Alþýðublaðið - 27.03.1960, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 27.03.1960, Qupperneq 7
voru veiddir af Akranesháfum um síðustu helgi. Af Ibeim reyndust aðeins 7.862 hæfir til frystingar. Hvað olli? Sjá frétt á 3. síðu. svona þorskar Mac-millan í Keflavík Framhald af 1. síðu. ar hafði verið hrundið upp, birt ist Macmillan sjálfur, fyrstur allra farþeganna. Hvasst var í veðri og hár forsætisráðherr- ans flaksaðist til í rokinu. Mac- millan var hress í bragði og gekk brosandi niður landgöngu brúna. Þar heilsuðu honum fyrst, þeir Bjarni Guðmunds- son, Tómas Tómasson og brezki ambassadorinn. Með Macmill- an var Sir. William Penney, ráðgjafi brezku ríkisstjórnar- innar í kjarnorkumálum, full- trúar úr brezka utanríkisráðu- neytinu, hraðritarar og fleira fylgdarfólk. VODKA ÞAÐ EINA, SEM DREKKANDI ER. Ljósmyndarar Reykjavíkur- blaðanna og blaðamenn hópuð- ust aS forsætisróðherranum, er hann gekk inn í flugvallarhót- elið. En Macmillan kvaðst ekk- ert hafa að segja, og ekki vilja svara spurningum blaðamanna. Er inn í flugvallarhótelið kom, var Macmillan boðið upp á vodka og um leið lýsti hann því yfir, að vodka væri eini drykkurinn, sem drekkandi væri. Forsætisráðherrann var hinn hressasti, kveikti sér í pípu og gekk um gólf um ieið og hann ræddi við Bjarna Guð- mundsson, Tómas Tómasson og brezka ambassadorinn. Sir Vill- iam Penney var oftast nær- staddur og Macmillan kynnti hann brosandi sem mesta mann í heimi. Macmillan er fremur hár maður vexti, myndarlegur á að sjá. Hár hans er mjög tekið að grána, enda er hann nú orðinn 66 ára, en hann er fæddur 10. febrúar 1894. HÖRÐ HRÍÐ BLAÐAMANNA Blaðamenn og Ijósmyndarar gérðu nýja hríð að Macmillan og forsætisráðherrann spurði brosandi', hvaða fólk þetta væri eiginlega. Honum var sagt, að iþarna væru fulitrúar Reykjavíkurblaðanna á ferð og vildu gjarnan spjalía lítil- lega við hann. „Hvað eru blöð in í Reykjavík eiginlega mörg?“ spurði' forsætisráð- herra. Aðeins 5, var svarið. Þá stóð Macmillan á fætur og ' kvaðst vilja segja nokkur orð við blaðamennina. Forsætiráðherrann sagði: Ég hef í rauninni ekkert að segja. Ég er mjög þakkláttír fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að komia hérna við að degi til (áður hefur hann komið við í Keflavík að næturlagi) og þakka ágætar móttökur full- trúa ríkisstjórnarinniar. Ég er á leið til Washington til við- ræðna við ráðamenn þar. Ég óska ykkur alls hins bezta. Fleiri voru orð Macmillans við blaðamennina ekki. Er það skiljanlegt, að forsætisráðherr- ann haifi' ekki viljað ræða mikið för sína til Washington, svo geysimikilvæg sem hún er. För- in er farin í skyndingu og stend; ur vafalaust í beinu sambandi' við síðustu tillögur Rússa á af- vopnunarráðstefnunni. LÍKAÐI VEL VIÐ EGIL STERKA Macmillan var nú boðið upp á glas af Agli sterka, islenzka bjórnum. Lét Macmillan vel af bjórnum. Hélt hann að vísu * . M . * - fyrst að hann vaefi danskur, en hanum var tjáð, að hér væri' um íslenzka framleiðslu að ræða, að vísu aðeips fyrir útlendinga. Rétt fyrir kl. 1 fór Macmill- an að 'hugsa sér til hreylfings. Á leiði'nni út kom hann við í minjagripasölu Ferðaskrifstofu ríkisins og skoðaði þar gæru- skinn og sttihvað flei'ra. Að lok um fékk hann nokur or af Rvík. Var nú haldið út í flugvélina. Macmillan þakkaði ágætar mót- tökur, kvaddi viðstadda og hélt brosandi um borð. Hann sneri' sér við í dyrunum og veifaði brosandi til allra viðstaddra. Leiðréliiitg Þau leiðu mistök urðu hér í blaðinu í gær, að röng fyri'rsögn var sett á grein Símonar Guð- jóhssonar, eins og raunar ligg- ur í augum uppi, þegar greinin er lesin. Fyrirsögni'n átti að vera: „Svar til Jóns frá Pálm- hó3ti.“ Aiþýðublaðið harmar þessi mistök. ' iiiiiiiiiitiiiiiiiiiin > eii ii i ii iiii iiiii iiiim íim iiiiii tvwii i iiii ii Kaupið AlþýðublaBIB iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiin F JÁRMÁLARÁÐUNEYl IS> hefur ákveðið að falla frá fyr- irframgreiðslu upp í skatta og’ önnur þinggjöld ársins 1960, sbr. reglugerð nr. 103/1957, vegna þeirra breytinga, sem. væntanlegar eru á tekjuskatts- greiðslum. Hefst fyrirframinn- heimtan því ekki fyrr en 1. maí n. k. (Fjármálaráðuneytið, 25. marz 1960). FIMMTUGUR er í dag Eyj- ólfur Guðmundsson kennari, Tunguveg 2, Hafnarfirði. Alþýðublaðið — 27. marz 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.