Alþýðublaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 27.03.1960, Blaðsíða 14
Skuggi Kínverja Framhald af 16. síðu. Þegar er margt, sem bendir til þess að óéining sé með Bússum og Kínverjum og sú óeining mun fara vaxandi. Hún er nú rétt undir yfir- borðinu. í Mongólíu fara á- hrif Kússa stöðugt minnkandi jafnframt því, sem áhrif Pek- ing vaxa. Kínverjar flytja æ meira í norðurhéruð landsins og munu í framtíðinni flytj- ast inn á sléttur Síberíu. Hugmyndin um tvö stór- veldi, Bandaríkin og Sovét- ríkin, sem stjórna heiminum, er úr sögunni. Þriðja veldið, Kína, er komið fram 'á sjón- arsviðið, búið kjarnorkuvopn- um, (annaðhvort frá Rússum eða trúlegar framleidd í land- inu sjálfu), og með eigin ut- anríkispólitík, óliáða öðrum. Salisbury segir, að mesta glappaskot Trumans og Ache- sons hafi verið að viðurkenna ekki kommúnistastjórnina í Kína á sínum tíma. Hann tel- ur, að nú sé það of seint og mundi sennilega kosta að For- mósa félli Peking í hendur. Salisbury leggur til, að Bandaríkin og önnur vestræn ríki nái samkomulagi við Sov- étstjórnina nú þegar því búast megi við að eftirmenn Krú- stjovs verði ekki eins þægi- legir viðfangs né samvinnu- þýðir og hann er á yfirborð- inu. Samningur þessi verður að innihalda ýmsar tilslakan- ir af beggja hálfu. Vestur- veldin Verða að samþykkja stau quo í Austur-Evrópu og LAWTON Frh. af 11. síðu. verða það fullljóst, hversu kroppsveiflan hefur mikið gildi í hraðri sókn. Ef þér sýnis svo, getur þú þjálfað þetta atriði einn. Það er ekki nauðsynlegt að hafa ann an með sér við þjálfun allra æf- inga, Þú getur staðæffkroppsveifl- una, með eða án knattar, með því að sveigja boli'nn um mjaðm irnar frá einni hlið til annarrar —- en gættu vel að jafnvæginu. auk þess fækkun í herliði í Mið-Evrópu. Salisbury. telur, að bæði innanríkis- og utanríkisstefna Krústjovs eigi harða andstæð- inga í Sovétríkjunum, og að- eins sigur stefnu hans geti komið í veg fyrir að vofa stalinismans gangi aftur í allri sinni ógn. Hann segist hafa orðið undrandi yfir því hversu skoðanir Rússa og Bandaríkja manna voru svipaðar varð- andi Peking er hann hitti rúss nesku sendiráðsstarfsmennina í Ulan Bator, höfuðborg Ytri- Mongólíu. Þeir óttast Kína og drógu enga dul á þann ótta sinn í viðtölum við Salisbury. 172 flýja Framhald af 13. síðu. um og fjölskyldur þeirra gerðu sér aftur á móti vonir um að geta setzt að í Hue eða Saigon, þar sem þeir áttu vini og skyldfólk. Flóttamannastraumurinn frá norður Vietnam hófst árið 1954, þegar 'Vietnam var skipt í tvennt og kommúnistar tóku við stjórn norðurhlutans. Átta fyrstu mánuði þessa tímabils flúðu allt að því ein miiljón Vietnambúa og Kínverja og eru varla dæmi slíkra fjölda- flutninga nú á seinni tímum. Allt þetta fólk hefur nú setzt að í suðurhluta landsins og er mikil stoð að því í efnahags- legri uppbyggingu landsins. Talið er, að af 15 miiljón íbúum norður Vietnam séu um 60 þúsund Kínverjar. Flestir þeirra hafa búið í Viet- nam allt sitt líf, en halda þó enn við kínverskri arfleifð sinni og venjum. Reiknað er með, að 25 til 27 þúsund Kín- verjar séu í hópi þeirra flótta- manna, sem fiúið hafa að norð an og setzt að í suður Viet- nam. Hjartkær koman mín, GUDRUN JÓNASSON, fædd GEISLER, frá Danmörku, andaðist 25. marz. Ársæll Jónasson. Systir mín og fóstursystir. HALLA RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, frá Smiðjuhóli, andaðist í Sjúkrahúsi HvítábandsinS að kvöldi Í5. þessa m^ánaðar. Fyrir hönd systra hennar. Sigríður Jónjddóttir. Þorstejnn Sveirþson. 3_4'27. marz 1930 - Alþýðublaðið Gnægð fiskjar Framhald af 3. síðu. mennina til að halda sér í bátunum þeim fiski, sem fyr- irsjáanlegt er, að óhæfur er til vinnslu og al'ls ekki' manna matur. 5. Tæki öll til löndunar fisksins og flutnings til vinnslustöðv- anna eru vi'ð það eitt miðuð að losa veiðiskipin á sem allra skemmstum tíma án tillits til þess hnjasks, sem fiskurinn kann að verða fyri'r. 6. Oft verður dráttur á, að byrj- að sé að verka aflann þegar hann berst á land. Á meðan er fiskurinn víða geymdur við ófullnægjandi skilyrði. 