Alþýðublaðið - 10.04.1960, Side 15

Alþýðublaðið - 10.04.1960, Side 15
sína næsta dag. Hann gekk í gegnum skrifstofu Cherry og inn til sín. Hann ætlaði að hringja til Celiu. En hann gat ekki gert það. Hreinn berripappír var á borði hans. Hann ýtti á bjöll- una. „Var það eitthvað, sem þér vilduð mér, herra Bond?“ —- spurði Cherry sakleysislega úr dyragættinni. „Já, hvar er þerripappírinn, sem var hér í gær?“ „Eg henti honum. Hann var óhreinn." „Skrattinn sjálfur. Hvert hentuð þér honum?“ „í pappírskörfuna. Eg henti honum í gærkvöldi, svo þvottakonan gæti tekið hann í dag.“ Michael starði á hana. Ef Celia hringdi ekki aftur, gæti hann ekki náð til hennar. —• Nema hvað hann gat hringt til pabba hennar í Devon og fengið að vita hjá hverjum hún bjó! En kannske mvndi hún hringja. Celia móðgaðist aldrei og hann vissi að hana langaði til að hitta har.a. — Kannske hún gæti sér þess til að hann hefði glatað síma númeri hennar. Síminn hringdi inn á skrif- stofu ungfrú Blake og hún hljón til að taka hann. ..Því miður, herra Bond er ekkí kominn ennþá!“ „H-ver er það?“ spurði Mi- chael. „Ungfrú Lessing,“ sagði hún með hendina yfir trekt- inni. Svo tók hún höndina frá og hélt áfrarn. „Eg er hrædd um flð herra Bond verðí ekki við í dag ....“. Michael þreif símann af henni. „Celia? Elsku vina naín, ég bið þig að fyrirgefa þetta í gær.“ „Það gerði ekkert til Cicha- el,“ sagði Celia vingjarnlega. „Einkaritari þinn lét mig fá skilaboðin á góðum tíma og það var ekki erfitt að finna eitthvað annað til að gera.“ „Sannleikurinn er sá að þetta var allt misskilningur. Hún átti ekki að hringja til þín.“ „Hvers vegna ekki? En leiðinlegt! Það er víst ekk- ert að gera við því, en við get- um hittst seinna. Eg verð hér í nokkra daga.“ „Það-er ekki það, sem ég er að tala um. Eg vildi hitta þig í gærkvöldi. Jæja, það er ekki til neins að tala um það. Hvað segirðu um að hitta mig í kvöld?“ „Eg er upptekin í kvöld, Michael, en á morgun get ég það.“ „Gott, þá borðum við sam- an, förum í leikhúsið og skemmtura okkur á eftir. En það er sv0 langt þangað til. Því borðarðu ekki með mér í dag?“ „Gott! En hvað er að, vin- ur minn? Eg ekki vör, því að þú takir tiUit til mín. Eg er nokkurs konar systir þín, manstu það ekki? Stúlkan, sem þú hittir inni á milli allra hinna.“ Michael hló. Hann var kom inn í gott skap á ný. Góða, gamla Celia! Það var yndis- legt að eiga slíka vinkonu. „Gott, þá hittumst við kl. eitt, vina mín!“ „Eitt augnablik,“ greip Cherry fram í fyrir honum. „Þér eigið að borða með herra Ford í dag. — Mjög þýðing- armikið samtal!“ „Sendið afboð,“ gelti Mieha- el. Og svo sagði hann við Ce- liu : „Þetta var ekkert, vina mín, einkaritarinn minn var aðeins að tala nokkur orð við mig. Klukkan eitt á Ritz? Eg verð stundvís.“ „Eg er hrædd um að þér getið ekki sent herra Ford afboð,“ sagði Cherry ásak- andi, þegar hann lagði sím- Carol Gayne konum í hæfilegri fjarlægð frá yður, minntust þér ekkert á einhverjar undantekningar, herra Bond. Hvernig átti ég að vita, að það væru undan- tekningar, þegar þér sögðuð ekki neitt um það.“ Michael fannst hún hafa lög að mæla. „Eg hefði kannske átt að minnast á ungfrú Léss- ing,“ sagði hann drænat. „Eru éf til vill fleiri undan- tekningar?“ „Nei,“ hann gekk til dyra er alveg á takmörkunum.“ Glettnisglampi kom í augu Celiu. „Hún er þá sennilega falleg.“ „Því heldurðu það?“ „Annars hefðirðu rekið hana.“ „Vitleysa! Satt að segja er hún eins og fuglahræða.“ „Hvað hefur eiginlega kom ið fyrir þig? Hvernig kom þér til hugar áð ráða hana?“ „Hún hafði svo góð með- mæli. Já, í raun og veru er hún ekki sem verst, það er bara þetta að hún ruglar sam- an hvern ég ætla að hitta í það og það skiptið.“ Celia hló glaðlega. „Hún hefur áreiðanlega aldrei unn- ið fyrir annan eins Don Juan fyrr og þess vegna er hún hálf rugluð. En á meðan ég man, þá ætlar amma þín að koma í heimsókn til London í næstu viku.“ „Hvað varstu að segja?“ hann fékk sem forstjóri í fé- lagi frænda síns, S'tewart, — Jeffersons og Bond, teinn- flytjendur. Hann fann líka til ánægju yfir að láta Bondi vinna svo mikið. Hann hafði ekki enn fyrirgefið henni að hún skyldi eyðileggja kvöld- skemmtunina fyrir honum. Klukkan sjö sá hann að hún var eitthvað utan við sig. —• Hefði það verið einhver fyrri einkaritara hans hefði hann skilið ástæðuna. Þá hefði án efa einhver herrann gengið óþolinmóður um fyrir utan. En hann var viss um, að það biði enginn eftir ungfrú Blake. Klukkan hálf átta sagðist hann vpra búinn. „Fyrirgefið að ég hélt yður svona lengi, ungfrú Blake. „Það gerði ekkert til, herra Bond.