Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 119

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 119
LEYNIST SKILDAHÚFA í EINKAEIGN í BRETLANDI? 123 II I grein eftir niig 1985 um íslenskan brúðarbúning sem enski grasafræð- ingurinn William Hooker fékk hér á landi árið 1809, og nú er varðveitt- ur í Victoria & Albert Museum í London,9 nefndi ég í lokin að á árunum frá 1772-1810 hefðu, auk búningsins sem Hooker fór með utan, að minnsta kosti þrír heillegir hátíðabúningar kvenna verið fluttir af landi brott til Bretlandseyja: með Sir Joseph Banks, John Thomas Stanley, síðar lávarði, og Sir George Steuart Mackenzie.10 Eg sagði þá og endurtek hér að ekki er vitað hvort búningar þessir hafa varðveist, en að ánægjulegt væri og ekki síður fróðlegt ef upp á þeim yrði haft. Vitað er af dagbókum þeim þremur sem varðveist hafa frá leiðangurs- mönnum Stanley 1789, þeim Wright, Brenners og Baine,11 að hann átti þá samskipti við prófastinn í Görðum og við konu hans varðandi íslenska kvenbúninginn. Þannig skrifar Wright í dagbók sína 27. ágúst að hún ætlaði að útvega honum slíkan búning og 28. ágúst að búningurinn hefði komið um borð þann dag og að hann hefði kostað yfir 20 gíneur.12 Brenners getur þess 27. ágúst að Stanley hafi farið að heimsækja prófast- inn,13 og Baine minnist á það 28. ágúst að hann og þeir fleiri leiðangurs- menn hafi skoðað einstaka hluti íslensks kvenbúnings og að einhverjar flíkanna muni hafa tilheyrt ungfrú Stephensen14 (þ. e. Ragnheiði dóttur Ólafs stiftamtmanns), en bæði Baine og Wright nefna að einn skipverja hafi íklæðst búningnum.15 Skildahúfu er hins vegar hvergi getið í þessu sambandi í neinni hinna þriggja dagbóka sem varðveist hafa. í bréfi sínu nefnir Guðrún Einarsdóttir ekki heldur skildahúfu berum orðum, en vart verða skrif hennar skilin á annan veg en að átt sé við slíkt höfuðfat, sér í lagi þar sem vitað er af frásögn Sveins læknis að þetta sér- stæða og fágæta kvenhöfuðfat var í Görðum tveimur árum eftir heim- sókn Stanley, og kynni því að hafa verið þar þá einnig og honuxn verið sýnt það þótt ekki hafi það fylgt búningnum sem prófastsfrúin útvegaði honum, og nefndur er í dagbókum tveggja leiðangursmanna hans. III Þó svo að aldarfjórðungur hafi liðið frá því að Stanley kom að Görðum og þar til Guðrún Einarsdóttir skrifar áðurnefnt bréf til lafði Stanley, og lafðin aldrei litið Island augum, er að sjá sem hjónin hafi bæði haft áhuga á landinu og því sem íslenskt var; til dæmis nefnir lafði Stanley í bréfi 1812 að William J. Hooker, enski grasafræðingurinn sem kom til Islands 1809 og fékk hér einnig íslenskan kvenbúning eins og fyrr var sagt, hafi komið til þeirra og haft með sér til að sýna þeim stórkostlegan (magtii-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.