Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 162
166
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
safnauka í Mannamyndasafnið frá 1994 og vann að skráningu safnauka
1995. Inga Lára skráði safnauka 1991 í Ljós- og prentmyndasafn, skráði
mannamyndaplötur í safninu frá Teigarhorni og gerði skrá um manna-
myndir frá ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar. Siguijón Baldur Haf-
steinsson starfaði um tveggja mánaða skeið við að skrá myndasafn Morg-
unblaðsins og leitaði heimilda í gömlum árgöngum þess. Styrkti blaðið
skráninguna. Erla Huld Halldórsdóttir vann um 6 vikna tíma og hóf
skráningu á myndasafni Sambands ísl. samvinnufélaga, skráði 2045 mynd-
ir og leitaði heimilda um þær sem óþekktar voru.
Ivar Brynjólfsson ljósmyndari tók eftir safni Sæmundar Guðmunds-
sonar ljósmyndara og eftir óskráðum plötum í safni Péturs Brynjólfssonar
og plötum frá ljósmyndastofu Sigríðar Zoéga svo og úr safni Gests Ein-
arssonar.
Gengið var frá þeim plötum sem tekið var eftir og komið fyrir í
möppum. Þá voru og númeraðar myndir Friðriks Sigurbjörnssonar frá
starfsárum hans á Morgunblaðinu.
María Karen Sigurðardóttir vann um tveggja mánaða skeið við grein-
ingu á filmum í fórum safnsins og hefur nitrat- og asetat-filmum verið
komið fyrir í sérstökum skápum. Hún tölusetti einnig 10000 rnyndir úr
safni Morgunblaðsins og Sigurjón Baldur Hafsteinsson 9000 og var þeim
komið fyrir í sýrufríum umbúðum. Nokkrir félagar í Minjum og sögu,
stuðningsfélagi safnsins, unnu í sjálfboðavinnu við að ganga frá plötusafni
Péturs Brynjólfssonar, urn 5000 plötum. Einn þeirra, Guðný Svein-
björnsdóttir, gekk frá 9000 plötum og hafði um áramót einnig gengið frá
7000 plötum til viðbótar úr safni Jóns Kaldals. Er hún safninu einstæður
liðsmaður.
Margrét Eva Arnadóttir bókasafnsfræðinemi vann að einstaklingsverk-
efni í skráningu við myndadeildina og tölvuskráði um 150 myndir.
Myndadeild hélt sýningu í Bogasal á óþekktum myndum úr safni
Sambands ísl. samvinnufélaga, 28. marz-21. apríl og fengust nokkrar upp-
lýsingar. Þá stóð hún að myndasýningunni Dauðinn í íslenskum veruleika,
sem haldin var í samvinnu við Mokka þar í kaffihúsinu 3. -30. júní í
tengslum við listahátíð. Deildin veitti einnig ýmiss konar aðstoð vegna
sýningar á myndum Jóns Kaldals í Nýlistasafninu 24. ág. - 15. sept. Deild-
in léði ýningarefni á 70 ára afmælissýningu Ljósmyndarafélagsins í Gerð-
arsafni 16. nóv. - 15. des. Flutti Inga Lára erindi þar um Island í myndum
svo og um Suðudandsmyndir Sigfúsar Eymundssonar á málþingi í Skógum
4. maí, einnig framsöguerindi á málþingi um ljósmyndun og söfn í Gerðar-
safni 27. nóv.