fé til að festa í verðmætum,
,t. d. fastei.gnum, stöðugt að græða. Kauphækkun eftir vísitölu
hafur ýtt á eftir verðbólguskrúfunni.
Ef áætlanir ríkisstjórnarinnar standast, vex verðbólgan ura
13—14%-, en stöðvast síðan við það mark. Hún stöðvast vegna
þess, að nú verður í fvrsta sinn ráðizt að viðurkenndum orsökumi
verðbóigunnar með því að stöðva peningaþenslu með takmörkun
útlána og hærri vöxtum. Víxlhækkani'r kaupgjalds- og verðlags
verða einnig stöðvaðar með því áð hætta sjálfkrafa kauphækk-
unum vegna hækkunar á vísitölu Verði peningaþensla og kapp-
hlaup verðlags og launa ekki stöðvað, heldur verðbólgan áfram.
Vegna verðbólgunnar hefur framleiðslukostnaður í krónum
haekkað og útflutningur okkar hætt að vera samkeppnisfær er-
fiendis að óbreyttu gengi. Þetta er leiðrétt með uppbótakerfinu.
Um 1400 milljónir króna eru teknar af landsfólkinu og fluttar til
útflutningsatvinnuveganna. Þetta umfangsmikla bótakerfi, með
51 flokki bóta, hefur leitt til spillingar, dregið úr framtaki en
vemdað meðalmennsku, leitt til minnkandi vöruvöndunar og
velt upp á sig eins og snjóbolti hundruðum milljóna ár eftir ár.
Uppbótakerfið-verður nú afnumið, en genginu breytt, þannig
að framleiðslan standi undir sér 'með því að fá aðeins það, sem
fæst erlendis fyrir vöruna á hinu nýja gengi'. Þetta á að dragá
fjármagn og vinnuáfl til útflutningsframleiðslunnar, efla heil-
brigðan en ekki lélegan rekstur, auka vöruvöndun og forða
frá spi'llingu við millifærslu 1400 milljóna. Heilbrigð endurnýj-
un framleðislutækjanna og aukning þeirra á að tryggjast og
'hagkvæmni framleiðslunnar stóraukast.
íslenzka þjóðin hefur árum saman lifað um efni fram. Þetta
íkemur í Ijós í greiðslujöfnuði' okkar við útlönd. Þrátt fyrir mikl-
ar gjaldeyristekjur af Keflavíkurflugvelli, hefur þjóðin fengið
að meðaltali um 200 milljónum meira frá öðrum þjóðum en
hún lætur til heirra. Sumt af bessu eru eðlileg framkvæmdalán,
annað ekki. Greiðsluhallinn hefur síðustu árin verið jafnaður
aneð lánum, en vextir og afborganir eru ískyggilega mikil byrði,
sem má ekki vaxa. Greiðsluhallann verður því að jafna.
Kj,arninn í efnahagsráðstöfunum stjórnarinnar er, að þjóðin
hætti' að lifa um efni fram, þ. e. þrengi beltið sem nemur 100—■
150 millióum árlega áf 5 000 miiljóna þjóðartekjum. Þetta ger-
ist með Því að minnka hina árlegu aukningu lánsfjár, hækka
vexti og hækka v.erðlag. Þannig verður greiðsltuhallinn minnk-
aður verulega og í fyrsta sinn alvarlega reynt að lækna þau mein,
sem allir vita, að er aðalorsök dýrtíðari'nnar. Greiðslujöfnuður og
stöðvun dýrtíðar eru skilyrði fyrir áframhaldandi uppbyggingu.
Allir viðurkenna, að gengi krónunnar hefur verið rangt skráð.
Það hefur ekki veri'ð í neinu samræmi við raunverulegt gildi
Ihsnnar, enda hefur hún hvergi fengizt skráð erlendis. Þetta skap-
ar mikið misræmi í verðlagi hér og erlendis, sem aftur veldur
ásókn í erlendan gialdeyri, er kemur fram í svörtum markaði og
Ætórfelldu smygli. Hið skráða gengi er hvergi notað í neinum við-
Skiptum, nema í dollarakaupum frá varnarliðinu. Erlendir ferða-
menn hafa ekki komið, vegna óhagstæðrar gengisskráni'ngar.
