Alþýðublaðið - 27.03.1960, Page 15

Alþýðublaðið - 27.03.1960, Page 15
að önnur eins stúlka og þú getur fundið vin'nu hvenær sem er. En ég get ekki skilið hvernig þú nennir að sitja við skrifborð frá tíu til fimm á hverjum degi, þegar ég vil giftast þér!“ . Cherry andvarpaði. „Eg hef svo oft sagt þér hvers vegna, Andrew.“ Hún heyrði hann stynja í símann. „Já, það hefur þú, satt er það .... oft og mörgum sinnum. Þú elskar annan.“ Cherry dró andann djúþt, „Eg elskaði annan,“ leiðrétti hún hann. „Áttu við að þú sért hætt að elska hann?“ Hún heyrði hve rödd hans varð áköf og vongóð og hjarta hennar varð þungt sem blý. Það breytti engu um tilfinningar hennar til Andrew og Jeremy elsk- aði aðra og var hættur að elska hana. Og eiginlega hafði hún ekki átt við að hún væri Carol Gayne unni. Hún kímdi, þegar hún gekk til dyra. Stundvísi var ekki ein höfuðdyggð And- rews. Mjög oft þurfti hún að bíða hans, en þegar hann Kom hafði hann alltaf afsökun á reiðum höndum og útskýring- ar hans voru 'svo skemmtileg- ar, að hún fyrirgaf honum alltaf. „Ó, Andrew, en hvað þær eru fallegar,“ sagði' hún, þeg- ar hann rétti henni stóran rósavönd. „Én þú hefðir ekki kvöldin, sem þú áttir ekki að hitta Jeremy.“ „Eg gerði það alls ekki, — Andrew!“ „O, jú, það gerðir þú,“ sagði hann brosandi. „En það skipt- ir engu máli. Hvað ætlarðu að gera á morgun? Eg verð á vakt, en ég á frí klukkan sex. Eigum við að hittast þá?“ „Það get ég ekki, ég fer til Bournemouth á morgun, ég ætla að vera heima hjá mér í nokkra daga.“ Afidrew varð langleitur. „Skrattinn sjálfur! Og hvað á ég að gera meðan þú ert ekki í London?“ „Þú lifir það víst af.“ „Það geri ég ekki, ég tærist upp af þrá. Hvað verðurðu lengi?“ „Bara eina viku. Beryl fer líka í frí í viku vegna þess að systir hennar ætlar að gifta sig á miðvikudaginn. Beryl taldi mig satt að segja á það ins. En ég verð að fara á morg- un, Andrew. Eg hringdi í mömmu og sagði henni að ég kæmi þá.“ Cherry vildi fara snemma heim, því hún var þreytt og ætlaði snemma á fætur næsta dag. Hún vissi að Andrew vissi ekkert verra en að fara snemma heim, þegar hann var úti að skemmta sér, en þetta kvöld mótmælti hann ekki. Það var auðséð að hann hugsáði aðeins um velferð hennar. Og þegar hún háfði boðið honum góða nótt og lok að hurðinni, datt henni í hug að í raun og veru þætti henni mjög vænt um hann. „Er það? Það er einkenni- legt, því ég hef það svo gott.“ Frú Blake efaðist um það. Og hún hafði sagt það við manninn sinn kvöldið s'em Cherry hringdi. Hún efaðist virkilega um að Oherry væri hamingjusöm. Engin ung, 23 hætt að elska Jeremy, þó hún hefði viljað að svo væri. „Hjartað mitt,“ sagði And- rew. „Við skulum borða sam- an í kvöld og þú getur sagt mér hvað hefur komið fvrir.“ Cherry hikaði. „Eg býst ekki við, að ég sé neitt sér- lega skemmtileg, Andrew.“ „Vitleysa.11 „Það er satt. Eg .... ég er frekar niðurdregin núna.