Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 163
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS 1996.
167
Hörður Geirsson safnvörður við Minjasafnið á Akureyri var við deild-
ina í vikutíma í vinnuskiptum sem Félag ísl. safnmanna kom á.Vann hann
að skráningu mynda frá Akureyri og að tölvutengdum verkefnum.
Safnauki var einkum plötusafn Jóns Kaldals, frá árinu 1958 og til þess er
rekstri stofu hans var hætt, svo og stækkaðar myndir og tækjabúnaður
ljósmyndastofunnar, einnig plötu- og fdmusöfn frá ljósmyndastofum Lofts,
Gests Einarssonar, Guðmundar Erlendssonar, Sœmundar Guðmundssonar og
Jóns Dahlmanns, fúmusafn frá Birni M. Arnórssyni stórkaupmanni, mynda-
safn frá fréttastofu Sjónvarpsins, skyggnusafn frá ferðurn Heinrich Erkes
um Island er safninu var sent frá Köln og syrpa af myndum úr fórum Arna
G. Eylands ráðunautar.
Forvörzludeild.
Margrét Gísladóttir deildarstjóri forvarði á árinu eftirtalda gripi úr Þjóð-
minjasafni: Rekkjurefd (Þjms. 160), patínudúk (Þjms. 5595), vestisboðung
(Þjms. 4207), tvær ábreiður (Þjms. 1995-159,160) og patínudúk (Þjms.
1943). Þá hreinsaði hún og lagaði treyju frá safninu á Reykjum í Hrúta-
firði, klút úr Skógasafni og jjóra hökla ( kirkjum, Þingeyrarkirkju við Dýra-
fjörð, Svínavatnskirkju, Holtastaðakirkju og Flugumýrarkirkju. Einnig
merkti hún nýskráða textíla safnsins frá árunum 1994,1995 og 1996.
Margrét vann urn 3 mánaða skeið að undirbúningsvinnu við sýningar,
einkum silfursýninguna og leikfangasýninguna um jólin í Bogasal og lag-
aði til og gerði nýskipan í textílgeymslu.
Um haustið leiðbeindi hún um meðferð á kirkjuveftum á námskeiði
fyrir meðhjálpara og kirkjuverði á Löngumýri í Skagafirði. Þá vann hún
3 daga í Gerðarsafni í Kópavogi og lagaði veggteppi Barböru Arnason
fyrir sýningu. Hún sótti og ráðstefnu í Abbegg-Stiftung í Sviss um haust-
ið.
Halldóra Asgeirsdóttir vann í hlutastarfi, 50% og 70%, en í fullu starfi í
október. Hún lauk forvörzlu gripa úr Þórisárkumli í landi Eyrarteigs í
Skriðdal, annarra en járnhluta. Einnig tók hún til meðferðar muni frá
rannsóknum á Bessastöðum og forvarði tvær fjalir úr grafskrift frá Garðs-
kirkju í Kelduhverfi, hreinsaði alabastursbrík frá Reynistað sem send var á
Kalmarsýninguna svonefndu. Einnig frostþurrkaði hún gripi vegna sýn-
ingar í ByggðasafniVestmannaeyja.
Halldóra merkti safnauka áranna 1994, 1995 og 1996 sem skráðir voru
og gekk frá þeim í geymslunr. Einnig gekk hún frá safni Þorsteins Er-
lingssonar, Onnu Stephensens, munum Asu G. Wright, Listiðnaðarsafninu
og Norska safninu og kom þeim fyrir í geymslum. Auk þess tók hún út