Alþýðublaðið - 14.04.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 14.04.1960, Blaðsíða 14
ULBRICHT Framhald af 4. síðu. Á tímabili þýzk-rússneska friðarsáttmálans hélt Ul- bricht áfram samstöðupólitík sinni við þýzku nazistana. Árið 1939 tilkynnti hann: „Innan ráðamanna Þýzka- lands eru tveir hópar — ann- ar er hlynntur austrinu og leiðtogi hans er Göring, en hinn er hlynntur vestrinu og leiðtogi hans er von Thyssen. í baráttu þessara tveggja hópa styðjum við þá sem hlyntir eru austrinu gegn þeim sem fylgja vestrinu“. Þegar Ulbricht ræðir um hóp þeirra sem hlynntir eru austrinu undir forystu Gör- ings, bætir hann við: „Ráð- andi öfl í Þýzkalandi ákváðu að hverfa frá vestrinu og halla sér að austrinu11. Með þessu gefur Ulbricht það í skyn, að nazistar eigi í réttlætanlegri styrjöld við England og Frakkland og styðja beri Þýzkaland í henni. Ári síðar biður Ulbricht op- inberlega þýzka vei'kamenn að styðja styrjöld Hitlers gegn Bretíandi og Frakklandi. Þetta gerði hann í grein, sem nefnist „Hilferding og „Þýð- ing styrjaldarinnar11 sem birt var 9. febrúar 1940 í 'Stokkhólmi í tímaritinu Die Welt, sem gefið var út á býzku. í þessari grein ræðir Ul- bricht þá afstöðu þýzkra jafn aðarmanna að styðja hið vest- ræna lýðræði gegn ofstjórn Hitlers. í greininni segir Ul- bricht m. a.: „Viðhorf leiðtoga jafnaðarmanna gagnvart styrjöldinni beinist ekki að- 'eins gegn hagsmunum -þýzku - þjóðarinnar heldur einnig vilja milljón verkamanna í Bretlandi og Frakklandi“. Hann segir ennfremur: „Hinir byltingarsinnuðu verkamenn og hin framsæknu öfl í Þýzkalandi vilja ekki skinta á núverandi stjórn og þjóðernislegri og félagslegri kúeun brezkrar heimsveldis- stefnu og brezk-hlyntra auð- kýfinga í Þýzkalandi“. í lok greinarinnar talar Ul- bricht um friðarást nazista og hann kallar Bretland herská- asta og afturhaldssamasta ríki veraldar. Þetta hefur Ul- bricht að segja: „ . .. . Hin brezka heimsveldisstefna hef- ur enn einu sinni sannað sitt afturhaldssama eðli með því að hafna boði Þýzkalands um að binda endi á stvrjöldina ■—- tilboði. sem stutt var áf ríkis- stiórn Sovétríkjanna11. Þessar staðreyndir skýra, hvers vegna Ulbricht var, á fvrsta fundi flokksins 25. júní 1945. ákafasti stuðnings- maður kenningarinnar um samsekt þýzku þjóðarinnar, oo hvers veffna hann vildi ekki gefa skýrslu um starf- semi miðstiórnar sinnar á ár- unum 1933 til 1945. Ulbricht mundi eftir naz- istunum. jafnvel eftir 1945, og tók bá fram yfir fyrrverandi mótspyrnumenn. Ulbricht ruddi mótspyrnumönnunum úr vegi á kerfisbundinn hátt, félagsskapurinn fyrir fórnar- lömb nazista var leystur upp, uppgjafahermenn úr spánska stríðinu voru flæmdir úr stöð- um sínum hjá flokknum og jafnaðarmennirnir voru of- sóttir og kastað í fangelsi. Þeirra var ekki lengur þörf. Þeir voru jafnvel hættulegir, því þeir höfðu sjálfstæðar skoðanir. En fyrrverandi nazistar, sem höfðu snúið frá einræði nazismans til hins rauða ein- ræðis, fengu þýðingarmikil embætti og var hrúgað inn í stjórnarmaskínuna. Þeir voru auðmjúk verkfæri í hendi Ul- brichts við að breyta Austúr- Þýzkalandi í rússneskt hérað. Hér höfum við Hitlershers- höfðingja eins og Vincenz Múller, W. Freytag, Dr. Kor- fes, von Lenski, H. Wulz og Lattmann. Jafnvel SS hers- höfðingjar eins og Eberecht og Berger fengu stöður hjá Ulbricht. Þeir eru allir á- nægðir í dag, því þeir þurftu aðeins að skipta um húsbónda, en ekki sannfæringu. ÍÞRÓTTIR Framhald af 11. síðu. herji. Guðmundur þarf að æfa meira upp snerpu og hraða. Birgir er harður og fylginn sér og það getur verið kostur svona í hófi. Ekki er nokkur vafi á því, að Birgir á eftir að sýna enn meiri leikni í körfu- knattleik í framtíðinni. —■ Þor- steinn Hallgrímsson er fjölhæf astur allra íslenzkra körfuknatt