Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 44
48
ÁRJ3ÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
efni sem hefur þau áhrif á myndsilfrið að dökku svæði negatívunnar mis-
litast.
Umbúðir sem innihalda sýru leiða einnig til súlfíðskemmda. Ef ekkert
er að gert, upplitast súlfíðskemmd negatívan og myndefnið hverfur síðan
með tímanum. Hægt er að bjarga myndefninu með því að nota sérstakar
aðferðir við endurframköliun, en það kostar ómældar vinnustundir.
Ytri öjl
Silfurútfelling
Silfurútfelling er bláleit spegilkennd himna á emúlsjóninni sem sést þegar
glampar á negatívuna. Nærtækast er að líkja silfurútfellingu við ferlið
þegar fellur á silfur, svo sem borðbúnað og fleira. Það semsagt feflur á
myndsilfrið, en í þessu tilfelli dugir ekki að fægja, heldur verður að notast
við aðrar kemískar aðferðir. Þegar ljós fer í gegnum negatívu sér maður
silfurútfeflinguna sem brúnleitt svæði.
Ef silfurútfelling þekur negatívu er nauðsynlegt að fjarlægja hana. Mikil
silfurútfelling í negatívu getur orðið til þess að hún „lokist” þannig að
ekki verði hægt að gera prent eftir henni, og þá er myndefnið gott sem
glatað.
Umbúðir
Slæmar umbúðir valda ytri skemmdum. Venjuleg pappírsumslög eru súr
og eyðileggja út frá sér. Sama gildir unr límið sem notað er til að líma
umslögin saman. Hér áður fyrr var algengt að nota umslög úr gegnsæjum
pappír (pergamyn) til að geyma negatívur, sem reyndist afar slæmur kost-
ur því sýra var notuð til að gera pappírinn gegnsæjan, og í það miklu
mæli að umslögin sem áttu að hlífa, eyðilögðu negatívuna. Fastlega má
búast við því að enn í dag séu negatívur geymdar í þessu eitri.
Venjulegt plast er unnið úr PVC (pólyvínilchlóríð) og það eyðileggur
út frá sér. Nú á dögum er pólyethylen skásta plastefnið sem völ er á. Það
er gegnsætt og því hægt að skoða ljósmyndaefnið án þess að draga það út
úr umslaginu og hætta þannig á að það rispist, og/eða að viðkomandi
snerti efnið berum fingrum. Okosturinn er hins vegar sá, að pólyethylen
er rafmagnað og dregur því að sér ryk, hleypir litlu sem engu lofti í
gegnum sig, og þolir lítið sem ekkert útfjólublátt ljós. Síðast en ekki síst:
ef plastið Kmist við emúlsjónina myndast háglansmynstur og þá er ekki
hægt að prenta eftir negatívunni.
Best er að nota sýrulaus fjórflipaumslög utan um ljósmyndaefni, þá
einkum glerplötur; þau bæði geyrna vel og svo eru hverfandi líkur á að