“ Andrew sagði með mikilli tilfinningu að hún gæti verið eins niðurdregin og hana lang aði til, hann hefði tvær breiðar axlir til að gráta við og hann ætti marga stóra vasaklúta. „Eg býst við að þú hafir rifist við meðbiðil minn,“ — bætti hann við. Cherry greip andann á lofti. Rifist var eiginlega ekki rétta orðið. Meðbiðill hans hafði blátt áfram snúið við henni bakinu vegna stúlku, sem hún hafði ekki haft hug- mynd um að væri til. „Allt í lagi,.“ sagði hann. — „Eg skil vel að big langi ekki til að tala um það í tímann. Eg skal sækia bif? klukkan sex. Lofarðu mér að varpa þér ekki fyrir sporvagn fvrir þann tíma?“ „Já, það er mé^ víst óhætt að segja, ég er ekki af þeirri manngerð, sem fremur sjálfs- morð.“ Einhvern vevinn leið dag- urinn og á mínútunni sex hringdi Andmw dyraþjöll- átt að kaupa blóm handa mér.“ „Vitleysa,“ kallaði And- rew, sem ekkert vildi fremur en eyða peningum. Cherry hafði oftar en einu sinni orð- ið dauðskelfd, þegar hún sá hvernig hann fór með pen- inga. Og það var ein af ástæð- unum fyrir því, að hún vissi að hún myndi aldrei giftast honum. Hann hafði enga á- byrgðartilfinningu. En hann var mjög indæll og gjafmildur og þetta kvöld var hann ó- venjulega góður og blíður. -—- Hún sagði honum hreinskiln- islega allt, sem skeð hafði, þegar þau sátu skömmu seinna og borðuðu á ítölsku veit- ingahúsi, sem þau fóru oft á. „Maðurinn er geggjaður,“ sagði Andrew móðgaður. „Að hætta við stúlku eins og þig .. hann veit ekki hve heppinn hann var að fá að tala við þig! Elsku vina mín, taktu þetta ekki nærri þér. Þú hefur þó alltaf mig!“ „Eg veit ekki hvað ég hefði gert, ef ég' hefði ekki haft þig,“ sagði Cherry titrandi. — „Þú ert balsam á sært stolt mitt “ „Er það, elskan mín?“ and- varpaði Andrew. „Eg er feg- inn að geta gert eitthvað fyr- ir þig. Eg vona að ég fái oftar tækifæri til að hitta þig núna. Eg verð að viðurkenna að ég var hálfmóðgaður vegna þess að þú lést mig fá leifarnar, að fara svo ég ekki væri ein í íbúðinni.“ „Já, er það ekki það, sem ég hef alltaf sagt, Beryl er óþol- andi!“ „Andrew, ekki segja þetta!“ Andrew þrosti. „Allt í lagi, þá tek ég það aftur. Það er sennilega rétt, að þú hefur gott af því að fara heim dá- lítinn tíma, Hvenær hefurðu hugsað þér að fá þér eitthvað að gera?“ „Ég geri ekkert í því fyrr en ég kem heim aftur. Eins 'og þú sagðir í símann í morg- un, þá ætti ekki að verða erf- itt að fá eitthvað að gera“. an heim?“ „Yitanlega ekki. En heyrðu mig, þarftu að fara á morg- un? Eg á frí á mánudaginn og ég gæti ekið þér heim í Susy.‘ Cherry brast í hlátur. „Kæmumst við einhvern tím- ann heim?“ „Susy“ yrði mjög móðguð, ef hún heyrði þetta,“ sagði Andrew virðulega. „Hún er einmitt búin að vera í viðgerð og nú finnst henni hún vera kappakstursbíll.“ „Susy“ var Austin bíll frá því fyrir stríð og stolt And- rews. Hann hafði málað hana skærgula og Cherry efaðist alltaf um að þau kæmust á leiðarenda, þegar þau fóru eitthvað í „Susy.