Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 41
AÐ KOMA FORTÍÐTIL FRAMTÍÐAR
45
einungis áhirif á eggjabændur því eins og ég vík að á eftir er gelatín-
bindiefnið búið til úr beinunr dýra.
Kollódíum bindiefni var notað frá árinu 1851. Framleiddar hafa verið
tvær tegundir; vot kollódíum (votar plötur) og þurr kollódíum. Sú fyrr-
nefnda var algengari en jafnframt erfiðari við að eiga því framkalla þurfti
þá tegund strax að lokinni töku. Kollódíum er unnið úr bómull, brenni-
steinssýru, saltpétursýru, alkóhóli og eter. Þótt kollódíum sé betra bindi-
efni en albúmín, eru gallarnir töluverðir. Það er sjálfeyðandi af því leyt-
inu, að það gefur frá sér nítrógendíoxíð sem breytist í saltpéturssýru í
miklum raka. Hætt var að nota kollódíum um 1880.
Gelatín er langalgengasta bindiefnið og hefur verið notað frá árinu
1878 og allt til dagsins í dag. Gelatín er límefni sem er unnið úr beinum
dýra, og þá aðalega nautgripa. Sagt er að Kodak fýrirtækið hafi gert
samning við hamborgarakeðjuna McDonalds þess efnis, að þeir fengju
beinin úr því kjöti sem keðjan nýtir, til að búa til gelatín.
Helstu ókostir gelatíns eru þeir, að það þenst út í raka og vatni, og þol-
ir illa sýrur og basa.
Grunnefni negatívunnar getur ýmist verið úr pappír, gleri eða plasti.
Negatíva á pappír var í notkun frá 1841 til 1855. Gler, aftur á móti, var
notað frá 1848 fram á áttunda áratug þessarar aldar;Jón Kaldal notaðist til
dæmis alla tíð við glerplötur, eða til ársins 1974, en var þá reyndar orðinn
einn af fáum ljósmyndurum sem notaðist við þessa tækni, enda var
„blómatími” glerplatna á árunum 1850 til 1930. Plötur með gelatín-
bindiefni voru mest notaðar, en þær komu á markaðinn árið 1878. En
þar sem glerplöturnar eru þungar, plássfrekar og brothættar, reyndu menn
að búa til grunnefni úr meðfærilegra efni. Sem heppnaðist, því árið 1889
kom sellulósa-nítratfilman á markaðinn, en hún var fyrsta negatívan sem
hafði plastgrunnefni. Mun auðveldara þótti að vinna með nítratfilmuna,
enda var hún var á allan hátt þægilegri. En þrátt fýrir kostina komust
menn fljótlega að því að nítratfilman er sjálfeyðandi og getur auk þess
valdið sjálfsíkveikju. Þeir sem sáu ítölsku kvikmyndina Cinema Paradiso,
eða Pardísarbíóið, muna eflaust atriðið þegar kviknaði í kvikmyndahúsi
þorpsins; þar var nítratið íkveikjuvaldurinn. Hætt var að framleiða nítrat-
filmuna á fimmta áratug þessarar aldar.
Menn gáfust ekki upp við að þróa filmuna, því árið 1923 kom dí-
acetatfilman á markaðinn og þá undir nafninu „SAFETY FILM”. Filman
var sögð örugg og fóru ljósmyndarar því smám saman að nota þessa teg-
und negatívu, og hættu þar með að nota nítratfilmuna. En ekki var nýja
filmutegundin gallalaus, því hún hafði þá tilhneigingu að verða stökk og