Víkverji - 04.09.1873, Síða 5
89
Vér játum, að vér höfum eigi íhugað mál
þetta svo fullkomlega, að vér með vissu get-
um sagt, hvorir mæla sannara. En hér er
einungis um að ræða nafnið tómt, og oss
mundi eigi miðr þykja, þó að stjórn vor léli
að óskum íslendinga ( þessu lítilfjörlega
máli til þess að styrkja bróðurband það, er
ætti að tengja ina víðfrægu fornættinga nor-
rænu þjóðanna við Danmörk».
Um stjórnarmál vort segir blaðið meðal
annars: « l’að er satt, að konungr vor árið
1848 hét íslendingum, að þeir skyldu fá
frjálsa stjórnarskipun, þá er fundr í landinu
sjálfu hefði sagt álit sitthér um. t’að er og
satt, að samkvæmt heitorði þessu var sljórn-
arskrár frumvarp, er íslendingum ómögulega
gat getist að lagt fyrir aiþingi 1851. Enn
fremr vitum vér, að stjórnin sendi, þá er
alþingi ræddi frumvarp þetta, herskip til
landsins og á því hér um bil 15—20 dáta;
er einungis gátu verið til að hlægja að,
og meðal annars fóru að reisa upp her-
virki, er á voru 4—6 fallbyssur, en engi
þeirra nokkuru neyt. l’á er fleiri alþingis-
menn mótmæltu stjórnar-frumvarpinu, var
þinginu slitið, fyrr en það hafði rætt frum-
varpið til lykta. Öll þessi aðferð var íhæstu
lagi vitlaus, en engum öðrum en þeim, er
þá sátn í stjórninni, verðr kent um heimsku
þessa; in danska þjóð getr enga ábyrgð
haft á henni. Danir höfðu þá annuð að
hugsa um. Þeir höfðu nvunnið sigr í ófriði
er hafði staðið í 3 ár, og margir rnenn höfðu
lálið líf sitt í; nú átti að biuda um sárin og
semja friðinn. Allir voru óvissir um, hvernig
þjóðinni mundi reiða af, og það má eigi telja
það vanrækt á skyldusemi, að þeir eigi sér-
lega hugðu að hag lítils „ríkis“, (þannig
kemst ið sænska blað að orði), er lá i mikl-
um fjarska frá Danmörku. Vér getum eigi
réttlætt stjórnina, er hún fleiri ár eptir inar
heimskulegu aðfarir sínar 1851, gerði eigi
neitt til þess að leiða stjórnarmál íslendinga
til lykta, en hún heíir þó síðar gert nokkr-
ar tilraunir hér til, og það frumvarp, er hún
lagði fyrir alþingi 1871, var svo frjálslegt,
sem framast mátti verða, og veitti íslending-
um alt það, er þeir sjálflr höfðu beðið um,
einkum með tilliti til þess, hvernig greina
átti milli sameiginlegra og sérstaklegra mála,
og áttu íslendingar að ráða öllu í eignum
málum sínum».
3. Grein þá, er vér gátum um hér næst
á undan, hefir þann blæ, að engin orsök er
til að efa, að ritstjórinn eðr einhver annar,
að öllu danskr maðr, hefir ritað hana.
Þar á móti færir «Degs Telegrafen»
lesöndum sfnum 10. f. m. grein eina, er
reyndar, eins og hin greinin, hlýtr að vera
rituð af manni, er eigi hefir í mörg ár komið
hingað til landsins, en sumt er það þó í
grein þessari, er bendir á, að maðrinn, þó
að hann sé danskr, hafi fengist nokkuð við
islensk mál og skilji svo mikið í islensku,
að hann geti lesið blöð vor, en hins vegar
er honum harla hætt við, að misskilja bæði
þau og annað.
Hann fræðir fyrst Dani um það, að Jón
Sigurðsson, alþingismaðr ísfirðinga, eigi hér
á landi flokk, er hælt er við að láta mikið
yfir sér, hóta mönnum illu að orsakalausu,
og þykjast meiri en aðrir menn, en þessi
flokkr er eigi íslenskr í rétlum skilningi þessa
orðs. Menn, er skilja fornsögur vorar, geti
hæglega séð þetta, og þeir mnnijafnvel kom-
ast að raun um, að Jón Sigurðsson sé eigi
ísiendingr, að minsta kosti er höfundrinn
kominn að þeirri niðrstöðu, að það, er Jón
Sigurðsson hefir skrifað, sé bæði óíslensku-
legt og ófrjálslegt (II). Um leið og höfundr-
inn setr fram þessa kenningu, er hann mun
eiga hægt með að fá Dani tii að dást að, en
sem er þess eðlis, að íslendingar með með-
alvitsmunum eiga hægt með að dæma um
hana án leiðbeiningar, fer hann nokkrum
orðum um Larsen háskólakennara, er ritaði í
mót tillögum í’jóðfundarins, en höfundrinn
hefir eigi heldr fundið hjá honum þann ís-
lenska anda, er hann hefir fyrir sér fundið
í Höfn; þó segir hann, að rit Larsens sé samið
með skarpleika og lærdómi miklum sjálfsagt
meira, en Jón hefir sýnt í riti sínu gegn Lar-
sen, er sjálfsagt er bæði óíslenskulegra og
ófrjálslegra en ritLarsens! jþar sem það, er
fram hefir komið frá Jóni Sigurðssyni, hafi
verið ófrjálslegt og óíslenskulegt, segir höf-
undrinn framvegis, hafi Jón verið mótdrægr
öllura samgöngum á meðal Dana og íslend-
inga, og örðugt sé því að skilja, hví hann
mótmælti þeim, er á t’ingvallafundinum vildu
eigi hafa önnur sameiginleg mál við Dani,