Íslendingur - 13.02.1875, Blaðsíða 8

Íslendingur - 13.02.1875, Blaðsíða 8
3 4. Ilonum mjög ætíð bugfast var og eptirlæti vel nð vanda verkin ágæt, því munns og banda íþróttir mætar rnargar bar. 5. Opið sitt móðum hann Ijet hús, mörgum þrautgóður, maki bliður mæddum og hljóðum viðmóts þjður huggun að bjóða bjálparfús. 6. Ekkjunni þjarmar neyðin ný, elskunnar bjarmi er brjóstið nærði, og blíðum varma hjarta færði byrgir nú harma biksvart ský. 7. Ástvinir súpa sorgar-skál, þeigjandi drjúpa að dáins. beði daprir fram krjúpa sviptir gleði því hryggðin djúpa heptir mál. 8. Enn von sú grunduð böls er bót. Loknum að blundi lifa fáið, ljómadagsfundar nú sem þráið, hugprúðir skundið heli mót. G. Torfctson. „Gleymdu mjer ei“, (Frumkvebib á Sænsku). Gleymdu mjer ei þú morgunsólin mæra úr mardjúpi ekur hvolfið á; gleymdu mjer ei þá lítil laufblöð hræra Ijettfleygir vindar suðri komnir frá. Gleymdu mjer ei i glaumi hárra sala; gleymdu mjer ei í næði þröngra dala; frá lágum runni’ þars lítill söngfugl er þjer Ijúfa vindur rödd að eyrum ber. Gleymdu mjer ei! Gleymdu mjer ei, þá örlög hörð mig hrífa og hrekja burtu ann’ra landa til; gleymdu mjer ei þá sjerðu eiding svífa úr svörtu skýi’ í dymmum skruggubyl. Gleymdu mjer ei, ó gleym ei ástartárum, — hver getur ráðið bót á vorum sárum — á meðan bærist líf í brjóslí mjer, með letri gullnu’ á hjartað skrifað er, gleymdu mjer ei. Gleymdu mjer ei, þá nár eg kaldur hvíli og hjarta broslið ró um eilifð fær. Gleymdu mjer ei, þá grafardymmu’ á bý’li grær fagurt blóm, er móti sólu hlær. t>ú sjerð mig ei, jeg svíf á vængjum anda, jeg sje þig Ijúfa’ oghjáþjer mun eg standa; og helg þá nóttin hvíid þjer Ijer eg hvísla, í draumi’ að þjer gleymdu mjer ei! Tówas Hallgrímsson. — t>að er sagt að í Bandaríkjunum sjeu 5 «Parísarborgir», 4 «I5erlínarborgir» og 9 «Rómaborgir». — Guð hjálpi oss? von er þó menn langi til Vesturheims. þar sem hjer á voru iandi er ekki að finna eina einustu Babilon. — Maður nokkur spurði einu sinni Dr. Luther að, hvað guð hefði verið að gjöra áður en hann skóp heiminn. Lulher svar- aði: «Hann sat úti í skógi og reif hrís, til þess að hegna þeim með, er hæðast að hans orði •>. — Maðnr nokkur er þóttist vera fyndinn, spurði einhverju sinni nafnfrægan lækni, hversu gamall maður gæti orðið, án þess hann hefði nokkurn heila. Læknirinn svar- aði: «IIerra minn! Jeg þekkí ekki kirkju- bækurnarí bænnm þar sem þjer eruð fæddur». — Loðvík 14. bað eitt sinn mann nokk- urn fátækan, er var landflótta í Frakklandi, að selja sjer hest er hann átli. Maðurinn neitaði honum hvað eptir annað, jafnvel þótt konungurinn bæði lofaði honum mjög mikl- um peningum og nafnbótum að auki. Áð síðustu sendi hann hermenn til þess að taka hestinn. Maðurinn leiddi hann út úr hest- húsinu og sagði: «Vesalings klárinn minn! Frjáls maður hefur átt þig, Og aldrei skaltu verða höfðingjaþrcell, að svo mæltu dróghann skammbyssu upp úr vasa sfnum og skauthann. Eigandi og Ábyrgðarm.: Páll Eyúlfsson. Prentabur í prentsmiðju íslands. E. pórðarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.