Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 164
168
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Minjasafn Austurlands. - Þá sótti HaUdóra fund alþjóðasamtaka forvarða í
Kaupmannahöfn um forvörzlu forngripa.
Kristín H. Sigurðardóttir var í launalausu leyfi frá ársbyrjun til 15.
marz, einnig 1. okt. til 8. nóv. Hún forvarði gripi úr kumli að Hrólfsstöð-
unt á Jökuldal, kamb, hníf og bein. Þá afvatnaði hún fallbyssu úr skipsflaki
í Flatey á Breiðafirði, hreinsaði silfurgripi fyrir sýningu í Bogasal, hreins-
aði gamla altaristöflu frá Kirkjuvogskirkju, forvarði öxi frá rannsóknum
Kristjáns Eldjárns í Papey og sverð úr kumli á Ondverðarnesi svo og
bein frá rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit, hreinsaði og rústa-
kjallara á Bessastöðum. Þá forvarði hún fallbyssu fyrir Sjóminjasafnið á
Eyrarbakka og tvær fallbyssur sem fundust í fjöru í Grundarfirði, líklegast
kjölfesta úr skipum sem og hin úr Flatey.
Starfsmenn forvörzludeildar sömdu ítarlega skýrslu um deildina 1973-
1995.
Safnkennsla.
Sigurborg Hilmarsdóttir cand. mag. tók við starfi safnkennara af Sigrúnu
Astu Jónsdóttur svo sem fyrr er getið. - Alls sóttu 7282 nemendur safn-
kennslu, sem er ívið minna en áður. Skýrist það af mannaskiptum og eins
því að nú verða skólar sjálfir að kosta ferðir nemenda á safnið, en fýrr
hafði Fræðslumiðstöð Reykjavíkur greitt ferðirnar.
Bréf eru send öllum grunnskólum landsins og boðin safnkennsla. Boðin
voru tvö verkefni, Landnám Islands og Gunna á Hóli, og þáðu margir þau.
Öðrum hópum var veitt leiðsögn um safnið.
Sigrún Asta sótti ráðstefnu í Stokkhólmi 24.-26. apríl um Norræna
vitund, börn og söfn.
Bókasafn.
I bókasafninu eru nú um 12 þús. skráð bindi og varð ritauki á árinu 579
bindi, þar af voru 398 bindi skráð úr bókagjöf Fríðu Knudsen og Þor-
valdar Þórarinssonar, en nú er búið að skrá um fjórðung þess sern safnið
mun nýta sér. Vann Þuríður Friðjónsdóttir að nýskráningu ásamt teng-
ingu og afturvirkri skráningu bóka í Gegni frá því fýrir 1992. Talsverðu
af erlendum ritum og tímaritum, sem lítt eða ekki eru notuð, var komið
fýrir í geymslu vegna rúmleysis sem mjög háir nú bókasafninu. Er það
allillt þar sem safnið er sérhæft um norræna minjafræði.
Rit voru keypt fyrir um 250 þús. kr., en mikill hluti ritauka er sem
fyrr gjafa- og skiptarit, frá um 160 skiptafélögum fyrir Arbók fornleifafé-
lagsins og rit sem safnið gefur út.