Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 159
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS 1996.
163
Kristjánsdóttir listfræðingur. Gefin var út bók samnefnd sýningunni með
greinum um íslenzka silfursmíði fyrrum og skrá um sýningarmuni. Sýn-
ingin stóð til 13. okt.
6. des. var opnuð sýningin: Fyrrum átti ég falleg gull, leikföng þriggja kyn-
slóða. Þar gat að líta hluta þeirra leikfanga sem Elsa E. Guðjónsson fýrr-
um deildarstjóri og fjölskylda hennar færðu safninu, hin elztu frá móður
Elsu frá því fyrir aldamótin 1900. Er þetta einstætt leikfangasafn hérlendis
og vakti sýningin ekki sízt ánægju barna sem heimsóttu jólasveinana, er
komu á jólaföstu eftir venju.
Undirbúningur var hafinn að gerð norsk-íslenzkrar sýningar um mið-
aldakirkjugripi, sem verður á miðju ári 1997 en verður síðan sýnd á
þremur stöðum í Noregi. Sýningin er eitt þeirra verkefna sem Norð-
menn ákváðu að veita fé til úr Norsk-íslenska menningarsjóðnum, sem
þeir stofnuðu í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis á Islandi. Norsk institutt
for kulturforskning, NIKU, stendur að sýningunni í samráði við Þjóð-
minjasafn Islands. Eftirtaldir eiga sæti í undirbúningsnefnd: Erla
Bergendahl Hohler prófessor, Ola Storsletten arkitekt, Ketil Kiran arki-
tekt, Lilja Arnadóttir safnstjóri, Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og Þór
Magnússon þjóðminjavörður. Vegna hennar var m.a. ákveðið að srníða
eftirlíkingu af lítilli kirkju af nriðaldagerð og markist stærðin af kirkju-
grunninum sem rannsakaður var að Stöng í Þjórsárdal en kirkjan að öðru
leyti eftir tiltækum heimildum. Gunnar Bjarnason sér um srníði kirkj-
unnar eftir teikningum Hjörleifs Stefánssonar arkitekts. Þá var einnig
ákveðið að Gunnar smíðaði líkan af miðaldakirkjunni í Skálholti sam-
kvæmt teikningu Hjörleifs og eftir þeirri vitneskju, sem fékkst við rann-
sóknina 1955 og öðrum heimildum.
Skráning og rannsóknarstöf.
Þóra Kristjánsdóttir vann að skráningu kirkjugripa í samráði við Húsa-
friðunarnefnd í kirkjum í Arnessýslu og grundvöllur var lagður að skrán-
ingu gripa í kirkjum í Skagafjarðarsýslu. Akveðið var að taka Selárdals-
kirkju sem tilraunaverkefni í ritröð um íslenzkar kirkjur og kirkjugripi.
Þá skal nefnt að Þóra var í nefnd til undirbúnings hönnunarsafns, sem
menntamálaráðherra setti á laggir. Sú nefnd hélt 9 fundi á árinu og gekk
frá skýrslu til ráðherra í árslok. Þóra vann einnig að ritun um kirkjulist
og búnað kirkna frá siðaskiptatímum til loka 19. aldar, kafla í rit sem
unnið er á vegurn Alþingis og koma skal út í tilefni kristnitökuafmælisins
árið 2000. Hún sá einnig um myndaöflun.
Hallgerður Gísladóttir kannaði ásamt öðrum helli í Kirkjulækjarkoti í