Alþýðublaðið - 10.04.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.04.1960, Blaðsíða 3
glæðast FRÁ mánaðamótum hafa fjórir togarar selt afla sinn í Bxet- landi, samtals 680,5 lestir fyrir 41.671 sterlingspund. Voru sölurnar ágætar miðað við árs- tíma. í vikunni, sem leið, lönd- uðu níu togarar hjá Togaraaf- greiðslunni h.f. í Reykjavík, samtals nær 1800 lestum. Er afli togaranna heldur að glæð- ast. Togarinn Geir seldi í Grims- by 1. apríl 200 lestir fyrir 11. 613 pund. Þorkell máni seldi 4. apríl í Hull 192 lestir fyrir 11.039 pund. Jón forseti seldi í Hull 5. apríl 155 lestir fyrir 9.428 pund og loks seldi Norð- lendingur í Grimsby 8. apríl 133,5 lestir fyrir 9591 pund. Eru þetta ágætar sölur miðað við árstíma, eins og fyrr segir. Þessir níu togarar lönduðu í Reykjavík í síðustu viku, sam- tals hátt á 18. hundrað lestum. Neptúnus 165 lestum og Þor- steinn Ingólfsson 200 lestum, báðir á sunnudag og mánudag. Fylkir landaði á mánudaginn 212 lestum og sama dag Skúli Magnússon 222 lestum. Á mið- vikudaginn lönduðu Hvalfell 217 lestum og Pétur Halldórs- son 218 lestum. Egill Skalla- grímsson landaði á fimmtudag- inn 187 lestum. Askur landaði 253 lestum á föstudaginn og loks var verið að landa úr Nep- túnusi í gær, röskum 100 lest- um. — Úranus er væntanlegur inn í fyrramálið. Allir þessir togarar voru að veiðum á heimamiðum, nema Askur, sem var við Austur- Grænland. Aflinn var blandað- ur fiskur, þorskur, ýsa og karfi. Togaraxmir munu halda sig á svipuðum slóðum á næstunni, enda er aflinn heldur að glæð- ast sem áður segir. Ekki hefur borið á öðru en að nægur mann skapur fengist á togarana eða því sem næst. Sigga Vigga níKKI SV0 Aí) SKILJA AÐ HANIsl VANTREVSTI MÉRa SKILUR-ÐU. HANN SEGIST BARAEKKl VILJA VANTREVSTA MÉRy SKILURDU" TVEIR íslenzkir lögreglu- þjónar, sem verið hafa í Bandaríkjunum urn 6 mán- aða skeið, eru nýkomnir heim. Lögregluþjónar þessir, sem heita Bjarki Elíasson og Trausti Eyjólfsson fóru til Bandaríkjanna í boði Inter- national Corporation Ad- ministration. Þesis félags- skapur sér um heimboð er- lendra manna til Bandaríkj- anna og gefur þeim kost á að kynnast starfsháttum Banda ríkjamanna á ýmsum svið- um. Löregluþjónar þessir frótu fyrst til Washington DC þar sem þeir voru í fimm vikur í skólum og við störf með lögreglunni í Maryland. Var þessi dvöl þeirra þar eins konar undirbúningur undir frekara ferðalag. ’Síðan fóru þeir til Conn- ecticut og New Hampshire, og störfuðu þar xheð borgar- lögreglum og fylkislögreglu. Síðan fóru þeir til Rochester N.Y. og störfuðu þar með lögreglunni, og skoðuðu deild frá Kodak ljósmynda- vélaverksmiðjunum, er hef- ur með að gera myndatökur fyrir lögregluna. Deild þessi veitir lögregluliðum í Banda ríkjunum ýmsa tæknilega aðstoð, t.d. eins og við mynda töku á fingraförum, og einn- ig hefur þessi deild náð góð- um árangri við að upplýsa ítrekuð innbrot með því