Alþýðublaðið - 10.04.1960, Page 11

Alþýðublaðið - 10.04.1960, Page 11
Að leika eihs og Lawfon X. Skotið sem skelfir markvörðirm mest KAFLI þessi er einkum ætl- aður framherjunum, aðallega þó innherjunum. En markverð- irnir hafa einnig gott af að tkynna sér bann. í kaflanum er gert að umtals- efni sá vandi, er þeim leikmanni er búinn, sem á harða hlaupum verður að hitta knött í sendingu að marki, eða breyta stefnu hans. Allir innherjar þekkja mik- ilvægi þess, að geta tekið á móti íknetti úr þversendingu og skot- ið honum á sem óvæntastan og íhraðastan hátt. En eigi slíkt að bera tilætlaðan árangur, verður það að gerast á broti úr sekúndu — og aðalatriðið er, að jhitta knöttinn á nákvæmlega réttu augnabliki. Hugsaðu þér þessa stöðu: Hægri útherji sendir þér knött inn fram völlinn með hraða og stefnu, sem hæfir hægri; fæti þínum — ef þú tekur rétt við honum, muntu bæta svo við hraða hans, að engu er líkara en honum sé skotið úr byssu. Gættu þess að vera fyrir aftan knöttinn um leið og þú spyrnir til hans, en stutt aftan við hann Ásfralsk met í tugþraut Á ÁSTRALSKA meistara- mótinu í tugþraut setti Patrick Leane nýtt met í tugþraut hlaut 6531 stig. Veður var ekki gott, þegar mótið fór fram, kalt og hvasst. Nýja metið er 104 stig- um betra en það gamla og með þessu afreki tryggði Leane sér Rómarför. Afrek hans í einstökum grein um eru: 100 m. 11,1 sek., lang- stökk: 6,82 m., kúluvarp: 13,30 m., hástökk: 1,85 m., 400 m.: 53,6 sek., 110 m. grind: 16,5 sek., kringlukast: 41,15 m., stangar- stökk: 3,58 m., spjótkast: 60,86 m., 1500 m.: 4:58,1 mín. Ástralíumenn búast við að í Róm fái Leane ekki minna en 7000 stig. Annar í keppninni varð Nicolas Birks með 6132 stig (hann kastaði spjóti 71,07 m.) og þriðji John Montgomery 6012 stig. —og skotið áttu að framkvæma á harðaspretti. Um árangur veltur hér á öllu hæfileiki þinn til að dæma um afstöðuna og framkvæmd á réttu augnabliki. Er þú hittir knöttinn, á vinstri fótur þinn að vera á móts við hann, um leið og hægri fóturinn, sem spyrnt er með, er í eðlilegri sveiflu. Sé þetta rétt gert, á knötturinn að þjóta á markið með örskots hraða, eða 1/10 úr sekúndu. Við æfingu á þessari spyrnu sk'altu láta félaga þinn senda þér knöttinn frá hægri og reyna síðan að hitta með hon- um þar til gert skotmark, á húsvegg eða öðrum fleti. Ef þú ert á vellinum, notarðu að sjálfsögðu mörkin við æfing- una. Þá er einnig ágætt að nota skotpall, sem víða tíðkast á æfingavöllum og strika á hann markið í fullri stærð. Þessi æfing krefst mikillar þolinmæði og látlausrar þjálf- unar um langan tíma. Mundu að æfa hægt og rólega í fyrstu, svo þú öðlist sem fyrst rétt mat á samhengið milli knattarins, fótarins og tímans. Ég undir- strika, að ég legg megináherzlu á þessa æfingu. Hvaða markvörður sem er mun staðfesta það, að slíkt markskot sem hér um ræðir, skot úr sendingu, þar sem skytt- an er á hraðri ferð, sé ein allra erfiðasta þraut hvers markvarð ar. Megingildi slíks skots, auk hins mikla hraða knattarins, er hve óvænt það er og hve flatt það getur komið upp á mark- vörðinn. Þess vegna eru slík skot sem þessi öllum markvörð- um hvað mest hrelling og þeir óttast þau meira en allt annað, enda eru þau nær óverjandi, ef rétt er að þeim staðið. Þeir, sem