Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 160

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 160
164 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Fljótshlíð og hluta af námugöngum í Þormóðsdal, frá gullleit þar snemrna á öldinni. Lagður var grundvöllur að rannsóknar- og björgunarstarfi gamalla leg- steina í kirkjugörðum og hefur UNESCO veitt fé til verksins sem unnið verður í samráði við franrkvæmdastjóra Skipulagsnefndar kirkjugarða. I því skyni fóru þjóðminjavörður, Guðmundur Rafn Sigurðsson fram- kvæmdastjóri og Hjörleifur Stefánsson í könnunarferð um kirkjugarða á Vestfjörðum 24.-26. maí, og 4. nóv. um Borgarfjörð, einnig var farið Gaulveijabæ 21. ágúst sömu erinda. Útlán safngripa. Utlán safngripa eru ávallt talsverð einkum á sérsýningar innan lands og utan. Hér skal einkunr nefnt að safnið lánaði altarisbrík frá Reynistað, Þjms. 3617-3622 og hökul frá Skálholti, Þjms. 11923 á sýninguna Margrethe I - Nordens frue og Husbond, sem var í Kaupmannahöfn en síðar í Kalmar vegna 600 ára afmælis Kalmarsambandsins, auk þess var rúnasteinninn í Gilsbakkakirkjugarði lánaður til sýningarinnar. Þá setti safnið upp sýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi, undir forystu Stein- þórs Sigurðssonar, á völdum útskurðargripum úr eigu þess, stóð sýningin til ársloka. Safngripir voru lánaðir á 150 ára afmælissýningu Menntaskól- ans í Reykjavík, á afmælissýningu Dómkirkjunnar í Ráðhúsinu og á sýn- ingar í Þjóðarbókhlöðu, höklar á sýningu í Byggðasafninu í Görðum og textílar á heimilisiðnaðarsýningu í Norræna húsinu. Minjasafn Austur- lands fékk lánaða gripi vegna opnunar sýningar þess, auk kumlsins frá Eyrarteigi í Skriðdal sem síðar mun getið, og munir voru lánaðir á sýn- inguna Annað land, annað líf, í Vesturfarasetrinu á Hofsósi. Safnauki. Safnauki er ævinlega mikill að vöxtum og berst sífellt meira af hlutum frá heimilishaldi og starfsháttum á þessari öld. Er ljóst að mjög þarf að vanda val þess sem tekið er til varðveizlu, bæði vegna fjöldans og þess að gripir sýni sem eðlilegasta þróun í þjóðlífinu. Nú er lögð áherzla á að söfn skil- greini söfnunarstefnu sína og geti á nokkurn hátt skipt með sér verkum á því sviði og hafi samráð um söfnunar- og sýningarþætti, þannig að ekki sé hvarvetna verið að safna sams konar eintökum fyrirferðarmikilla hluta. Meðal gripa sem safninu bárust á árinu og sérstaklega skal nefnt eru þessir: Leikbrúðan Konni, gef. Rannveig Baldursdóttir og systkini hennar, börn Baldurs Georgs sjónhverfingamanns, lítill kross með róðu, gef. sr. Sig- urjón Einarsson, Kirkjubæjarklaustri; silfurarmband sem Kristófer Péturs- son gullsmiður smíðaði, gef. Steinvör Kristófersdóttir, armband smíðað af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.