Alþýðublaðið - 14.04.1960, Side 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson.
Varnarliðið vann
ÞAÐ var skemmtileg körfu-
knattleikskeppni að Háloga-
landi á þriðjudagskvöldið, en
þá lék úrvalslið varnarliðs-
manna gegn Reykjavíkurúr-
vali. Áhorfendur voru margir
og fylgdust með leiknum af
lífi og sál, en honum lauk með
knöppum sigri Bandaríkja-
manna, G4 stig gegn 61.
Áður en aðalleikurinn fór
fram, • kepptu tvö skólalið frá
Gagnfræðaskóla Vestur- og
Austurbæjar og sigruðu þeir
fyrrnefndu með 31 stigi gegn
23. í báðum liðum eru liðlegir
körfuknattleiksmenn, sem flest
ir hafa leikið með yngri flokk-
um félaganna.
Reykvíska úrvalið hyrjaði
leikinn ágætlega og komst í
7:0 við gífurleg fagnaðarlæti
áhorfenda. Það var eins og
Bandaríkjamennirnir áttuðu
sig ekki á breyttum aðstæð-
um, en þeir eru vanir stærri
sal en er að Hálogalandi.
Leikurinn jafnaðist nú og
bandaríska liðið sótti hart og
áður en varir eru þeir komnir
yfir og leikar standa 14:9 fyr-
ir gestina. Þá var það, sem
Gunnar Sigurðsson og Einar
Matthíasson skoruðu hverja
körfuna af annarri úr glæsi-
legum langskotum og fengu
að gera það óáreittir. Þor-
steinn. Hallgrímsson skoraði
ekki mikið í fyrri hálfleik, en
sendhigar hans til Einars
Matt. voru stundum með af-
brigðum góðar og hann hefur
alltaf næmt auga fyrir veilum
í vörn andstæðingsins.
Síðari hluta fyrri hálfleiks
náðu íslendingar yfirhöndinni
og fyrri hálfleik lauk með ís-
lenzkum sigri 33 stig gegn 29.
í íslenzka liðinu og þó að Ein-
í íslenzka liðin uog þó að Ein-
ar skoraði fyrstu körfu hálf-
leiksins, misstu íslendingar
töluvert tökin á spilinu og þeir
bandarísku komust yfir 36:35.
—- Gerðist leikurinn geysi-
spennandi og var annað hvort
jafnt eða liðin höfðu 1, 2 eða 3
stig yfir á víxl. Var fljótlega
skipt um menn aftur og það lið
sett inn á, sem byrjaði, þ. e.
Þorsteinn, Einar, Guðmundur,
Ólafur og Hólmsteinn. Nokkur
augnablik úr leiknum: 40:40,
44:44, 46:46, 48:48, 55:55 og 57:
57! Á þessu sézt, hvað leikur-
ir.n hefur verið spennandi.
Bandaríkjamennirnir eru á-
kveðnari og fljótari og ná oft-
ar knetti, sem ekki fer í körfu
og það er mjög þýðingarmikið
eins og gefur að skilja. íslenzka
liðið sýnir oft góðan samleik og
steinsson og Birgir Birgis voru
báðir með 13 stig. Báðir ungir
og efnilegir, sá fyrrnefndi er
aðeins 17 ára og með aldrinum
getur hann orðið frábær mið-
Framhald á 14. síðu. .
Rvik vann
Birgir að skora
í langskotum sýndu þeir ágæta
tækni þetta kvöld. Einar Matt-
híasson er einn okkar bezti
körfuknattleiksmaður og hann
skoraði flest stigin eða 14. Ekki
er því samt að neita, að hann
fékk 'oft góðar sendingar frá
félögum sínum, sérstaklega
Þorsteini. Guðmundur Þor-
SIGLUFIRÐI í gær. — Sveinn
Sveinsson, Sigluf., varð fyrsti
íslandsmeistarinn á Landsmóíi
skíðamanna, sem hófst hér í
dag. Hann sigraði í 15 km göngu
á 66:33 klst. Annar Matthías
Sveinsson, í, 67:53 klst. og 3.
Sigurjón Hallgrímsson, Fljót-
um, 68:21 klst.
í 15 km göngu 17—19 áva
sigraði Birgir Guðlaugsson, S,
65:25 klst., Stefán Jónsson, A,
65:49 og Atli Dagbjartsson, Þj
65:57. — Kristj. R. Guðmunds-
son, f, s:graði í 10 km unglinga
á 38:37 klst. Gunnar Guðmunds
son, S, 41:01 og Þórh. Sveinsson
S, 44:16.
Reykvíkingar sigruðu á 453
sek í flokkasvigi (Eisteinn 107),
Svanberg (106,9), Ólafur Nils-
son (108,4) Guðni Sigf. (130,7).
ísfi'ðingar, 466,2 sek., en Sigí-
firðingar dæmdir úr leik (áttu
bezta tímann fyrir síðustu ferð).
Beztur brautartími: Árni Sig-
urðsson, f, 51,3 sek.
■HHBHHHHHHHHHRHHHHHHHBHHHHHHHHHHBHHHBB
áskar1960
KARLMANNAFÖT
STAKIR JAKKAR
STAKAR BUXUR
í GLÆSILEGU ÚRVALI
SKIÐABUXUR
úr svissnesku uilar- og
heíanca-nælon efni .
nýkomnar.
ANDERSEN & LAUTH H.F.
Vesturgötu 17 — Laugaveg 39 — Sími 10510
IHHHHHHHHaRaHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHllHHKHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHœHlAaaHHHSSa QiaaHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHI
Alþýðublaðið — 14. apríl 1960