Alþýðublaðið - 14.04.1960, Side 16
41. árg. — Fimmtudagur 14.- apríl 1960 — 87. tbl.
Alþýðublaðið bauð söngkonunni
Lucille Mapp og manni hennar í
morgunferð um bæinn i fyrradag
^ LUCILLE MAPP, söngkonaj hefur verið kölluð svartþrösturinn og
þrastasöngur hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hér á norðurhjaranum.
Þess vegna var Alþýðublaðinu ánægja í að bjóða svo velkomnum þresti til
morgunferðar um Reykjavík. Mapp er hér með manni sínum, fyrrverandi
lögregluforingja á Trinidad. Alþýðublaðið talaði ekki um lögreglumál við
hann, en það varð að samkomulagi að lýsa því yfir !að sjórinn væri eins
sléttur og blár undan Ægissíðunni og liann er við Trinidad. Þeim þótti
sólskinið gott og bjart yfir, þessum suðrænu gestum, er þau horfðu yfir
Reykjavík af Öskjuhlíðinni.
ýc Alþýðublaðið fylgdi svartþrestinum um Þjóðminjasafnið. Söngkonan stanz-
aðýfyrst við timþurguð frá Suðurhafseyjum, en var mest snortin !af gömlum
útskurði og langspilið átti hug liennar allan. Og það er enn ofið á vefstóla
í Trinidad, eins og þann, sem þarna stendur. „Þeir vefa net í þeim“, sagði eig
inmaðurinn. Söngkonan viarð sérlegasnortin af brjóstmynd í forsal á efri hæð
inni. „Þetta hlýtur að vera af gáfuðum mianni“, sagði hún. Höggmyndin var
af Sigurði Nordal.
ýkr Morgunferðinni lauk á Ægissíðu. Svartþrösturinn settist á stein £ fjörunnl
við sjóinn, sem var sléttur eins og marga bjart'a daga á Trinidad. Það eru
fimm ár síðan hún fór þaðan og nú syngur hún í Lido á kvöldin.
i