Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 24
Um „G-oðatættur“ í Freysnesi í Múlaþingi. Hjer um bil á miðju Fljótsdalshjeraði ganga 2 smánes, svo að segja hvort á móti öðru, út í Lagarfljót. Heitir hið syðra Þórsnes, en hið nyrðra Freysnes, það er gagnvart Egilsstöðum; er því ekki alllangt þaðan út að Einhleypingi, sem er hið efsta vað á Fljótinu. í safni til sögu íslands II bls. 460 getur próf. Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað í örnefnaskrá sinni þeirrar munn- mælasögu, að goðunum úr goðahúsinu á Bessastöðum hafi, er kristni var lögtekin hjer á landi, verið kastað í Lagarfljót, og þeir Þór og Freyr rekið upp á nesjum þeim er síðan sjeu við þá kend. Að Þorvarði lækni Kerúlf hafi þessi saga verið kunn, má sjá á árbókinni 1882 bls 38. í nýjum fjelagsritum 13. ári bls. 150 getur Gísli Brynjólfsson þess í ritgjörð sinni um goðorð að hann hafi heyrt að í Þórsnesi sunnanvert við Lagarfljót væru allmiklar búðatóptir. Sumarið 1890 kom fornfræðingur Sigurður Vigfússon í Þórs- nes, en ekki getur hann þess að neinu íÁrbókinni 1893 í frásögu sinni um ferð sína. Þá er jeg kom hingað á Austurland var mjer sagt að rúst- ir væru í Þórsnesi, en Sigurður mundi ekki hafa sinnt þeim, þar eð Þórsnes væri hvergi nefnt í sögum. Það höfðu nú á seinni árum verið haldnir mannfundir í Þórsnesi nokkrum sinnum, var þá slegið þar upp stóru tjaldi, er báðar Múlasýslur áttu í fje- lagi og kallað var »sýslutjald«. Nú er það orðið ónýtt og er það skaði því illt er um fundarhús, en tjaldið einkar hentugt, var

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.