hafa átt því láni að fagna, að sjá sannkallaða knatt- spyrnusnillinga að verki í feapp- leik, þar se!m ekkert er til spar- að að nýta kunnáttu sína og getu til hins ýtrasta, munu fljótt veita eftirtekt þeirri ná- kvæmni og því samræmi, sem er í afstöðu leikmannanna til knattarins og tímans, sem fer í spyrnuna og hinnar réttu stöðu j vinstri fótarins um leið og I Framhald á 7. siðu. I MIIMIK ■ ■ .. ■ ; ý ■ : ■ ■H . ■. UM SÍÐUSTU helgi fóru fram að Hálogalandi sýn- ingar og keppni pilta úr gagnfræðadeildum 2ja skóla hér í bænum, þ.e. Réttarholts- og Laugar- nesskóla. Aðalstjórnandi og frumkvöðull þessara sýninga var Stefán Krist- jánsson, íþróttakennari. Upphaflegi tilgangur þessara sýninga var að afla fjár til kaupa á bún- ingum fyrir skóladreng- ina. Drengirnir komu þarna fram í hreinum og snyrtilegum búningum, sem sómi var að og sýn- ingar og keppni tókst með afbrigðum vel. Nemendur Kennaraskólans sýndu og flmleika. Skemmtu hinir 800 áhorfendur sér kon- unglega og vonandi held- ur Stefán þessu áfram, þó að búið sé að afla fjár til búninganna. Myndin er af þátttakendunum. Stefán Kristjáhsson er lengst til hægri. Ljósm. Sveinn Þor- móðsson. MMMMUWHUHHUmWMI Hjálmar vann Ol- ympíufara í bruni SKÍÐAMÓT Siglufjarðar hef* ur haldið áfrafn undanfarið og síðast var keppt í bruni. Braut- in, sem keppt var í, var 2500 m. og hliðin 25. Siglufjarðar- meistari varð Hjálmar Stefáns- son á 2:55,0 ipín. Annar varð Jóhann Vilbergsson, 2:58,0 mín. og þriðji Reynir Sigurðsspn, 3:09v0 mín. Einnig hefur verið keppt í svigi og þar sigraði Jóhann Vilbergsson á 1:23,5 mín., ann- ar varð Hjálmar Stefánsson á 1:28,5 mín. og þriðji Birgir Guð laugsson, 1:33,6 mín. Brautin var 800 m. og hliðin 40. Keppt var í skíðagöngu og bar varð Sveinn Sveinsson hlut skarpastur á 45:16,0 mín., í öðru sæti var Baldvin Jónsson 45:58, 0 mín. og þriðji Jón Sigurðs- son, 46:02,0 mín. Tveir þeir síð- arnefndu eru ekki Siglfirðing- ar, en kepptu sem gestir. O'Brien /9/33 Dallas Long 19,77 BERKLEY, Kaliforníu, (ÚPI). Barátta bandarísku kúluvarp- aranna heldur áfram af mikilli hörku og á móti í vikunni varp- aði Dallas Long 19,77 m., átti bezt áður 19,67 m. Á móti í Florida tók P. O,- Brien í fyrsta sinn á þessu vori þátt í keppni utanhúss. Hann sigraði með yfirburðum með 19,33 m. kasti. Annar varð Dave Davis með 18,60 m. — Á þessu sést, að O’Brien hefur ekki sagt sitt síðasta orð. — O — Suður-Afríkumaðurinn Jef- ferys héfur hlaupið 200 m. á 20,1 sek., en það var á beinni braut og í sterkum meðvindi. — Ray Norton hefur náð 20,1 sek. í 220 yds (bein braut) í logni. Sime á heimsmetið í 200 m. á 20 sek. réttum. Chile heldur áfram að tapa í knattspyrnunni í Evrópuferð sinni. Fjórða tapið var gegn Sviss í vikunni 2:4. ★ EFTIR að klukkunni var flýtt er enginn vegur að ná í úrslit- in .£ ensku knaítspyrnunni áður eri b’.r.uið fér í prentún á laug- ardögum. HÉR ER O’Brien að kasta kúl- unni. Þess er nú beðið með ó- þreyju, að þeir fjórmenning- arnir O’Brien, Dallas Long, Bjll Nieder og Davis keppi í sama mótinu, en þeir hafa undanfar- ið skipzt á um ag eiga heims- metið. Þeir eru einu mennrrnir, sem kastað hafa yfir 19 metra. Alþýðublaðið — 10. apríl 1960 JJ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.