Alþýðublaðið - 27.03.1960, Page 4

Alþýðublaðið - 27.03.1960, Page 4
Bændur og aðrir væntanilegir kaupendur dráttar- véla á þessu ái'i eru beðnir að athuga, að ZETOR dráttarvéiin er langódýrasta fáanlega dráttarvélin á markaðinum og þá ekki sízt núna eftir efnahagsráð- stafanknar. ZETOR 15 A kosiar nú um Kr. (6000,oo Innifalið f þessu verði er vökvalyfta, rafmagnsútbún-, aður, verkfæri, varahlutir. Þeir, sem gert hafa pantanir hjá okkur eru beðnir að athuga, að við munurn afgreiða þessa dagana ZETOR 25 A dráttarvélar og eru því beðn/r að hafa strax samband við okkur eða umboðsmenu okkar. EVEREST TRADING COMPANY Garðastræti 4. — Sími 10969. Ingólfs-Café GömSu dansarnir í kvöld kl. 9, Dansstjóri: Þórir Sigurbjömsson. Ásadans verður kl. 12. Ókeypis fyrir 10 fyrstu pörin. Aðgöngumiðasala frá kl. 8, sími 12826. Ath. Dansað í síðdegiskaffitímanum í dag. Diskó kvintettinn leikur. Ingólfs Café. Auglýsingasíml Alþýð u blað sins Benedikt Gröndal skrifar er 14990 HEL sú að grípa ekki til þess ráðs, þótt ráðherrar: allra flokka virtust reioubúnir til þess. ÞAÐ getur faiið svo, að ríkisstjórnin þurfi í þessari viku að fást við mestu próf- raun sína til þessa, Yfirmenn á togurunum hafa boðað til verkfalls, sem hefjast mun á miðvikudag, ef ekki gerast ó- vænt tíðindi. Sáttasemjari hefur gert ít.ustu tiliaunir til samkomulags, en þær höfðu ekki borið árangur, þegar þetta var skrifað. Ríkisstjórnin hefur sam- kvæmt yfirlýstri stefnu sinni ekki skipt sér af deil- unni. Komi hins vegar til verkfalls, er deilan farin að hafa víðtækar afleiðingar — stöðvun stórvirkustu fram- leiðslutækja þjóðarinnar. Hvað gerir stjórnin þá? Læt- ur hún togaraflotann liggja bundinn í höfn, eða gerir hÚn einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja slíkt, og þá hverjar? Ástæðan til þess, að þetta er kölluð mesta prófraun rík- isstjórnarinnar, er fersk end- urminning frá vinstristjórn- inni. Snemma í tíð þeirrar stjórnar skail á verkfall flug- manna, sem eru fámenn stétt og mjög hátt launuð á íslenzk- an mælikvarða, hvað sem líð- ur flugmannalaunum erlend- is. Vinstristjórnin leysti þessa deilu með því að veita flug- mönnunum veruleg hlunn- indi í gj aldeyri. Er það sam- hljóða dómur fjölmargra, sem studdu þá stjórn og vildu henni vel, að þarmeð hafi hún gert örlagaríkustu skissu sína. Fleiri stéttir komu á eftir flugmönnum og það var ógerningur fyrir stjórnina að neita þeim um nokkrar kjara- bætur, þegar búið var að láta undan flugmönnunum. Þar- með var vinstristjórninni gert ókleift að framkvæma stöðvunarstefnu svo, að efna- hagsmálin héldust í böndum. Þarna hófst skriða, sem fór vaxandi, unz hún varð vinstri stjórninni að falli. Ýmsir eru þeirrar skoðun- ar, að vinstristjórnin sæti ennþá, ef hún hefði tekið í taumána í stað þess að láta undan í flugmannaverkfall- inu. Eftir það hafði stjórnin sjaldan vinnufrið, og það er opinbert leyndarmál, að stjórnarflokkarnir voru komn ir á fremsta hlunn með að taka upp harðari stefnu gegn veikföllunum. Hannibal Valdi marsson lét, sem félagsmála- ráðherra, undirbúa fvrir stjórnina löggjöf í þeim til- gangi, en niðurstaðan varð þó ☆ Emilíy. Annað dæmi er til frá síð- asta ári, þar sem ríkisstjórn sýndi íullkomna festu. Það var prentaraverkfallið í fyrra vor. Ríkisstjórn Emils Jóns- sonar tilkynnti, að prent- smiðjurnar mundu ekki fá að hækka verðlag á þjónustu sinni og yrðu að taka á sig sjálfar hækkun, sem kynni að verða veitt þrenturunum. Og svo fór, að prentararnir íengu nokkra hækkun, sem smiðj- urnar tóku á sig. 