að koma fyrir sjálfvirkum myndavélum á innbrotsstöð- um. Að þessu loknu fóru þeir til Michigan State Univers- deild úr háskóla, en þar lærðu þeir um stjórn og skipulagningu lögreglumála. Þar voru með þeim lögreglu þjónar víðs vegar að úr heim inum. Á þessu ferðalagi sínu komu lögregluþjónarnir í aðaldeild hinnar víðfrægu bandarísku lögreglu F.B.I. Þeir kynntust þar starfshátt um þessarar lögreglu, sem er Störfuðu með bandarísku lögreglunni ity, sem er háskóli, sem starf rækir sérstaka deild til þjálf- unar lögreglumanna. Þar voru þeir í einn mánuð ásamt 351 lögregluþjónum frá Bandaríkjunum við nám al- hliða lögreglufræða. Einnig fóru þeir til Indiana og Ken- tucky, en í Kentucky voru þeir við nám í Southern Pol- ice Institute, sem einnig er af mörgum talin ein bezta lögregla í heimi. Lögregluþjónarnir komu heim 30. marz s.l., og í við- tali, sem Alþýðublaðið átti við annan þeirra, Bjarka Elíasson, sagði hann, að ferðalagið hefði verið í allan máta lærdómsríkt og ánægju legt og ölT fyrirgreiðsla hin bezta. IMMWWWWWVVMMWMWWiWVlWWtmWWWWWWWWWWVHWiWtWWMW SKlÐAMEISTARI FÓTBROTNAR illa Músík- stríð í Svíþjóð FÉLAG sænskra hljóðfæra- leikara (Svenska musikerför- bundet) á um þessar mundir í kaupdeilu við Samhand hljóm- plötufyrirtækja í Svíþjóð (Grammafanleverantörernas Förening). Af þessum sökum hafa hljóðfæraleikaramir á- kveðið að starfa ekki fyrir hljómplötufyrirtækin meðan deilan er óleyst. Alþjóðasamband hljóðfæra- leikara (FIM) hefur ákveðið að veita Svíum fullan stuðning í deilunni, og hefur skrifað öll- um félögum sem að samband- inu standa og beðið þau að vara félagsmenn við að taka að sér nokkur störf við hljómplötu- upptökur fyrir hin sænsku hlj ómplötufyrirtæki. Félag ís- Framhald á 5. síðu. SIGLUFIRÐI í gær. Skíðamót íslands, hið 21. í röðinni, hefst hér miðvikudaginn 13. apríl, klukkan 13, við Skálafell. Mótið verður sett af for- manni ÍBS, Helga Sveinssyni, og Hermann Stefánsson, for- maður SKÍ, flytur ávarp og Lúðrasveit Siglufjarðar leikur. Keppnin hefst kl. 13.30 með 15 km göngu 20 ára og eldri, 15 km göngu 17—19 ára og 10 km göngu 10—16 ára. Hér er nú góður skíðasnjór og helzt hann vonandi svo hinir 98 þátttakendur geti þreytt keppni hver við annan. Frá Siglufirði verða alls 43 þátttak- endur. ! Einn bezti skíðamaður okkar Siglfirðinga, svig- og brun- meistari Siglufjarðar, Hjálmar Stefánsson, var svo óheppinn að fótbrotna sl. föstudag á æf- ingu í Hvanneyrarskál. Hlaut hann mjög slæmt beinbrot. — Þetta er mikið áfall fyrir* lið okkar á skíðamótinu. — JM GARÐYRKJUFÉLAG fslands efnir til nokkurra fræðslu- kvölda um garðyrkjumál í þess- um mánuði. Fundirnir fara alj- ir fram í Iðnskólanum á Skóla- vörðuholti og hefjiast klukkan 20.30. Fyrsta fræðslukvöldið verður nk. mánudagskvöld, 11. apríl, en hin verða 20., 25. og 27. apríl. Alþýðublaðið — 10. apríl 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.