“ Hún fór aldrei á undan honum af skrifstofunni. Það ann á. Michael leit á hana. „Svo þér haldið það, ha? En það ætla ég ekki að gera. Þér gerið það. Og viðvíkj- andi skilaboðunum til ung- frú Lessing í gær ... 7 við hvað áttuð þér eiginlega með þessari frekju að breyta því, sem ég hafði ákveðið?“ „Vað það rangt af mér?“ spurði Cherry sakleysislega. „'Vitanlega var það rangt.“ „En ég hélt • • • • ég á við • • • • hafið þér gleymt hverju þér létuð mig lofa?“ „Nei, það hef ég ekki. En ég bað yður um að halda mér frá ungum konum, sem gæti komið mér í vandræði.“ „Og er ungfrú Lessing ekki ein af þeim?“ „Nei, áreiðanlega ekki. — Hún er eins konar systir mín. Við ólumst upp saman. Þegar Þegar ég var sex ára, stal hún bangsanum mínum. Og' ég sá hana einu sinni í baði, þegar hún var fjöguriá ára eða þar um bil.“ „Það virðist hafa ha.f,t ó- endanlega mikil áhrif á yð- ur,“ tautaði Cherry. „Við hvað eigið þér með því?“ „Ekkert. — Eg er enginn Freud.“ Hún leit ásakandi á hann. „Þegar ég eftir“beiðni yðar, gleymið því ekki .... lofaði yður að halda öllum og leit á hana. „En hvernig vissuð þér að ég átti að hitta ungfrú Lessing?“ „Eg hlustaði á símtalið,“ sagði "Cherry hreinskilnis- lega. „Eg bjóst við því.“ „Þér sögðuð mér að gera, hvað sem væri, munið þér það ekki?“ „Allt í lagi,“ tautaði Micha- el og gafst upp. „Eg neyðist aðeins til að segja yður, að í þetta skipti genguð þér of langt. En við skulum gleyma því. Það getur öllum skjátl- ast. Og svo er víst bezt að við höldum áfram að vinna.“ — Hann leit á hana yfir öxl. „En fyrst af öllu skuluð þér senda afboð til herra Ford.“ Það var jafn skemmtilegt að hitta Celiu og það hafði allta’f verið. Meðan þau drukku kaffi, sagði hann: „Ef þessi einkaritari minn skyldi hringja til þín og segja, að ég geti ekki hitt þig, þá ætla ég að biðja yður um að hringja til mín til að vita hvort það er rétt.“ „Það skal ég gera. En er það ekki ósennilegt að slíkt komi fyrir aftur?“ „Hún er ný og ekki alveg inni í starfinu.“ „Ó, Michael, ég hélt að þú hefðir alltaf svo duglega einkaritara.“ „Eg hef haft það, en þessi „Hún sagði mér þetta í kirkjunni á sunnudaginn.“ Michael andvarpaði þungt: „Eg býst við áð ég verði að snúast við hana meðan hún er hér. Eg verð að æfa mig.“ — Hann leit á klukkuna og sá að hún var meira, en hann hafði haldið. Hann átti að mæta á fundi seinna dagsins og. hann þorði ekki að vera svona lengi frá skrifstofunni. Ef hann væri of lengi myndi ungfrú Blake aldrei trúa því að Celia væri ekki hættuleg hans óstöðuglynda hjarta. „Eg verð víst að fara á skrifstofuna núna, vina mín.“ „Eg verð líka að fara.“ Hann borgaði reikninginn og þau gengu út af veitinga- húsinu. Þau gengu eftir Picca- dilly og nutu vorsólarinnar. Svo veifaði hann bíl. „Á morgun klukkan sjö, Celia?“ „Eg hlakka mikið til.“ Hann kyssti hana bróður- lega á kinnina, sagði henni hve gaman honum hefði fund- ist að sjá hana aftur og ók af stað. Hann vann lengi þennan dag. Hann var þrunginn vinnukrafti og vinnulöngun og það auk slæmrar sam- vizku olli því að vinnan gekk mjög vel. Hann vissi að upp á síðkastið hafði hann ekki átt skilið þau góðu laun, sem var sennilega vegna þess, hve samvizkusöm hún var. Hún sagðist gjarnan vilja ganga frá öllu á skrifstofunni áðuif en hún færi, svo allt væri í lagi, þegar þvottakonan kæmi. Hann gekk niður tröppurn- ar og út í vorloftið. Hann ætlaði einmitt að veifa leigu- bíl, þegar hann kom auga á ungan mann, sem horfði for- vitnislega á hann. Michaels kom fyrst til hugar að mað- urinn hefði verið að hugsa um að biðja hann um að lána sér tíkall. Hann sá að mað- urinn var ekki ódrukkinn. Ungi maðurinn kinkaði kolli að húsinu og spurði Michael. „’Vinnið þér þarna?“ „Er . . . já , , ,“ svaraði Mic- hael undrandi. „Skylduð þér þekkja fallegu litlu græneygðu gyðjuna mína? Vitið þér, hvort hún er enn að vinna?“ : Michael var ekki í vafa um að maðurinn var drukkinn. Ekki vegna þess að hann hefði Alþýðublaðið — 10. apríl 1960 J5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.