Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 22
26 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þar er tunnustafahurð fyrir dyrum 1721, með dróttum og dyrastöfum. Hús þetta endaði ævi sína í miklum bruna sem varð árið 1772. I Is- lands árbók (1740-1781) eftir Svein Sölvason á Munkaþverá er að finna eftirfarandi frásögn: „I Novembri kom upp eldur um nótt í smiðjuhúsi á Munka-þverárklaustri, hvar við og brann þar hjá standandi so kallað klausturhús, [sem var vænt útihús,] alþiljuð 5 stafgólf með lofti á bitum með mörgu fémætu þar inni.“64 Fleiri annálar minnast á þennan mikla skaða en traustust verður að teljast frásögn heimamannsins Sveins. Frá- sögn Vatnsfjarðaran náls yngsta (1751-1793) af brunanum er áþekk frá- sögn Islands árbókar65 sem og Ketilstaðaannáll (1742-1784). Húnvetnskur annáll (1753-1776) segir 3 hús hafa brunnið en ekki skaðað staðinn eða kirkjuna.66 Frásögn Djáknaannála (1731-1794) af brunanum 1772 getur þess að eldurinn hafi komið upp ,,í smiðju á Munkaþverá í því húsþorpi, sem munkarnir héldu sig í áður og nú var kallað klaustur, með 2ur kap- ítulum. Eitt húsið var 5 stafgólf, 9 álna hátt með lofti yfir og þiljað í hvolf og gólf, hvar inni voru klæði, sængurföt, borðbúnaður og fleira lögmanns Sveins Sölvasonar.“67 Þessi frásögn er athyglisverð í ljósi þess að engin út- tektanna getur um hæð klausturhússins. Ut frá Hamborgaralin verður hæð hússins rúmir 5 metrar sem verður að teljast allreisulegt og bendir til þess að það hafi e.t.v. verð portbyggt. Innri gerð Húsið er alþiljað að innanverðu og ineð reisifjöl í qáfri. Fremstu tvö staf- gólf hússins eru þiljuð af innan í, með stand- og bjórþili og er hurð þar á. Handan við innþilið er loft yfir bitum og glergluggi er nefndur þar á bjórnum. Þiljaður stigi er upp í loftið og er hurð fyrir honum, á járnum. Nú fer áðurnefnds ruglings í stafgólfatalningu verulega að gæta þar sem næst segir að aftur séu 4 stafgólf afþiljuð með stand- og bjórþili. Þetta mætti taka sem svo að þessi fjögur bættust við óskilgreindan staf- gólfafjölda undir loftinu en allt eins líklegt er að verið sé að lýsa þeim stafgólfum sem eru handan fyrsta innþilsins. Fram kemur að afþiljað kjall- araefni fylgi þessum húshluta bæði árið 1721 og 1724. Það er sagt öðru megin dyra, með hurð á járnum. Uttektin 1727 kemur hér til aðstoðar þar sem þar segir að „kjallarinn sem í miðhúsinu var, á bak til dyra“ sé nú færður „í fremsta húsið... á móts við uppgönguna í loftið.“ Þetta virðist benda til þess að uppgangan í loftið sé strax í austasta hluta hússins og að því sé skipt í þrennt. Hvað nákvæmlega átt er við í sambandi við þetta kjallaraefni er ekki gott að segja um en hús með slíku nafni töldust eðlilegur hluti klausturhúsaþyrpinga á meginlandinu. E.t.v. er hér því um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.