Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Page 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Page 24
Um „G-oðatættur“ í Freysnesi í Múlaþingi. Hjer um bil á miðju Fljótsdalshjeraði ganga 2 smánes, svo að segja hvort á móti öðru, út í Lagarfljót. Heitir hið syðra Þórsnes, en hið nyrðra Freysnes, það er gagnvart Egilsstöðum; er því ekki alllangt þaðan út að Einhleypingi, sem er hið efsta vað á Fljótinu. í safni til sögu íslands II bls. 460 getur próf. Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað í örnefnaskrá sinni þeirrar munn- mælasögu, að goðunum úr goðahúsinu á Bessastöðum hafi, er kristni var lögtekin hjer á landi, verið kastað í Lagarfljót, og þeir Þór og Freyr rekið upp á nesjum þeim er síðan sjeu við þá kend. Að Þorvarði lækni Kerúlf hafi þessi saga verið kunn, má sjá á árbókinni 1882 bls 38. í nýjum fjelagsritum 13. ári bls. 150 getur Gísli Brynjólfsson þess í ritgjörð sinni um goðorð að hann hafi heyrt að í Þórsnesi sunnanvert við Lagarfljót væru allmiklar búðatóptir. Sumarið 1890 kom fornfræðingur Sigurður Vigfússon í Þórs- nes, en ekki getur hann þess að neinu íÁrbókinni 1893 í frásögu sinni um ferð sína. Þá er jeg kom hingað á Austurland var mjer sagt að rúst- ir væru í Þórsnesi, en Sigurður mundi ekki hafa sinnt þeim, þar eð Þórsnes væri hvergi nefnt í sögum. Það höfðu nú á seinni árum verið haldnir mannfundir í Þórsnesi nokkrum sinnum, var þá slegið þar upp stóru tjaldi, er báðar Múlasýslur áttu í fje- lagi og kallað var »sýslutjald«. Nú er það orðið ónýtt og er það skaði því illt er um fundarhús, en tjaldið einkar hentugt, var

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue: Megintexti (01.01.1896)
https://timarit.is/issue/139776

Link to this page:

Link to this article: Rannsóknir byggðaleifa upp frá Hrunamannahreppi sumarið 1895.
https://timarit.is/gegnir/991003887969706886

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

Megintexti (01.01.1896)

Actions: