Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 17
NOKKRAR KYNSLÓÐIR KIRKNA
21
1759 og 1783 og er hún til mikils gagns við að skilja innréttingu kirkj-
unnar þó svo slíkar teikningar þurfi ávallt að taka með ákveðnum fyrir-
vara (10. mynd).
Altarið er sem fyrr við austurgaflinn undir 16 rúðu gluggunum tveim-
ur. Alabastursbríkin er enn á sínum stað og svo virðist sem grindin sem
ber uppi altarissparlökin sé sú sama og var. Það er sérstakiega tilgreint
1735 að litsprangstjöldin hangi til hliðanna en glitsaumstjöld framan fyr-
ir.Vísitasían 1759 greinir frá nýjum flannelssparlökum sem tekið hafa við
af þeim gömlu sem enn eru þó til. Sami gamli skrúðaskápurinn er enn í
kórnum 1783 og gamall stóll úr birki sem notaður hefur verið sem
hjónastóll.
Nokkur breyting hefur orðið á sætaskipan í kór. Þar sem kirkjan er nú
ekki lengur útbrotakirkja má eiginlega segja að langbekkir þeir sem voru
í útbrotum kórsins hafi nú færst inn í hann. Nú eru langbekkir og þver-
bekkir með bríkum samfelldir allt umhverfis í kórnum. Alveg við altarið
er afmarkað skriftasæti með sérstökum bríkum til hliðanna. Sætið er
norðan megin altaris og er lítill slagbekkur áfastur altarinu, gegnt því. Þar
er átt við bekk sem réttir sig upp þegar ekki er setið. Sams konar slag-
bekkur er sunnan altaris en ekkert tilgreint sérstaklega um skriftasæti þar.
I norðurstúkunni, sem kölluð er kvennastúka 1759, eru bekkir á þrjá
vegu með brík að framan og fastur langstóll með brík og bakslá fylgir
einnig stúkunni. I suðurstúkunni sem nefnd er karlmannastúka 1759, eru
4 sams konar bekkir og í norðurstúku með þremur bríkum. í ljósi þess
að ekki voru stúkur á kirkjunni sem á undan stóð er ekki víst að þessar
stúkur séu af sömu rótum runnar og stúkur klausturkirkjunnar. Vera má
að hérna gæti fremur áhrifa frá byggingarlist lútherskra kirkna sem
byggðar voru í Norður-Evrópu á 17. og 18. öld.17
Kórþil Munkaþverárkirkju á síðari hluta 18. aldar virðist svo áþekkt
því sem birtist í skoðunargerðum kirkjunnar sem á undan stóð að það
bendir til þess að um sama þil sé að ræða. Eins og fram er konfið voru
kórdyrnar með súðþaki og þiljað var fyrir ofan bita. Einhverra hluta
vegna er kórþili og hefðarsætum lýst af meiri nákvæmni nú en í úttekt-
um kirkjunnar á undan. Ekkert bendir þó til annars en að um sömu inn-
réttingu sé að ræða. Eins og í kirkjunni á undan myndar bak hefðarsæt-
anna eins konar fremra kórþil, þannig að hið eiginlega kórþil verkar sem
hið innra. Nú kemur betur fram hversu nfilligerð þessi hefur verið
skrautleg, pílárum sett og máluð.
I framkirkjunni eru nú 9 sæti hvoru megin í kirkjunni, en voru 6 ann-
ars vegar og 7 hins vegar, í fyrri kirkju. Þau eru eins og áður með bríkum