'Verkfallið og lausn deilunnar hafði bví engin áhrif á verðlag í land- inu. Það er enginn efi á því, að endalok þessa verkfalls urðu til þess, að kommúnistum tókst ekki, hversu mjög sem þeir vildu að koma af stað alvarlegum vinnudeilum út árið í fyrra. Þrátt fyrir allt tal þeirra um kjaraskerðingu af ráðstöfunum stjórnar Em- ils, fundu þeir aldrei grund- vöill til slíkra aðg&rða hjá fólkinu. Það er vissulega rétt, að yfirmenn togaraflotans hafa sýnt langlundargeð í baráttu sinni. Þeir hafa a.m.k. tví- vegis látið undan óskum ráð herra um að fresta málinu. En nú hefur skiptaverð til togarasjómanna verið leið- rétt til samræmis við báta- sjómenn og þeir fá þar sjálf- krafa allmikla hækkun, enda til þess ætlazt í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, að áhafn- ir togaranna fengju það. Hér er um að ræða stéttir yfir- manna, sem hafa frá rúm- lega 100 000 krónum upp yfir 200 000 í árstekjur, svo að varla verður almenn sam- úð með verkfalli þeirra á sama tíma. sem þrengt er að öðrum stéttum. & Eelen Ísleiidiiigpr. Um þessar mundir eru all- maigir menn hér á landi að lesa endurminningar Antony Eden, fyrrum utanríkis- og síðast forsætisráðherra Breta, þar sem nokkuð upplag þeirr- ar bókar hefur verið selt í Reykjavík. Eden er að vísu ekki litrík persóna og hann sér ekki menn og viðburði í því glampandi ljósi, sem mað- ur eins og Churrhill lýsir í bókum sínum. Þó er þetta stórfróðlegt rit og fræðandi um heimsmál síðustu ára. Þetta vekur þá hugsun, hvers vegna íslenzkir stjórn- málamenn skrifa aldrei end-i urminningar sínar úr lífi ís- lenzkra stjórnmála. Hér á landi eru skrifuð mikil kynst-« ur og gefin út —- meira en góðu hófi gegnii', að því er sumum finnst. Hér kemur mikið út af endurminninguxn1 manna úr atvinnulífinu, sem þó rnunu fæstir fá nöfn sínl skráð í sögu þjóðarinnar. En hinir „stóru“, þeir sem stýrt hafa málum landsins og þekkja samtíðarsöguna bezt, láta ekki frá sér heyra. Hvílíkur fengur væri ekkl að fá æviminningar, þó ekki væru nema nokkrar greinar, frá mönnum eins og Stefáni1 Jóhann, Pétri Ottesen, Bryn- jólfi Bjarnasyni, Steingrími Steinþórssyni, Haraldi Guð- mundssyni, Jóhanni Þ. Jósefs- syni, Bernharð Stefánssyni og mörgum fleiri? Jón Krabbe hefur skrifað sína bók, og hún er almennt talin hinn mesti fengur. Hann hikaði ekki við að segja — kurteislega þó — skoðanir sínar á sjálfum konungi lands ins, og það er mikils virði fyr- ir sögu landsins, að þær skoð- anir eru til á prenti. Nokkur blaðaskrif hafa orðið út af bókinni, og sakar það vissu- lega ekki. Þar koma fram önn, ur sjónarmið á því, sem um var skrifað, og það er viðbót- arfengur. Það væri óskandi, að hinir rosknari sfjórnmálamenn okk ar breyttu viðhorfi sínu, hristu af sér ótta við sannleik- ann um sjálfa sig og aðra, og færðu þjóðinni þær stórgjaf- ir að skrifa endurminningar sínar. Nýjar kynslóðir þurfa að læra af þeim eldri. Þjóð- inni er sannarlega þörf á aukn um stj órnmálalegum þroska, og endurminningar merkustu manna hennar mundu stuðla að slíkum þroska, Það er sérstök ástæða til að biðja þessarar bónar nú, því síðasti mannsaldur er einhver hinn sögulegasti, sem íslenzka þjóðin hefur uþplifað. N æ í o fyrir hurðir og , glugga. fk * fmdmdmœeníJ BIYKJAVÍH 27. marz 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.