Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 18
22 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og bakslám. Þá eru þverbekkir, sinn hvoru megin kirkjudyra með sér- staklega tilgreinduin stórurn bríkum við dyrnar. Fram kemur í vísitasí- unni 1759 að loft hafi verið innréttað yfir tveimur fremstu stafgólfum kirkjunnar af dönskum borðvið. I biskupsvísitasíu frá 1749 er þess látið getið að loft hafi verið gert yfir tveimur fremstu stafgólfum kirkjunnar og sé það fyrir ungdóminn.48 Þótt það sé ekki sagt beinum orðum mætti vel ímynda sér að þessi tilhögun sé til komin í kjölfar vísitasíu píetistabisk- upsins Ludvigs Harboes árið 1742 en það ár er ekkert loft i kirkjunni á Munkaþverá.49 Litið aftur yfir kynsíóðir Munkaþverárkirkna Lítum nú um öxl og athugum þær kirkjubyggingar sem nokkru ljósi hefur verið varpað á hér að framan. Byrjum á að skoða samhengið milli kirkjunnar sem birtist í Sigurðarregistri og þeirrar sem stóð í lok 17. ald- ar.Varðandi þá síðarnefndu er vert að athuga hversu gömul hún gæti hafa verið þegar hún fauk árið 1706. Fram kom að henni var farið að hraka mjög þegar árið 1664 og mætti því vel hugsa sér að hún væri þá ein- hverstaðar við tíræðisaldurinn. Ef reiknað væri með því, nryndi það færa okkur aftur til ársins 1564. Það ártal er nærri árinu 1560 þegar konungur sendi út beiðnina urn að klausturkirkjur landsins yrðu minnkaðar. Ef svo hefði verið gert á Munkaþverá væri það hin minnkaða klausturkirkja sem skyggnast má inn í um lok 17. aldar, en hið gamla sanctorium væri mögulega síðasta uppistandandi brot hinnar eiginlegu klausturkirkju. Skammur aldur kirkjunnar sem stóð á fyrri hluta 18. aldar, gefur tilefni til að ætla að hún hafi verið byggð að töluverðu leyti upp af timbri hinn- ar föllnu kirkju sem á undan stóð.Viðir hennar hafa væntanlega verið orðnir rnjög lúnir þar sem þeir höfðu einnig verið í næstu kirkju á und- an. Miðað við tilmælin úr konungsbréfinu frá 1560 um að nýta viði gömlu kirkjunnar, má búast við því að eitthvað af viðum hinnar skanim- lífu kirkju séu ættaðir alla leið aftur úr gömlu klausturkirkjunni sem uppi stóð í kring um árið 1526. Hvað þá kirkju varðar er svo spurningin hvort það var kirkjan sem reist var eftir brunann 1429 eða nýrra hús en því miður er ekki hægt að svara þeirri spurningu vegna heimildaskorts eins og sakir standa.Torfkirkjan sem byggð var einhvern tíma á árabilinu 1727-1735 virðist hafa verið gerð af nýrri viðum en kirkjan á undan, þar sem hún varð um aldargömul. Athyglisvert er að innréttingar og altarisumbúningur þeirra þriggja kirkna sem stóðu á Munkaþverá frá 17. öld franr til 19. aldar, virðist mjög áþekkur að sjá í heimildum. Mun minna mæðir á innréttingum innan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.