leiksmanna og þó að hann skor aði ekki nemfe sjö stig í ívrra- kvöld, átti hann stóran hlut í körfum sumra félaga sinna. Hann hefur þó sýnt betri leik en hann gerði í þetta sinn. Gunnar Sigurðsson er góður körfuknattleiksmaður og lang- skot hans í fyrri hálfleik voru frábær. Gunnar. er einnig snjall varnarleikmaður. Hinir leik- mennirnir voru allir lítið inn á. en Kristinn sýndi þó margt gott, þennan litla tíma, sem hann lék með. Beztur Bandaríkjamanna var (nr. 3) og heitir sá Guymon, hann skoraði 14 stig og mörg fallega. Rajavski (nr. 43) og Smith (nr. 5) áttu einnig ágæt- an leik, en Deegan (nr. 51) sem lék vel í Keflavík á laugardag- inn, var ekki í essinu sínu nú. Dómarar voru Ingi Þór Ste- fánsson og Bandaríkjamaður- inn Orban. Þeir dæmdu vel mest allan leikinn, en slepptu nokkrum grófum brotum síð- ast, enda erfitt að dæma þá. Nú var dæmt eftir alþjóðareglum eins og vera ber. í heild má segja, að keppni þessi hafi tek- izt vel og hafi Bandaríkjamenn bökk fyrir komuna og góðan leik. Það er gott og lærdóms- ríkt fyrir íslenzka körfuknatt- leiksmenn að fá tækifæri til að þreyta kapp við varnarliðs- menn í þessari íþrótt, sem er nokkurs konar þjóðaríþrótt Bandaríkj amanna. 14. apríl 1960 — AlþýðublaSið -inimiiidagur Veðrið: Stinningskaldi; skýjað. o----------------------o Gengin. Kaupgengi. 1 sterlingspund ...'. 106,65 1 Bandaríkjadollar . . 38,00 1 Kanadadollar .... 39,93 100 danskar kr......551,40 100 norskar kr....... 532,80 100 sænskar kr...... 734,70 100 vestur-þýzk mörk 911,25 o------------------------o Naeturvarzla apótekanna um hátíðirnar. Fram á laugardag er næt- urvarzla í lyfjabúðinni Ið- unn. Vikuna frá 16.—22. apr- íl er næturvarzla í Vesturbæj ar apóteki, 14. apríl. Skírdag er opið frá kl. 10 f. h. til kl. 9 e. h. í Austurbæjar apóteki. Föstudaginn langa er opið í lyfjabúðinni Iðunn á sama tíma. Annan páskadag er opið frá kl. 10 f. h. til kl. 9 e. h. í Igólfs apóteki. -0- Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. Læknavörður fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Sími 15030. -o- ✓ Skírdagur: 11.00 Messa í barnask. Kópa- vogs. 13.15 Er- indi: Flett blöð- um sálmabókar- innar, latnesku sálmarnir þar (séra Sigurjón Guðjónsson pró fastur). 14 Mið- degistónleikar: 15 Káffitíminn. 18.30 Þetta vil ég heyra. 19.30 Einsöngur: Ern- esto Nicelli. 20.20 Hörputón- leikar: Nicanor Zabaleta. 20.40 Húnvetningakvöld. 1— 22.10 Kvöldtónleikar: Atriði úr óperunni „Porgy og Bess“. Föstudagurinn lángi. 9 Morguntónleikar 11.00 Messa í Laugarneskirkju. 13.15 Erindi: Getum við treyst vitnisburði biblíunnar? (Ásmundur Eiríkss. trúboði). 14 Messa í hátíðasal Sjó- mannaskólans. 15.15 Miðdeg- istónleikar. 18.15 Frá kirkju- viku á Akureyri. 20.20 Ein- söngur: Kristinn Hallsson. 20.40 Viðhöfn í íslenzkum passíusálmalögum (dr. Hall- grímur Helgason flytur erindi með tóndæmum). 21.10 Krist indómurinn og uppeldið, dag skrá tekin saman af Kristi- legu stúdentafélagi. 22 Kvöld tónleikar: „Stabat Mater“ eftir Pergolesi. Laugardagur. 12.50 Óskalög ■'sjúklinga. 14.15 Raddir frá Norðurlönd- um: „Enn syngur vornótin“, dagskrá frá norska útvarpinu um Tómas Guðmundsson og Ijóðaþýðingar Ivars Orglands. 14.30 Laugardagslögin. 17 Bridgeþáttur. 17.20 Skákþátt ur. 18 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 18.30 Út- varpssaga barnanna. 18.55 frægir söngvarar: Aureliano ertile og Titta Ruffo. 20.30 Leikrit: „Sagan af Jakob“ eft ir Laurence Hausman í þýð- ingu Andrésar Björnssónar cand. mag. Leikstjóri: Indriði Waage. 22.10 Lestri Passíu- sálma lýkur (séra Sigurður Pálsson). 22.20 Tónleikar: Þættir úr léttklassiskum tón- verkum. Páskadagur: 8 Messa í Neskirkju. 9.15 Lúðrasveit Rvíkur leikur. 10.20 Morguntónleikar. 11 Messa í Dómkirkpunni. 