Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 177
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1997
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í kennslustofu Þjóðminjasafns
fimmtudaginn 4. des. 1997 og hófst kl. 17.15. Fundinn sóttu um 27 manns.
Formaður félagsins, Þór Magnússon, setti fundinn, sem hann taldi vera 118. aðal-
fund frá upphafi. Formaður minntist þeirra félaga, sem látizt höfðu frá síðasta aðal-
fundi, en þeir voru: Baldur Jónsson, Garðabæ, Björn Þ. Jóhannesson, Reykjavík,
Einar Júlíusson, Kópavogi, Gísli Hjörleifsson, Unnarholtskoti, Gunnar Eggertson,
Kópavogi, Gunnar Markússon, Þorlákshöfn, Friðjón Skarphéðinsson, Reykjavík,
Halldór Sigurðsson frá Miðhúsum, Egilsstöðum, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson.Tjörn
í Svarfaðardal, Jón Bjarnason, Hátúni, Árskógsströnd, Jón Guðmundsson, Fjalli,
Arnessýslu,Torfi Hjartarson, Reykjavík, Þórunn Asgeirsdóttir, Reykjavík.
Formaður skýrði frá starfsemi félagsins, þ.á.m. frá útgáfu Arbókar. Hann greindi
einnig frá því að fram hefðu komið tilmæli frá þjóðminjaráði, að Hið ísl. fornleifa-
félag tæki til athugunar, hvort Þjóðminjasafnið gæti orðið aðili að útgáfu Árbókar,
sem væntanlega héti þá Árbók Hins ísl. fornleifafélags og Þjóðminjasafns Islands.
Formaður ræddi stuttlega kosti og galla þessa nýja fýrirkomulags og óskaði eftir áliti
félagsmanna. Mjöll Snæsdóttir, ritstjóri Árbókar, kvaðst sjá þá galla á þessari breyt-
ingu, að erfiðara kynni að verða að fá styrk til útgáfunnar, ef safnið væri aðili að
henni, og jafnframt yrði örðugara að fa menn utan safnsins til að skrifa í Árbókina.
Elsa E. Guðjónsson og Bjarni Einarsson tóku í sama streng, en Bjarni lagði til, að
safnið gæfi út sérstaka árbók. Formaður skýrði frá því að rætt hefði verið um á hús-
fundi safnsins að gefa út fréttabréf um starfsemi safnsins. Formaður sagði, að undir-
tektir fundarmanna undir tilmæli þjóðminjaráðs hvetti ekki til þess að máhnu yrði
haldið áfram.
Þessu næst gerði gjaldkeri félagsins, Mjöll Snædóttir, grein fyrir reikningum fé-
lagsins. Síðan gerði Mjöll, sem er ritstjóri Árbókar, grein fyrir efni næsta árgangs
bókarinnar.
Þá var gengið til stjórnarkjörs, og var stjórnin öll endurkjörin, en hana skipa Þór
Magnússon formaður, Elsa E. Guðjónsson, varaformaður, Mjöll Snæsdóttir gjald-
keri, Kristinn Magnússon varagjaldkeri, ÞórhallurVilmudarson skrifari, Guðmundur
Olafsson varaskrifari. Endurskoðendur voru einnig endurkjörnir, þeir Björn Líndal
og Höskuldur Jónsson.
Að lokum flutti Sigurður Bergsteinsson fornleifafræðingur erindi, sem hann
nefndi „Fundið kuml á Rauðasandi?" Sýndi hann myndir og kort til skýringar.
Niðurstaða fýrirlesara er, að á Þúfutanga á Rauðasandi sé unt kuml að ræða, en líkið
hafi verið flutt úr kumlinu. Fundarmenn þökkuðu fræðlegan fýrirlestur með
lófataki. Allmiklar umræður urðu um erindið og fram settar ýmsar dlgátur.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 18.47.