Alþýðublaðið - 24.04.1960, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.04.1960, Qupperneq 5
A ÞRIÐJUDAGINN var frumsýnd revían ,,Eitt Iauf“ í Sjálfstæðishusinu. Það fer ekki á milli mála að þar er á ferðinni ein skemmtilegasta revía, sem bæjarbúar hafa átt kost á um árabil. — Leikararnir Steinunn Bjarnadóttir, Þóra Friðriksdóttir, Har- aldur Á. Sigurðsson, Karl Guðmundsson og Gunnar Eyjólfsson koma fram í hinum ólíklegustu gerv- um, sem vekja mikla kát- ínu áhorfenda. Sex ungir söngvarar skemmta þar einnig með söng og dansi. WWMMMWWWWWMW4WWM Þjófarnir Framhald af 3. siðu. þeirra eru einhleypir, en ei'nn er fjölskyldumaður að ein- hverju leyti. Það er að því leyti rangt iað kalla .þá atvinnuþjófa, að þei'r voru allir í fastri vinnu þangað til á miðvikudag, en Ihins vegar fóru þeir kunnáttu- samlega og skipulega að öllu við innbrotin, og það meðal annars gerði' Ieitina bæði erfiða og um fangsmikla. iOsIo, 20. apríl. (NTB). FISKIMÁLA-ráðuneytið hef (Ur varað við of mikilli söltun þorsks til sólþurrkunar, og því Jiafa engir bátar, sem um þess- ar mundir fara til V.-Græn- lands til veiða, selt neitt af afla sínum fyrirfram. Þó er reiknað með góðu verði, þegar bátarni'r íkoma heim. Útlit er gott fyrir veiðarnar. og Valur verð- íaunuð Á SÍÐASTA vetrardag* var minnst 10 ára afmælis Þjóðleik- hussins með hátíðarsýningu á leikriti Guðmundar Kambans „í Skálholti“. Sýningin hófst kl. 7,30 og voru forsetahjónin ríkisstjórn- in og fulltrúar erlendra ríkja viðstaddir sýninguna. Athöfnin hófst með því að Sinfóníuhljóm sveitin lék þjóðsönginn undir stjórn dr. Róberts A. Ottósson- ar. Þá fluttu ávörp Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Vilhjálmur Þ. Gíslason, for- maður Þjóðleikhússráðs, og Guðlaugur Rósinkranz, þjóð- leikhússtjóri, í tilefni af 10 ára afmælinu afhenti þjóðleikhusstjóri Her- dísi Þorvaldsdóttur, leikkonu, og Val Gíslasyni, leikara, við- urkenningatskjal og verðlaun að upphæð kr. 8 þús. til hvors fyrir ágæt listræn störf á sviði Þjóðleikhússins. Þessi sjóður var stofnaður af þjóðleikhús- stjóra á vígsludegi Þjóðleiki- hússins, og er nú orðinn 85 þús. kr. og skal styrkjum úr hon- um varið til utanfara. Einn leikari hefur áður hlotið stvrk úr sjóðnum og var það Róbert Arnfinnsson.______ Kaupmannahöfn, 20. apríl. LÖGREGLAN mun nú hefja nákvæma rannsókn á ný-naz- i'staflokknum í Danmörku, þar eð flokkurinn sendir út and- gyðinglega og kynþátta-fjand- samlega bæklinga. ENN lifnar yfir aflabrögðum íslenzku togaranna, sem flestir eru að veiðum á heimamiðum. í vikunni sem leið lönduðu 11 togariar og 1 togskip afla sínum í Reykjavík, samtals um 2250 lestum, miðað við ísfisk. í yik- unni seldu tveir togarar í Bret- landi, 365 lestir fyrir 28 741 sterlingspund. Akurey seldi í Grimsby á þriðj udaginn 185 lestir fyrir 12196 pund. Á sumardaginn fyrsta seldi Jón Þorláksson í Hull 180 lestir fyrir 16 545 pund, sem er mjög góð sala. Landanir hjá Togaraaf- greiðslunni í Reykjavík í vik- unni sem leið voru sem hér seg ir: Geir landaði á mánudag 207 lestum og sama dag Neptúnus 250 lestum. Á þriðjudag landaði Hvalfell 117 lestum os Skúli Magnússon sama dag 229 lest- um. Ólafur Jóhannesson land- aði á miðvikudaginn 125 lest- um og sama dag Fylkir 272 lest um. Á fimmtudaginn landaði Ingólfur Arnarson 118 lestum af saltfiski og 47 lestum af ísr fiski og togskipið Jón Trausti landaði sama dag 68 lestum. Þorsteinn Ingólfsson landaði á á föstudag 95 Iestum af saltfiski og 48 lestum af ísfiski, og sam- dægurs landaði Þormóður gpði’ 222 lestum. Loks var verið að landa úr Gerpi í gær ca. 100 lestum og Aski ca. 230 lestum. Framangreindir togarar voru að veiðum á heimamiðum, nema Hvalfell, Skúli Magnús- son, Ólafur Jóhannesson og Askur, sem voru við Austur- Grænland. MiitMiMiMiMiiiiitiiiiMmiiminiituiiiiiiiilililliKillin' FLUG SLYS Bogotá, 20. apríl. (NTB-AFP) AÐ MINNSTA KOSTI 31 maður Iézt og 19 særðust, er kolumbíönsk farþegavél féll til jarðar og kviknaði í henni nokkrar mílur frá Bogotá, höf- uðborg Kolombíu. Var flugvél- in að lenda á Eldorado-flugvelli — 15 km. frá borginni, er hún lenti í „Ioftg!ati“ og féll til jarð- ar. Vélin var á leið frá Miami. í vélinni voru aðeins Kolombíu- menn. ! ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði |? 1 sl. haust frá deilu þeirri, 3 \ er reis í Vestmannaeyjum 3 i um bæjarstjórastöðuna p- = þar milíi Ársæls Sveins- 3 \ sonar og Guðlaugs Gísla- = sonar. Gat sá síðarnefndi i| I komið Gísla Gíslasyni 3 I stórkaupmanni í stöðuna. 3 = