Íslendingur - 13.02.1875, Blaðsíða 5

Íslendingur - 13.02.1875, Blaðsíða 5
13 og fletja fiskinn, þvo þeir hann vandlega, áðnr en þeir salta liann. I'essa reglu hafa allt of fáir hjer sunnanlands, en það liggur þó í augum uppi, að þetta hlýtur að gjöra flskinn fallegri útlits; þegar fiskurinn þannig er þveginn í sárið, glænýr, þá næst úr hon- um mikið af blóði og slepju, sem fiskurinn annars drekkur í sig með saitinu, ef hann er saltaður með því ölia saman. í stórthundr- að af þorski telja vestfirðingar að jafnaðar- legast fari ein tunna af salti, og mun það vera líkt og hjer sunnanlands. Dirgi til að salta í, eins og víða eru höfð hjer sunnan- lands, hafa vestfirðingar aldrei, heldur jafn- an kofa með þaki yfir, og er allur fiskurinn afhverju skipi saltaður saman, en aldrei einn og einn hlutur út af fyrir sig. Það á sjer allvíða stað hjer á suðurlandi, að hver há- seti salti einn út af fyrir sig, og það opt í ekki betra skýli en svo, að að eins fáeinum steinum er hróað saman um fiskinn, sem hvorki fá varið fiskinn sólskini nje regni; er það þá ýmist að fiskurinn skrælnar þar i sól- skininu, hnakkakúlan og hausroðið, sem við hana lafir, verður svart og skorpið, og þynn- iidiu harðna, svo ómögulegt er að ná úr þeim himnunni, eða þá að allt salt rignir úr fiskinum, og má nærri geta, hversu óálitieg vara slíkur fiskur verður, og ónýtur til geymslu. Þegar fiskurinn er stakkaður, ber þess vandlega að gæta, að hvergi verði holt í stakknum, því þar af leiðir, að sumt af fiskinum pressast ekki. En einhver helzti muuurinu á fiskverkun vestra og hjer syðra er fólginn í sjálfri pressunni. far vestra ber það aldrei við, að menn pressi fisk án þess að hafa borð yfir honum, til að varð- veita hann regni og til að leggja grjótið á. Það er einnig lang-almennast hjer, að hafa borð yfir stökkunum, en þó sjer maður allt of opt stakka, sem einungis eru þaktir grjóti. Auk þess, hvað fiskuriun á þann liátt er með öllu skýlislaus, þá má nærri geta, hve jafnt sá fiskur verður pressaður, og hve fagur hann verður útlits. Þegar fiskurinn er undir fyrstu pressu, hafa vestfirðingar viðlíka mikið af grjóti ofan á stökkunum, eins og hjer er tíðkanlegt; en þegar fiskurinu er látinn undir aðra pressu, þá pressa vestfirðingar fisk sinn margfalt meir en sunnlendingar. fá hlaða þeir hverju grjótlaginu ofan á annað út á yztu borðin, sem eru á stakknum, og hrúga svo miklu grjóti á miðjan stakkinn, sem á getnr tollað; má svo að orði kveða, að grjót- hrúgan ofan á stakknum sje eins fyrirferð- armikil og sjálfur stakkurinn. það er því mest með pressunni, að vestfirðingar þurka fisk sinn, því eptir slíka pressu þarf hann miklu skemmri breiðslu, en fiskur sunnlend- inga. Einnig fer við þessa miklu pressu allur sá vessi úr fiskinum, sem veldur því, að sunnlenzki fiskurinn er mikið verri til geymslu, en vestörzkur; þegar sunnlenzkur og vestfirzkur fiskur einhverra orsaka vegna ekki hefur selst ytra samsumars, og hann hefur verið útfluttur, og því hefur verið geymdur vetrarlangt, þá er það margreynt, að vestfirzki fiskurinn hefur verið með öllu óskemmdur næsta vor, þegar við staflanum hefur verið hreift, en hinn sunnlenzki þar á móti hefur verið búinn að taka í sig svarta bletti, sem ekki eru annað en rotnun, sem orsakast af því, að vökvinn hefur ekki verið pressaður úr honum. Að vestfirðingar fletja fiskinn dýpra, en sunnlendingar, gjörir það einnig að verkum, að þessi skaðlegi vökvi pressast betur úr íiskinum, því sízt næst hann þar úr fiskinum, sem fiskurinn erþykk- astur, ,og eptir því ætti að vera enu meiri ástæða fyrir sunnlendinga að pressa fisk sinn mikið, þar sem þeir fletja hanu þykkar en vestfirðingar. það er hjá mö'rgum Sunnlendingum lofs- verður áhugi á, að verka vel fisk sinn, en það er, þvi miður, ekki svo ahnennt, sem óskandi væri. Netafiskurinn skemmir og fjarska mikið fisk vorn; hann er opt búinn að liggja lengi í netunum, þegar þeirra er vitjað, og getur sá fiskur aldrei órðið góð vara. En það, sem einna mest skemmir fyrir fiskverkan vorri, er það, þegar sjáfarbændur eru að taka fisk til verkunar af sveitamönn- um, langtum meira, en þeir hafa mannafla til. Þetta á sjer stað einkum suður með sjó, og fremur en á Inn-nesjum. Menn sem hafa lítið verkunarsvæði og sárfátt fólk, taka þar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.