Alþýðublaðið - 19.02.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 19.02.1960, Blaðsíða 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson 3 heimsmet sett í köstunum ‘59 ÞAÐ náðist frábær árangur ' kastgreinunum í fyrrasumai’: í þrem þeirra voru sett heims- met, kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti og í sleggjukasti Evrópumet. Árangur bandarísku kúlu- varparanna á s. 1. ári er frá- bær og nú er aðeins spurning- in, hver þeirra nær fyrst tak- markinu 20 metrar! Quercetani tekur afrek Dallas Long, 19,33, með' á skrána, en í fyrra var álitið, að sá árangur myndi ekki fá staðfesti'ngu se mheimsmet, en þegar O’Brien varpaði 19,30 m. mun allt hafa verið í góðu lagi. O’Brien er öruggastur af 19 m. kösturunum,- en hann hefur sett sér það takmark að Parry O’Brien, verða Olympíumeistari í þriðja sinn í röð, en hann sigraði bæði í Helsingfors 1952 og Mel- bourne 1956. — Bill Nieder er misjafn, en hann náði 19,67 m. á sýningu. Það er víst lítill vafi á því, að Bandaríkjamenn fá öll verðlaun í kúluvarpinu í Róm. ★ í kringlukastlnu eru Evrópu- búar alltaf að sækja sig og nú fór heimsmetið yfir Atlants- hafið,' alla leið til Póllands. Piatkowski, sem varð Evrópu- meistari í Stokkhólmi er nokk- uð misjafn. Szécsényi, sem er annar á skránni, sigraði hann nokkrum s'nnum. A1 Oerter, OL-meistarinn frá Melbourne er beztur Bandaríkjamanna og þriðji á skránni. Hann hefur haft stór orð um það, að hann muni kasta langt yfir 60 m. næsta sumar, en flestir hafa meira álit á Babka, þ. á. m. Ung verjinn Széczéynyi, sem álítur hann líklegan til að kasta allt að 63 m. ★ Það kom hálfgerður sputnik fram í spjótkastinu — er sá bandarískur og heitir A1 Can- tello. Hann kastaði e’gn sinni á heimsmetið og kastaði 86,04 m. Cantello þessi er ekki ör- uggur og var þetta hans lang- bezta afrek á árinu. Sidlo setti pólskt met og hans árangur 85,56 m. er þriðji bezti, sem náðst hefur í heiminum. — Sidlo er sá af beztu spjótköst- urum heimsins, sem sýnt hefur mest öryggi og kastar yfirleitt vfir 80 m., ef þess gerist þörf. Svíinn Fredriksson er þriðji bezti. Hann er stór og sterkur, og fullur af sjálfsöryggi, en bað dugar honum ekki á stór- mótum, þar hefur hann yfir- leitt verið linur. Alls köstuðu 8 yfir 80 m. í fyrra, sem er mjög gott og í áttunda sæti er Klaus Frost, sem hingað kom 1957. ' ★ Rússar eiga rúmlega 20 sleggjukastara, sem köstuðu lengra en 60 m. s. 1. ár, en af þem er Rudenkov beztur, hann setti s. 1. sumar nýtt Evrópu- met, 67,92 m. Gamla metið átti fvrrverandi heimsmethafi, Kri- vonosov. Conolly er í öðru 1 sæti, en náði kasti sem var Al Cantello — nýi lieimsmethafinn í spjótkasti. lengra en árangur Rudenkov, þar sem aðstæður voru ekki löglegar. — Svíinn Asplund tók geysimiklum framförum og margbætti sænska metið. Asplund er lágvaxinn, sterkur og snöggur. Nú höfum við birt beztu afrekin í öllum greinum frjálsíþrótta s. 1. sumar nema tugþraut, sem kemur einhvern næstu daga. Dallas Long, USA, 19,38 Parry O’Brien, USA, 19,30 Bill Nieder, USA, 19,12 Dave Davis, USA, 18,87 Arthur Rowe, Engl., 18,59 C. Butt-Roberts, USA, 18,53 Mecconi, Ítalíu, 18,48 Varju, Ungvl., 18,20 Nagy, Ungverja., 18,16 Skobla, Tékk., 18,11 Lipsnis, Sovétr., 18,08 Ovsepjan, Sovétr., 17,99 Varanauskas, Sov., 17,92 S ý n i n g : Bill Nieder, USA, 19,67 Dallas Long, USÁ, 19,64 O’Brien, USA, 19,52 Skobla, Tékk., 18,30 Kringlukast: Piatkowski, Póll., 59,91 Szécsényi, Ungv., 59,03 Oerter, USA, 58,12 Babka, USA, 57,96 Gordien, USA, 56,75 O’Brien, USA, 56,43 Du Plessis, S.