13.15 Erindi: Menningarsamband Þjóðverja og íslendinga (AI- exander Jóhannesson prófess or). 14 Miðdegistónleikar. 15.15 Kaffitíminn. 15.45 End urtekið leikrit: „Páskar" eft- ir August Strindberg, þýtt af Bjarna Benedikssyni frá Hof^ eigi. Leikstjóri: Þorst. Ö.' Stephensen. 17.30 Barnatími. 18.30 í hljómleikasal: Þórar- inn Guðnason læknir rabbar um tónverk og leikur hljóm- plötur. 19.30 Einsöngur: ís- lenzkir söngvarar syngja ís- lenzk lög. 20.20 Páskahug- vekja (séra Ingólfur Ástmars son). 20.40 ,,í Jesú nafni“, mótetta eftir Hallgrím Helga- son. 20.55 „Ó, Jerúsalem, upp til þín“: Dagskrá um Jórsala- ferðir íslendinga.21.40 Hljóm sveit Ríkisútvarpsins leikur. 22.10 Kórsöngur: Karlakór Reykjavíkur syngur. Annar páskadagur: 8.30 Fjörleg músík í morg- unsárið. 9.10 Morguntónleik- ar. 11 Messa í Hallgfíms- kirkju. 13.15 Miðdegistónleik ar. 15.15 Upplestur (Árni Tryggvason leikari). 15.30 Kaffitíminn. 16.20 Söngleikur inn „Rjúkandi ráð.“ 17.30 Barnatími. 18.30 Hljómplötu- safnið. 19.30 Tónleikar. 20.20 Einleikur á píanó: Mikael Voskresenski. 20.35 Hvaða ár var þetta? 21.10 „Nefndu lag ið,“ getraunir og skemmti- efni. 22.05 Danslög. 2 Dag- skrárlok. Þriðjudagur: 18.30 Amma segir börnun- um sögu. 20.30 Daglegt mál. 20.35 Útvarpssagan. 21 Kór- söngur: Roger Wagner kórinn syngur. 21.15 „Kvæðin ég af .sulti syng“, dagskrá um Sig- urð Breiðfjörð skáld, tekin saman af Andrés Björnssyni. 22.10 íþróttir. 22.30 Lög unga fólksins. -o- Frá Kvenréttindafél. fslands. Næsti fundur félagsins verð ur haldinn í félagsheimili prentara á Hverfisgötu 21 þriðjudaginn 19. apríl (þriðja í páskum) kl. 8.30 e. h. Aðal- efni fundarins: Breytingar á hjúskaparlöggjöfinni (fram- sögumaður Anna Sigurðar- dóttir). Egsrert Guðmundsson, Ásvallagötu 57, er 65 ára í dag. Hann hefur verið starfs- maður hjá Reykjavíkurhöfn í 30 ár. Ríkisskip. Hekla fór frá Rvík í gær vestur um land til Akur- eyrar. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Herðu breið er á Austfjörðum á suð urleið. Skjaldbreið er á Vest- er á Eyjafjarðarhöfnum. Herj; fjörðum á suðuprleið. Þyrill ólfur fer frá Vestm-eyjum í dag til Horríafjarðar. Skipadeild SÍS. Hvassafell er á Akureyri. Arnarfell átti að fara í gær frá Rotterdam til Rostock. Jökulfell er í Rvík. Dísarfell er á Kópaskeri. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell er í Þorlákshöfn. Hamrafell fór 9. þ. m. frá Hafarfirði til Batum. Eimskip. Dettifoss fór frá ísafirði f gær til Hofsóss og Borgar- fjarðar eystra og þaðan til Rostock, Halden og Gauta- borgar. Fjallfoss fer frá Rott- erdam í dag til Antwerpen og Hamborgar. Goðafoss fór frá Khöfn 12/4 til Rvíkur. Gull- foss fór frá Helsinborg í gær til Khafnar. Lagarfoss kom til New York 10/4, fer þaðan um 20/4 til Rvíkur. Reykjafoss fór frá Nörresundby 12/4 til Odense og Helsingborgar. Sel foss fór frá Rvík í morgun til Akraness. Tröllafoss kom til Rvíkur 9/4 frá New York, Tungufoss fór frá Hafnarfirðí í gær til Reykjavíkur. -o- Millilandaflug: Hrímfaxi fer til _.|;Glasgow og K,- |ɧ83íSi5g|l hafnar kl. 8 í f dag. Væntanleg- «. ur aftur f jj Rvík ur kl. 22.30 £ ; kvöld. Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Bíldudals, Egilsstaða, ísa fjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Á morgun: Ekk- ert innanlandsflug. Loftleiðir. Edda er væntanleg kl. 9 frá New York. Fer til Osló, Gautaborgar, Khafnar og Hamborgar. Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 23 frá Lux emburg og Amsterdam. Fer til New York kl. 0.30. LAUSN HEILABRJÓTS: Rjómatertan var fyrst skorin í fjóra jafn stóra hluta með því að skera tvisv ar sinnum. Síðan eru teknir hlutar og þeim raðað ofan á hina tvo og síðan er allt skor ið með einu hnífsbragði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.