“ „Elsku gamla „Susy,“ sagði hún. „Eg vildi ekki móðga hana fyrir öll auðæfi heims- ára stúlka, átti að hafa svona dökka bauga undir augunum. Judy stakk hendinni und- ir handlegg Cherry og þær gengu yfir brautarpallinn. „Ó, Cherry, en hvað það var skemmtilegt að þú skyld- ir ákveða að koma heim,“ kallaði hún. Faðir hennar gekk við hina hlið hennar og hann sagði það sama. Herra Blake var þekktur lögfræð- ingur á miðjum fimmtugs aldri og hann óskaði þess nú eins og svo oft áður, að Cherry hefði ekki farið til London til >að fá sér vinnu. Hann hefði heldur viljað að :hún fengi sér vinnu í ná- grenninu og héldi áfram að búa heima. „Fékkstu frí í vinnunni?“ spurði Judy, þegar þær voru setztar inn í bílinn. „Nei, ég er ekki að vinna.“ „Áttu við að þú vinnir ekki lengur hjá herra Jackson?‘‘ spurði frú Blake. „Passar! Eg sagði upp, ég kunni ekki við mig hjá hon- um.“ „Nei, mér fannst það,“ — sagði móðir ‘hennar. „Það skein í gegn í bréfum þín- um. „Eg er a. m. k. feginn áð þú ákvaðst að koma heim áð- Ur en þú fórst að vinna ann- ars staðar,“ sagði faðir henn- ar hjartanlega. „Verðurðu lengi hérnia?“ spurði Judy áböf. „Nei, sagði mamma þér það ekki? Eg fer til Devon til Beryl á fimmtudaginn og verð þar út vikuna“. Judy varð langleit af von- forigðum. ,,Ó, Cherry, gaztu ekki verið lengur heima?“ — Cherry hefði helzt viljað það sama sjálf, en nú var allt ákveðið og hún vissi að Beryl lángaði til að hún heilsaði upp á foreldra sína svo það var ekkert við því að gera. Og auk þess — þó að það væri nú dásamlegt að vera komin aftur heim — þá var hún eitthváð svo eirðarlaus og óhamingjusöm, þegar hún sat inni í stofu hjá foreldr- um sínum um kvöldið. Og hún vissi vel hvers vegna. Jeremy hafði sært hana svo djúpt, að um stund fann hún hvorki frið né fró neins stað- ar. Það var um að gera áð tíminn liði sem hraðast og að reyna áð hugsa ekki of mik- ið. Þá myndi allt ganga vel. Hún reyndi að sýna áhuga fyrir því sem þau hin voru áð ræða um. Judy var hætt í skólanum, og var nú í hús- mæðrakennaraskóla, lög- fræðiskrifstofa föður hennar folómstráði og frítíma sínum varði hann að mestu leyti á golfbrautinni'. — Móðir hennar hugsáði um heimilið, fór í kaffifooð, á basara og spilaði bridge. Skyldi hún sjálf einhvern tíman lifa svipuðu lífi og móðir henn- ar? Judy myndi áreiðanlega gera það. Judy var svo líbleg til að giftast, eignast börn, en hún sjálf...... Þear klukkan sló tíu, sagði móðir hennar: „Hvað segir þú um að fara áð hátta, Cher- ry? Þú ert svo þreytuleg, Cherry geispaði og teygði! sig og asgði, að þetta væri prýðisgóð hugmynd og Judy lagði frá sér bókina, sem hann hafði verið að lesa í. ,,Eg kem. með þér. Það er mánudag- ur á morgun og ég þarf að fara snemma á fætur.“ Judy tók undir hendi Cherry, meðan þær gengu upp stigann.“ „Eg hátta mig og kem svo inn til þín, svo við getum. talað saman,“ sagði hún. „Já, gerðu það,“ svaraði^ Cherry, sem langaði mest til, að skríða undir sæng ogj sofna. En Judy hafði alltaf; haft gaman af iað koma inn; til hennar um háttatíma og tala og Cherry vildi ekki láta hana verða fyrir vonbrigð- um. /! I* Alþýðublaðið — 27. marz 1960 IC : 4 ’ W* ¥

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.