-Afr., 56,32 Ljaliov, Sovét., 56,27 Truenjew, Sovét., 56,25 Buhantsev, Sovét., 56,20 Silvester, USA, 56,08 Counadis, GrikkL, 56,06 Kompanejets, Sov., 56,02 Grieser, Þýzkal., 55,24 Cochran, USA, 55,08 Klics, Ungv., 55,02 Sleggjukast: Rudénkov, Sovét., 67,92 Hal Connolly, USA, 67,88 Asplund, Svíþjóð, 65,97 Zsivótzky, Ungv., 65,72 Rut, Pólland, 65,61 Samotsvetov, Sovét., 65,22 Ellis, England, 64,95 Tkatjev, Sovét., 64,83 Cieply, Póll., 64,48 Nikulin, Sovét., 64,26 Kolodij, Sovét., 64,09 Bakarinov, Sovét., 64,05 Boltovskij, Sovét., 63,92 Thun, Austurríki, 63,89 Racic, Júgóslavíu, 63,85 Spjótkast: A1 Cantello, USA, 86,04 Sidlo, Póll., 85,56 Fredriksson, Svíþj., 82,96 Bill Alley, USA, 82,33 Kuznjetsov, Sovét., 82,16 Maquet, Frakkl., 81,86 Lievore, Ítalíu, 80,52 Frost, Þýzkal., 80,04 Bizim, Rúmeníu, 79,96 Vallman, Sovétr., 79,74 Tsibulenko, Sovét., 79,66 Held, USA, 79,64 Kauhanen, FinnL, 79,63 Kriiger, Þýzkal., 79,61 Nikiciuk, Póll., 79,12 Olympíuleikir Framhald af 16. síðu- fáni VIII leikanna og Ólympíu- fáninn voru lýstir upp með Ijós kösturum. Á meðan fánar þátt- tökuríkjanna voru dregnir að hún voru bumbur barðar, en þeg ar þeir voru upp komnir lék hljómsveitin Ólympíumarsinn, en 2500 manna kór söng versið. Nú beindust allra augu að’ að- aldyrunum, þar sem Ólympíulið þjóðanna tóku að streyma inn. Var öllum vel fagnað af áhorf- endum, sem aðeins voru um 5000 vegna hins slæma veðurs. íþróttamennirnir gengu fram hjá heiðursstúkunni og tóku sér stöðu gegnt henni, þegar allir voru komnir. Brundage og Hale gengu síð- an fram og í stuttri ræðu bauð Hale þátttakendur velkomna til Squaw Valley. Hann bað síðan Brundage og Nixon varaforseta um að lýsa leikina setta. Flutti Nixon þá stutta ræðu úr stúku sinni og endaði með þessum orð- um: „Eg lýsi þessa áttundu Ól- ympisku vetrarleiki setta.“ Þegar ieikarnir höfðu þan-^ig verið settir, söng kórinn Ólymp- íuóðinn, á meðan Ólympíufán- inn var dreginn hægt að hún. Jafnfram var 2000 „friðarduf- um“ sleppt lausum og skotið átta fallbyssuskotum. ÓLYMPÍUELÐURINN Þegar bergmál skotanna var dáið út, tók þulur að rkja sögu Ólympíuleikanna. Þegar hann hafði sagt frá Ólympíukyndiin- um, beindust allra augu upp á Papcose-tind, þar sem Andrea Mead Lawrence, sem hlaut tvenn gullverðlaun í Osló 1952, stóð tilbúi'n með kyndilinn til að koma með hann síðasta á- fangann frá Morgedal. í fylgd með 8 öðrum skíðamönnum brunaði hún niður fjallshlíðina til leikvangsins. Þar afhenti hún kyndilinn a.meríska skauta hlauparanum Ken Henry, sem vann gulli'ð í Osló 1952. Hann bar kyndilinn síðan hátt á letfti einn hring um skautasvæðið, heilsaði heiðursstúkunni og gekk að „Turni' þjóðanna11, þær sem hann kveikti Ólympíueld- inn, er brenna skal á meðan á leikunum stendur. HEISS VANN j ÓLYMPÍUEIÐINN Þá var Ólympíubænin sungin og loks gekk ameríska stúlkan Caroj Heiss, sem er heimsmeist ari í li'sthlaupi á skautum, fraxn fyrir heiðursstúkuna. Með am- eríska fánann í vinstri hendi vann hún síðan Ólympíueiðinn fyrir hönd hinna 989 skíða- og skautamanna frá 31 þjóð, sem á næstu tíu dögum munu £ fri'ð- samlegri keppni sækjast eftir 27 gullverðlaunum, æðstu heið- ursmerkjum áhugamanna í í- þróttum. Setningarathöfninni lauk með því, að hljómsveitin lék aftur Ólympíumarsinn. Blöðrunum var sleppt og í». þróttamenni'rnir gengu út sf vellinum. AlþýðublaSið — 19. febr. 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.