Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 160
164
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Fljótshlíð og hluta af námugöngum í Þormóðsdal, frá gullleit þar
snemrna á öldinni.
Lagður var grundvöllur að rannsóknar- og björgunarstarfi gamalla leg-
steina í kirkjugörðum og hefur UNESCO veitt fé til verksins sem unnið
verður í samráði við franrkvæmdastjóra Skipulagsnefndar kirkjugarða. I
því skyni fóru þjóðminjavörður, Guðmundur Rafn Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri og Hjörleifur Stefánsson í könnunarferð um kirkjugarða á
Vestfjörðum 24.-26. maí, og 4. nóv. um Borgarfjörð, einnig var farið
Gaulveijabæ 21. ágúst sömu erinda.
Útlán safngripa.
Utlán safngripa eru ávallt talsverð einkum á sérsýningar innan lands og
utan. Hér skal einkunr nefnt að safnið lánaði altarisbrík frá Reynistað,
Þjms. 3617-3622 og hökul frá Skálholti, Þjms. 11923 á sýninguna
Margrethe I - Nordens frue og Husbond, sem var í Kaupmannahöfn en
síðar í Kalmar vegna 600 ára afmælis Kalmarsambandsins, auk þess var
rúnasteinninn í Gilsbakkakirkjugarði lánaður til sýningarinnar. Þá setti
safnið upp sýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi, undir forystu Stein-
þórs Sigurðssonar, á völdum útskurðargripum úr eigu þess, stóð sýningin
til ársloka. Safngripir voru lánaðir á 150 ára afmælissýningu Menntaskól-
ans í Reykjavík, á afmælissýningu Dómkirkjunnar í Ráðhúsinu og á sýn-
ingar í Þjóðarbókhlöðu, höklar á sýningu í Byggðasafninu í Görðum og
textílar á heimilisiðnaðarsýningu í Norræna húsinu. Minjasafn Austur-
lands fékk lánaða gripi vegna opnunar sýningar þess, auk kumlsins frá
Eyrarteigi í Skriðdal sem síðar mun getið, og munir voru lánaðir á sýn-
inguna Annað land, annað líf, í Vesturfarasetrinu á Hofsósi.
Safnauki.
Safnauki er ævinlega mikill að vöxtum og berst sífellt meira af hlutum frá
heimilishaldi og starfsháttum á þessari öld. Er ljóst að mjög þarf að vanda
val þess sem tekið er til varðveizlu, bæði vegna fjöldans og þess að gripir
sýni sem eðlilegasta þróun í þjóðlífinu. Nú er lögð áherzla á að söfn skil-
greini söfnunarstefnu sína og geti á nokkurn hátt skipt með sér verkum á
því sviði og hafi samráð um söfnunar- og sýningarþætti, þannig að ekki
sé hvarvetna verið að safna sams konar eintökum fyrirferðarmikilla hluta.
Meðal gripa sem safninu bárust á árinu og sérstaklega skal nefnt eru
þessir: Leikbrúðan Konni, gef. Rannveig Baldursdóttir og systkini hennar,
börn Baldurs Georgs sjónhverfingamanns, lítill kross með róðu, gef. sr. Sig-
urjón Einarsson, Kirkjubæjarklaustri; silfurarmband sem Kristófer Péturs-
son gullsmiður smíðaði, gef. Steinvör Kristófersdóttir, armband smíðað af