Gengið verður nú skráð á raunhæfan hátt, sem næst hinu rétta
v.erðgiildi íslenzku krónunnar. Yið þetta á að skapast meira sam-
ræmi' milli verðlags hér og erlendis, svartur markaður og smygl
eiga að minnka, heilbrigð viðskipti að aukast. Gjaldeyrisvara-
sjóður frá OEEC og IMF mun gera bönkunum kleift að halda
uppi jöfnum gjaldeyrisviðskiptum og forðast þannig böl gjald-
eyrishaftanna. í stað þess að Ísland sé einangrað í gjaldeyris-
og viðskiptamálum, koma eðlilegri samskipti við allar þjóðir.
Fáar eða engar þjóðir veraldar hafa eins mikla fjárfestingu og
íslendingar. Þeir verja þriðjungi þjóðartekna til slíks. Þetta
skapar gífurlega ásókn í lánsfé og yfirboð á vinnumarkaði, sem
aftur ýtir undir verðbólgu. Þess vegna verður að draga úr óarð-
hærri f járfestingu (eins og allir flokkar hafa viðurkennt) og þarf
þá að tryggia, að fjárfesting beinist að arðbærustu framleiðslu.
Borið saman við aðrar þjóðir er það á þessu sviði, sem íslend-
ingar háfa helzt lifað um efni fram síðustu ár.
Sumir vi'lja minnka fjárfestinguna með höftum, en reynslan
sýnir, að það tekst ekki. Pólitík og einkaáhrif hafa alltaf sett
slíkar tilraunir úr skorðum og leyfi veri'ð veitt fyrir margvíslegri
fjárfestingu, sem mætti bíða. Með því að útilolia brask með
lánsfé í óarðbærri' fjárfestingu, sem menn gera til að auðg-
ást, og með ,því að gera fjárfestingu í framleiðslu arðbær-
asta á að reyna nýia leið. Haftaleiðin ihefur misheppnazt. Nýja
leiðin hefur gefi'ð góða raun og dugað í öllum nágannalöndunum.
Héfctlát skipting þjóðarteknanna er mikið vandamál. Hér á landi
hefur skapazt vaxandi misræmi, m. a. vegna óréttlátrar skipt-
ingu skattabyrðanna. Sumar. stéttir hafa haft aðstöðu til að
skjóta tekjum sínum að miklu leyti undan skattheimtu, aðrar
ekki. Þetta veldur réttlátri gremju, og þegnarnir hugsa sem svo,
að það sé sjálfsagt að reyna að svindla á skatti, úr því svo margir
gera það. Þannig hefur grafist undan heiðarleik iþegnanna, og
þjóðin hefur vaknað vi'ð vondan draum vaxandi fjármálaóreiðu.
Ríkisstjórnin hefur stigið fyrsta skrefið til að leiðrétta þetta með
því að afnema tekjuskatt af launatekjum og losa 38 000 manns
vi'ð þennan skatt. Þessi íbúbót vegur á móti verðhækkunum vegna
gengisbreytingarinnar. Jafnframt er óvinsæll 9% söluskattur á
innlendri framleiðslu og þjónustu afnuminn, en teki'nn upp al-
mennur söluskattur. Því meiri tekjur sem menn hafa og nota,
því meira borga þeir til ríkisins af hinum nýja söluskatti. Þannig
borga hinir efnuðu miklu meira en hinir efnami'nni Þegnar.
Eitt veigamesta tæki þjóðarinnar til að jafna tekjur meðal ein-
staklinga er tryggingakerfið. Þar eru nokkur hundruð milljónir
fluttar frá þeim, sem eru ungir, heilbrigðir og vinnandi til hi'nna,
sem eru sjúkir, örkumla, aldraðir eða hafa barnamergð. Þó hefur
mikið skort á, að þetta kerfi væri viðunandi. Það hefur verið
íslendingum til skammar að búa ekki betur að gamla fólkinu en
gert hefur verið. Alþýðuflokkurinn hefur haft forustu um að
•efla og auka tryggingarnar og hefur það enn.
1 vinstri stjórninni fékk Alþýðuflokkurinn enga áheyrn hjá
Framsókn og kommum um aukni’ngu trygginga. í núverandi
stjórn.felja báði'r.flokkar þetta höfuðmál. Fjölskyldubætur verða
stórauknar, elli- og örorkulaun hækkuð mjög mikið, og allar aðr-
ar bætur einnig hækkaðar. Munu þessar félagslegu umbætur, er
nema hátt á annað hundrað millj. kr., koma til hjálpar öldruðu
fólki. Umbætur tr.yggingakerfisi'ns munu reynast varanlegar
félagslegar umbætur.
„4J 19. febr. 1960 — Alþýðublaðið