Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þar er tunnustafahurð fyrir dyrum 1721, með dróttum og dyrastöfum.
Hús þetta endaði ævi sína í miklum bruna sem varð árið 1772. I Is-
lands árbók (1740-1781) eftir Svein Sölvason á Munkaþverá er að finna
eftirfarandi frásögn: „I Novembri kom upp eldur um nótt í smiðjuhúsi á
Munka-þverárklaustri, hvar við og brann þar hjá standandi so kallað
klausturhús, [sem var vænt útihús,] alþiljuð 5 stafgólf með lofti á bitum
með mörgu fémætu þar inni.“64 Fleiri annálar minnast á þennan mikla
skaða en traustust verður að teljast frásögn heimamannsins Sveins. Frá-
sögn Vatnsfjarðaran náls yngsta (1751-1793) af brunanum er áþekk frá-
sögn Islands árbókar65 sem og Ketilstaðaannáll (1742-1784). Húnvetnskur
annáll (1753-1776) segir 3 hús hafa brunnið en ekki skaðað staðinn eða
kirkjuna.66 Frásögn Djáknaannála (1731-1794) af brunanum 1772 getur
þess að eldurinn hafi komið upp ,,í smiðju á Munkaþverá í því húsþorpi,
sem munkarnir héldu sig í áður og nú var kallað klaustur, með 2ur kap-
ítulum. Eitt húsið var 5 stafgólf, 9 álna hátt með lofti yfir og þiljað í hvolf
og gólf, hvar inni voru klæði, sængurföt, borðbúnaður og fleira lögmanns
Sveins Sölvasonar.“67 Þessi frásögn er athyglisverð í ljósi þess að engin út-
tektanna getur um hæð klausturhússins. Ut frá Hamborgaralin verður
hæð hússins rúmir 5 metrar sem verður að teljast allreisulegt og bendir til
þess að það hafi e.t.v. verð portbyggt.
Innri gerð
Húsið er alþiljað að innanverðu og ineð reisifjöl í qáfri. Fremstu tvö staf-
gólf hússins eru þiljuð af innan í, með stand- og bjórþili og er hurð þar á.
Handan við innþilið er loft yfir bitum og glergluggi er nefndur þar á
bjórnum. Þiljaður stigi er upp í loftið og er hurð fyrir honum, á járnum.
Nú fer áðurnefnds ruglings í stafgólfatalningu verulega að gæta þar
sem næst segir að aftur séu 4 stafgólf afþiljuð með stand- og bjórþili.
Þetta mætti taka sem svo að þessi fjögur bættust við óskilgreindan staf-
gólfafjölda undir loftinu en allt eins líklegt er að verið sé að lýsa þeim
stafgólfum sem eru handan fyrsta innþilsins. Fram kemur að afþiljað kjall-
araefni fylgi þessum húshluta bæði árið 1721 og 1724. Það er sagt öðru
megin dyra, með hurð á járnum. Uttektin 1727 kemur hér til aðstoðar
þar sem þar segir að „kjallarinn sem í miðhúsinu var, á bak til dyra“ sé
nú færður „í fremsta húsið... á móts við uppgönguna í loftið.“ Þetta
virðist benda til þess að uppgangan í loftið sé strax í austasta hluta hússins
og að því sé skipt í þrennt. Hvað nákvæmlega átt er við í sambandi við
þetta kjallaraefni er ekki gott að segja um en hús með slíku nafni töldust
eðlilegur hluti klausturhúsaþyrpinga á meginlandinu. E.t.v. er hér því um