7. Langt er frá, að margt af því fólki, sem í fiskverkunar- stöðvunum vinbur, geri sér grein fyrir því, að það starfar við framleiðslu matvæla, en ekki fóðurvöru fyrir búpen- ing. Er það kannski ekki' að undra, því ekki hefur ríkis- valdið séð ástæðu til að upp- fræða þá, sem að þessum- störfum vinna, um neitt það, er varðar meðferð þessarar helztu útflutningsvöru vorr- ar. Það má öllufn ljóst vera, að vi'ð svo búið getur ekki lengur staðið. Eitthvað verður að gera til að fiskiðnaðurinn og þar með sjávarútvegurinn gfeti sinnt sínu þýðingarmikla hlutverki í þj óðarbúskapnum. Sölusamtök fiskframleiðenda hafa á undanförnum árum bar- izt fyrir því, að upp yrði tekið strangt ferskfiskmat og vinnslu mat á fiski, og að gerður væri verðmunur á hinum ýmsu gæða f'Iokkum hráefnisins. í vor mun væntanlega lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um ferskfi'ski- mat og eru miklar vonir við það bundnar. Það eru því eindregin tilmæli | vor, að alli'r þeir, sem vinna við öfilun og verkun fisks, leggi sig fram um að skapa sem mest vérðmæti og bezta vöru úr því hráefni, sem aflað er. Það er ekki nóg að vernda fiskstofana vi'ð strendur lands- ins til þess eins að geta veitt svo gegndarlaust af þeim, að ekki sé hægt að koma aflan^m óskemmdum í vinnslu, þótt stutt sé sót't. Er þá til lítils öll barátta fyrir aukinni fiskveiði'- landhelgi. Æskulýðsráð Reykjavíkur. Tómstunda og félagsiðja: Sunnudaginn 27. marz 1960: Lindargata 50: Kl. 10.30 f. h.: Sunnudagaskóli Hallgríms- kirkju. Austurbæjarskóli: kl. 4 e. h.: Kvikmyndaklúbbur. Mánudaginn 28. marz 1960: Lindargata 50: Kl. 7.30 e, h.: Ljósmyndaiðja. Málm- og raf magnsvinna. Bast- og tága- vinna. ÍR-húsið: Kl. 7.30 e. h.: Bast- og tágavinna. Háagerð- isskóli: Kl. 8 e. h.: Bast- og tágavinna. Víkingsheimilið: Kl. 7.30 e. h.: Taflklúbbur. Laugardalur (íþróttahús- næði): KI. 5.15, 7 og 8.30 e. h. Sjóvinna. laugardagur Veðrlð: Hvasst, gengur í sunnan átt og lægir. Slysavarðstofan er opín all an sólarhringinn. Læknavörð ur LR fyrri vitjanir er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. -o- NÆTURVARZLU vikuna 25. —1. apríl hefur Vesturbæj- ar Apótek, Melhaga 20-22. -o- o--------------------o Gengið: 1 sterlingspund .... 106,84 1 Bandaríkjadollar . 38,10 100 danskar krónur 550,95 o--------------------o „Kardemommubærinn“, 33. sýning. í dag verður „Karde- mommubærinn" sýndur kl. 3 og kl. 6 í Þjóðleikhúsinu. Um 22 þúsund manns hafa nú séð sýninguna og hefur verið upp selt á allar sýningar. Má því segja að þetta vinsæla leikrit hafi slegið öll met hvað að- sókn snertir. Leikurinn verð- ur sýndur næst á fimmudag kl. 7. Myndin er af Emilíu Jónasdóttur í hlutverki hinn- ar orðhvötu „Soffíu frænku“, en frú Emilía hefur hlotið mjög mikið lof fyrir túlkun sína í þessu hlutverki. -o- Skipadeild SÍS. Hvassafell er á Sauðárkróki. Arn arfell kemur í dag til Reyðarfjarðar. Jö-kulfell kemur á morgun til New York. Dísarfell losar á Aust- fjörðum. Litlafell er á leið til Faxaflóa frá Norðurlandi. Helgafell fer á morgun frá Rieme til Rvíkur. Hamrafell fór frá Aruba 22. þ. m. til ís- lands. Jöklar. Drangajökull er í Fredrik- stad. Langjökull átti að fara frá Halden í gær. Vatnajökull er í Reykjavík. Hafskip. Laxá er í Reykjavík. Millilandaflug: Sólfaxi er vænt anlegur til Rvík ur kl. 18 í dag f Í.;:fv..-Íi§ frá Hamborg, ®>- :v" ij; Khöfn og Osló. 'lGullfaxi fer til fyrramálið. Inn- anlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyr- ar, Hornafjarðar og Vest- mannaeyja. Loftleiðir. Hekla er væntanleg kl. 7.15 frá New York. Fer til Osló, Gautaborgar, Khafnar og Hamborgar kl. 8.45. Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 22.30 frá Amsterdam og Glas- gow. Fer til New York kl. 24. -o- 9.35 Morguntón- leikar. 11 Messa í Hallgrímsk. 13.15 Erindi: Um heimspeki Alfreds North Whiteheads, IV. og síðasta erindi (Gunnar Ragn- arsson). 14 Mið- degistónleikar. 15.30 Kaffitím- inn. 16.30 End- urtekið efni: Tónlistarpistill frá Vínarborg. 17.30 Barnatími. 18.30 Hljóm plötusafnið. 20.20 Tónleikar. 20.55 Spurt og spjallað. 22.05 Danslög. Mánudagur: 8—10 Morgunútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur. 18.30 Tónlist- artími barnanna. 20.30 Sænsk kórlög. 21 Verzlunarþættir II Upphaf verzlunar á Stokks- eyri og Stokkseyrarfélagið (Guðni Jónsson prófessor). 21.30 íslenzk tónlist: Lög eft- ir Ólaf Þorgrímsson. 21.40 Um daginn og veginn (Thor Vilhjálmsson rithöfundur). 22 Passíusálmur (36). 22.20 íslenzkt mál. 22.35 Kamrner- tónleikar. -o- LAUSN HEILABRJÓTS:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.