Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 26
30 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS en þó í tveim stöðum moldrunninn. Hálfan gafl hússins vantar og endurbót á raftinn og þakið.71 Þar sem nyrðri veggur hússins er sagður nýuppbyggður en sá syðri moldrunninn á tveim stöðum bendir það til þess að skemman hafi stefnuna austur-vestur og jafnframt að hún standi ekki áföst öðrum húsum, a.m.k. ekki á suðurveggnum. Húsið hefur einungis einn gafl og snýr sá væntanlega fram á hlað. Aðrar úttektir hússins bæta ekki miklu hér við nema hvað árið 1727 hefur það fengið nýja þekju. í út- tektinni 1760 kemur fram önnur uppröðun á lýsingum húsanna en þar er skemma talin á eftir kapítula með eftirfarandi hætti: Skemma sunnan við klausturhúsin í 4 stafgólfum. Með tilhlýðilegum yfir og undirviðum, þiljuð að framan, hurð á járnum, hespu og keng. Húsið velstæðilegt og nýuppgjört.72 Nú má spyrja hvort þetta sé sarna skemma og áður var talin upp á eftir klausturhúsinu eða hvort hér sé um nýtt hús að ræða á nýjum stað. Þessu er erfitt að svara en þó er víst að þetta ár er húsið a.m.k. nýuppgert. Ekki getur um skemmu þessa í úttektum eftir 1760 og mætti því hugsa sér að hún hafi orðið eldi að bráð í brunanum 1772 og ekki verið endurbyggð. Kapítuli á í 8. öld Arið 1721 hljóðar úttekt hússins svo: Capitolium (svo kallað) í fjórum litlum stafgólfum. Þiljað með reisifjöl til rjáfurs og umhverfis að aursyllum. Þrír eru bitar í húsinu og 2 höggsperrur. Þær báðar grannar. Bekkur í tveimur hálfum stafgólfum. Hurð á lömurn með hespu og keng, hring og járnlaufi. Húsið er að veggjum og viðum af monsr. Sveini sæmilega uppbyggt.73 Uttektin 172474 er alveg samhljóða þessari og sú frá 172775 vísar í þá frá 1724. Af lýsingunni er ljóst að þetta er fremur lítið hús, a.m.k. mun rninna en klausturhúsið. Það virðist sem það sé eitt rými þar sem ekkert er getið um innri afþiljun. Næsta úttekt er frá 1760 og hljóðar hún svo: Capitolium (áður kallað) er í þremur stafgólfum með tilhlýðilegum yfir og undirviðum. Uppreftið af birki og greni. Bjórþil og standþil fram- anundir, hurð á járnum með hespu og keng. Stæðilegt að viðum og veggjum.76 Hér er greinilega um breytt hús að ræða frá því í fyrri úttektum þar sem hér er einu stafgólfi færra og hér er minnst á timburgafl framanundir (bjórþil og standþil) sem ekki var getið í eldri úttektum. Nýrra húsið ber þess merki að vera ekki eins vandað og það eldra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.