Alþýðublaðið - 10.04.1960, Page 16

Alþýðublaðið - 10.04.1960, Page 16
GJMlUÍ) 41. árg. — Sunnudagur 10. apríl 1980 — 84. tbl. ftOTtWWWWWMMiWWWtWtWMMMWMMWWWmWW Hér hefst greinaflokkur um kommúnistann Walter Ernst Ulbricht, for sætisráðherra Austur-Þýzkalands. Næsta grein birtist í briðjudagsbiaði. Al- þýðublaðið hvetur lesendur sína til að lesa þennan flokk af athygli. Þetta er pólitísk ævisaga pólitísks ævintýramanns. Um leið er þetta merkileg lýs'- ing á starfs- og baráttuaðferðum mannanna, sem valizt hafa til forystu hins aiþjóðlega kommúnisma. „LÁTUM hin góðu örlög forða þýzka kommúnista- flokknum frá þeim degi, er þessum manni skýtur upp á yfirborðið. Mér geðjast ekki að þessum manni. Horfið að- eins í augu hans og þér sjá- ið slægðina og óhreinlynd- ið“. Klara Zetkin lifði ekki til ársins 1945. Hún var vin- kona Rósu Luxemburg og einn af stofnendum Komm- únistaflokks Þýzkalands. Það var hún sem sagði þessi orð árið 1925 við Ossip Py- atnitzky, einn af leiðtogum Komintern. En árið 1945 var einmitt svona komið. „Hin góðu örlög“, sem Klara Zet- kin vonaðist eftir, höfðu ekki rætzt. Þrátt fyrir allar aðvaranir, skaut Ulbricht upp á yfirborðið — vegna hylli hans hjá Iosif Vissario- novich Dzhugashvili, öðru nafni Stalin. í apríl 1945 undirbjó sovézki herinn s;g, undir stjórn Zhukovs, til árásar á Berlín. Hinn 13. apríl 1945 gekk Walter Adolfevich Ulbricht (þetta er hans rússneska nafn, en var áður Walter Ernst Karl Ulbricht) inn í herbergi nr. 137 í Lux hótel- inu í Moskvu. Þar beið hinn metorðagjarni hjálparmaður hans, Lotte Kiihn, eftir hon- um. Walter Adolfevich var að koma af fundi með Stalin. Hafði Poskrebyshev, einka- ritari Stalins, gefið honum fyrirskipanir þá um morg- uninn um að koma til fund- arins. Áður en Ulbricht datt í hug að láta Wilhelm Pie.ck vita um viðræður sínar við Stalin, flýtti hann sér að segja Lotte sínum allt um þær. Hóp Ulbricht-manna átti að mynda, að því er hann sagði, og fara fljúg- andi bráðlega til Berlínar. Það stóð ekki lengi á Lotte Kuhn að koma með fyrstu tillögurnar um, hvrejir ættu að vera í þessum hópi. Að lokum gat Ulbriclit komið fram úr skugganum. Valdadraumum hans skyldi nú fullnægt, jafnvel þó valdið væri aðeins að láni. Stalin hafði gert hann að ræðismanni. Hann átti að verða landstjóri Stalins á rússneska hernámssvæðinu á milli Elbu- og Oderfljóta. Fram að þessu hafði Ul- briiht verið vanur að lifa í skugga annarra. Hann var einn af hinum mörgu and- legu kostgöngurum Stalins. Nú átti hann að verða lepp- ur hans númer eitt í Þýzka- landi. lílbricht hafði náð t'ak- marki sínu. Hann var orðinn valdamesti maðurinn í Kom- múnistaflokki Þýzkalands (Kommunistische Partéi Deutschlands, KPD), því að Wilhelm Pieck var ekki leng ur í framsveitum Stalíns. Stalin hafði sitt eigið álit á Pieck og hann sagði eitt sinn við Tító: „Pieck er orðinn eins og gamall afi. Hánn get- ur ennþá klappað mönnunj vinalega á bakið, en hann hefur ekki hugmynd um, hvernig á að vísa þeim veg- inn að hinum miklu mark- miðum“. Pieck varð að dveljast í Moskvu en Ulbricht fór til Þýzkalands í kjölfar sigra rússneska hersins. Vissulega voru margir menn úr mótspymulireyf- ingunni í Þýzkalandi 1945, sem höfðu orðið að þola all- ar byrðár og fórnir bardag- ans gegn Hitler, og sem hefðu haft alla hæfileika til þess aðbyggja flokkinn upp að nýju. En Stalin áleit þá ekki hentuga til þessa verks. Þeir voru alltof „spilltir“ af sínum eigin sjálfstæðu skoð- unum. Að þoka burtu mönn- unum úr mótspyrnuhreyf- ingunni var hin nýja flokks- lína, sein Ulbricht.kom með frá Moskvu. Hann Walter Adolfevich Ulbricht, hinn gætni, hann sem, árum saman hafði ver- ið snuðrandi í einkamálum annarra, hann, sem alltaf lá í leyni, reiðubúinn að hag- nýta sér mistök annarra, hann sem lét aði’a slíta sér út og fórna sér, hann sem alltaf beið eftir því, að vinir hans gæfu á sér liöggstað, svo að hann gæti komið þeim fyrir kattarnef miskunnar- laust, — einmitt hann hafði náð trúnaði Stalins. Án þess að depla augunum liafði hann gleypt hinar grófustu móðganir Stal’ns og svíð- andi auðmýkingu á útlegð- arárum sínum í Moskvu. Hann var alltaf auðmjúkur og trúr, hann var hinn tryggi aðstoðarmaður Stalins. Nú, árið 1945, skyldi undirgefni hans launuð. ( . V . ' V — . — — — — W . w v w v'v . ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.