Sæmundur Fróði - 01.07.1874, Blaðsíða 14

Sæmundur Fróði - 01.07.1874, Blaðsíða 14
110 Nýjum Fjelagsritum, en þó hefnr því enn nú verið lítili sem enginn gaumur gefinn. Fyrir nokkrum árum síðan slóð alllöng ritgjörð í merkiiegu ensku tímariti (British Review), sem sýndi mönnum fram á, að í Islandi væru stórvægilegir náttúrukraptar, er enn þá lægju alveg ónotaðir, og sem fyrr eða seinna hlytu að koma íslandi að miklu haldi. Vjer vonum og að svo verði, þó langt sje að bíða, svo framarlega sem ógæfa lands þessa eigi veldur því að vjer um aldur og æfi verðum eptirbátar nær því allra þjóða á menntunarstigi. t’ví miður veit jeg það vel og hef reynsl- una fyrir mjer í þvi, að það dugir enn sem komið er harðla lítið á íslandi að vilja koma nokkru nýju lii leiðar, því að mað- ur á opt á hættu, að fólk, í stað þess að skilja það, gjöri gabb og gys að því og hafi það að vettugi. Dæmi upp á þelta gæti jeg til fært, ef jeg vildi, en exempla sunt odiosa og því er bezt að sleppa þeim. Því miður hefur hugur íslendinga eigi hing- að til verið hneigður að því nytsama sem skyldi, en vonandi er, að slíkt fari vaxandi, enda eru nú eigi allfá merki, sem virðast að benda á að svo muni verða, áður langir tímar líða, Hverahitann má, eins og áður var sagt, viðhafa til margra hluta, sem hjer yrði oflangt upp að telja að sinni, þar sem jeg með þessum fáu línum einungis leyfl mjer að vekja máls á því, er beinast liggur fyrir, en það er, að viðhafa hverahitann, þar sem svo á stendur, til að verma herbergi manna. Það er sjálfsagt, að til þess þarf pípur og ýms áhöld til að leiða guf- una inn f berbergin í gegnum,þarsemhún sje þá látin ganga í þjettum rörum, er stoppa megi eptir vild sinni, þegar hitinn þykir ærið megn. þá er og önnur notkun hverahitans, sem mætti verða að hinu mesta gagni, en það er að veita honum í leirpípum á tún og engjar, þar sem því yrði við komið, sömu- lciðis á kálgarða og til að bleyta upp þurra mold og gjöra hana frjósamari. í Reykholtsdalnum í Borgarfirði og víðar má sjá Ijós merki þess, hvílíka verkun hveravatnshiti hefur á jarðveginn og grasvöxtinn, og ætti það að benda roanni á, hversu nauðsynlegt það vseri, að nota hann til jarðarræktar al- staðar þar sem þvl yrði við komið.

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.