Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 52
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
myn-umslögin sem sumar glerplöturnar voru í ýmist límst við emúlsjón-
ina eða skilið eftir sig för.
Um 1 prósent skemmda eru brotnar plötur. Enn er slæmri meðhöndl-
un um að kenna, þó bruninn eigi einhveija sök. Með slæmri meðhöndl-
un á ég við óvarkárni í flutningum, eða þegar mörgum plötunr hefur
verið staflað saman.
Niðurstöður skráningarinnar benda til þess að 85 prósent safnsins er
skemmt á einn eða annan liátt. Það ber þó að hafa í huga að um fjórðung
skemmdanna má rekja til brunans sem varð á ljósmyndastofu Jóns
Kaldals, en negatívurnar sem skemmdust þá voru aðallega frá tímabilinu
1958 til 1963.
Aðbúnaður hefur greinilega mikið haft að segja um skemmdirnar, og
þá er ég aðalega að tala um súrar umbúðir, en skaðsemi þeirra er mikil.
Er ekki sláandi að hugsa til þess, að „bara” með því að nota réttar um-
búðir er hægt að koma í veg fyrir skemmdir.
Eins og fyrr kom fram benda niðurstöður skráningarinnar til þess að
85 prósent safnsins er skemmt á einn eða annan hátt. En hafa ber í huga
að þetta á einungis við þegar skráningin fór fram, á tilteknum negatívum.
Frá þessum tíma geta skemmdir hafa versnað og hlutfall þeirra aukist. Því
er nauðsynlegt að skipta á súrum umbúðum og sýrulausum til að hægja á
og koma í veg fyrir frekari skemmdir.
Hita-, raka-, og Ijósmælingar
Hita- og rakastig mældi ég með tölvusíritum (datalogger). En á tímabil-
inu desember 1994 til apríl 1995 voru síritarnir í geymslum Þjóðminja-
safns og Ljósmyndasafns Reykjavíkurborgar.
Samhengi er á milli hitastigs- og rakastigssveiflna. Því er nauðsynlegt
að fylgjast með raka- og hitastigi, átta sig á því hvort miklar sveiflur séu
og ef svo er, að finna þá leið til að komast hjá þeirn. Miklar sveiflur verða
til þess að ljósmyndaefni skemmist fyrr en ella, sérstaklega ef hita- og
rakastig er rnjög hátt; þá skemmist efnið mun hraðar.
Geymsluaðstæður á Þjóðminjasafninu
Myndageymslan (Bogageymslan) á Þjóðminjasafninu er 113 fermetrar og
útveggir geymslunnar snúa í vestur, norður og að hluta í austur.
Mælingar á hita- og rakastigi gefa til kynna að loftslagið er viðunandi.
Mestu sveiflurnar voru á tímabilinu 28. janúar til 9. febrúar. En þá sveifl-
aðist rakastigið á milli 24 og 33 prósent raka og hitastigið á milli 15 og
21 gráðu.Virka daga, þegar geymslan er í notkun, er loftslagið óstöðugara