Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Qupperneq 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
öskjulaga í þverskurði, 8x12 cm, fremur stuttur, 18 cm, og aðeins með
einu gati fyrir haldvindu. Brotin tvö úr rifunum sem fundust þar 1990
(NKA 1950x3) og 1992 (NKA 1950x596), 92 og 116 cm að lengd, eru
skert til beggja enda (töflur Ia og b og 5. mynd).
Leifar af hlein? Fjöl með götum í gegn fannst 1990 (NKA 1950x2),33
og var brotið af öðrum enda hennar, en hinn virtist heill (5. mynd). Fjöl-
in er flöt öðrum megin, en ívið hvelfd hinum megin, 136 cm að lengd,
11,3 cm á breidd og þykktin er 5,2 cm.34 Séu þessi mál borin saman við
mál á íslenskum vefstaðarhlutum, benda þau til að fjölin kunni einhvern
tíma að hafa verið hluti af hlein úr vefstað (tafla II), og til þess gætu
einnig bent kringlóttu götin tíu35 með frá 10,5 til 13,5 cm millibili í röð
eftir endilangri fjölinni,36 níu þeirra trektmynduð og víðari á hvelfdu
hliðinni, hið tíunda, sívalt, við óskerta enda fjalarinnar.37 Sé á annað borð
um hluta af hlein að ræða, mun fjalarbúturinn vera efri hluti hennar og,
miðað við lengd íslensku hleinanna, 182 og 188 cm, má ætla að um 46-
51 cm vanti neðan af fjölinni.
Um 11,5 cm frá þeim enda fjalarinnar sem virðist óskertur, þ. e. efri
enda hennar ef um hluta af hlein er að ræða, er, á flötu hliðinni sem eftir
trektmynduðu götunum að dæma væri þá bakhlið hennar, 14 cm breið
gróp þvert yfir fjölina38 og
kringlótt gat á henni um
það bil á grópinni miðri;
hefur þar greinilega átt að
fella í fjöl þversum og
festa, sennilega með stór-
um trénagla. Engar skorur
eru aftan á upprunalegu
hleinunum þremur sem
5. mynd. Þrír lausafundir úr
bœjarstæði 64 V 2-111-555,
„Bœnum undir sandinum, “ á
Grœnlandi. Frá hœgri til vinstri:
hluti af rif NKA 1950x3 og
hluti afhlein(?), NKA 1950x2,
fundnir 1990; og hluti af skil-
fjöl, NKA 1950x283, sem
fantist 1991. Ljósmynd, tekin í
Nationalmuseet, Kaupmanna-
höfn, í október 1992: Elsa E.
Guðjónsson.