Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Síða 156
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ymislegt viðvíkjandi safninu og safnstörfum.
Samþykkt hefur verið nýtt skipurit safnsins, sem dr. Runólfur Smári
Steinþórsson hafði unnið að í samvinnu við starfsmenn safnsins á undan-
förnum misserum, ásamt stefnumörkun safnsins.
Hjónin Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson í Miðhúsum í Eg-
ilsstaðaþinghá höfðuðu mál gegn safninu ogVilhjáhni Erni Vilhjálmssyni
deildarsérfræðingi vegna opinberra ummæla er tengdust fundi silfur-
sjóðsins sem fannst þar í Miðhúsum 1980.
Húsnæðismál safnsins eru mjög í hnút og hafa engar framtíðarlausnir
fengizt enn hvað snertir skrifstofur og vinnuhúsnæði. Ekkert var unnið
að viðgerð safnhússins á árinu. Er búið að flytja mikið úr geymslum
safnsins og í Miklagarðsgeymsluna. Sést nú gleggst, þegar safngripum er
komið þar skipulega fyrir og sæmilega rúmt, hve mikið safnið á af hvers
kyns gripum, og einnig fæst smám saman betra yfirlit yfir þá, eftir því
sem tölvuskráningu miðar fram.
Sífellt bætist við og hefur orðið að rýma sýningarsali á neðstu hæð
hússins svo sem sagði í skýrslu fýrir 1995. Hefur fremri hluti hins gamla
sýningarsalar sjóminjasafnsins verið tekinn fýrir geymslur og vinnuað-
stöðu myndadeildar. Bogageymslan, þar sem ljósmyndasafnið var allt
áður, er nú yfirfull enda bætast sífellt við stór og fyrirferðarmikil mynda-
söfn, auk smærri safnauka.Var því salnum skipt, og í innri hluta settar upp
bókahillur, einkum vegna hinnar miklu bókagjafar Fríðu Knudsen og
Þorvaldar Þórarinssonar. Þar eru einnig teknar frá þær bækur, sem ráð-
stafað verður annað. Einnig eru þar settir ýmsir safngripir um skamman
tíma.
I innsta salnum, þar sem landbúnaðarsafnið var áður, er unnið að
skráningu safnauka og frágangi gripa til geymslu. I horngeymslu, þar sem
Asbúðarsafn var áður, er nú forngripageymsla.
Slökkviliðið sagði upp beinni tengingu viðvörunarkerfis, og tók ör-
yggisfyrirtækið Securitas við, en það hafði fyrr haft þessa þjónustu á
hendi.
Menningararfsdagur Evrópu var haldinn í fyrsta skipti í Þjóðminja-
safninu 20. september, en aðildarlönd Evrópuráðsins hafa ákveðið að slík-
ur dagur skuli haldinn árlega til að kynna og leggja áherzlu á vernd
menningarminja. Hélt menntamálaráðherra þar erindi um menningararf-
leifð, aðrir töluðu um stefnumótun og stjórnskipulag safnsins og þjóð-
minjavörzlunnar, söfnunar- og rannsóknarstefnu og hvers almenningur
vænti af safninu, en ræður manna byggðust á stefnumótunarvinnnu þeirri
er fýrr var getið og var nú kynnt almenningi.