Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 125
ELSA E. GUÐJÓNSSON
UMVEFSTÓLA Á ÍSLANDI Á 18. ÖLD
Nokkrar athugasemdir
I Arbók liins íslenzka fornleifafélags 1993 (Reykjavík, 1994) birtist eftir mig
greinin „Um vefstóla og vefara á Islandi á 18. og 19. öld.“ Grein þessi var
að mestu frágengin í desember 1993, en endurskoðuð lítillega í maí 1994
og bætt aftan við hana viðauka í ágúst sama ár.1 Eftir að grein mín var
komin í prentun, nánar til tekið í nóvember 1994, varð ég þess vísari að
til væri í handritasafni Landsbókasafns, Lbs. 80a-g, 8vo, í handritasyrpu
frá árunum 1760-1766 og 1785 eftir Hannes Finnsson, síðar biskup,2 ná-
kvæm lýsing á vefstóli, „Vefstaduren med sinum triam og tilfæringum
þad frekast eg kan frá hönum ad seigia.“3 Jafnframt frétti ég að grein um
þessa frásögn væri væntanleg frá hendi Sigríðar Halldórsdóttur vefnaðar-
kennara. Birtist hún um áramótin undir fyrirsögninni „Vefstaður bisk-
ups,“ í Hugur og hönd. Rit HeimiHsiðnaðarfélags Islands 1994, bls. 41-45.4 Er
fengur að því að frásögn Hannesar skuli hafa verið dregin fram í dags-
ljósið og sett á prent með útskýringum. Hér skal farið nokkrum orðum
um greinina, einkum þó uni inngangsorð Sigríðar Halldórsdóttur að lýs-
ingu Hannesar.
I framangreindri ritgerð minni í Arbók komst ég svo að orði á bls. 10:
„Um nákvæma gerð vefstólanna, oft nefndir danskir, sem hingað bárust á
18. öld og þeirra íslensku sem eftir þeim voru smíðaðir þá [leturbr. mín
nú] er ekki vitað, því að hvorki munu vera til af þeint myndir né lýsing-
ar. Einna helst verður þó að telja að þeir hafi verið af líkri gerð og sú sem
sögð er hafa verið eldri gerð undir og um aldamótin 1900 og nánar
verður sagt frá hér á eftir.“5 Er þessi gerð með háum afturstuðlum og
slöngurif uppi yfir spennislá (1. mynd) - að vísu engir varðveittir eldri en
frá 19. öld að því er vitað erf’ - og dregur dám af þýskum handverksstól-
um sem notaðir voru á 18. öld og síðar (2. mynd),7 og raunar hefur varð-
veist líkan frá því fyrir aldamótin 1900 - að öllum líkindum íslensk smíð
- afvefstóli með áþekkri gerð (3. nrynd).8 En eftir að hafa kannað hand-
rit Hannesar Finnssonar í Landsbókasafni og lesið grein Sigríðar þar sem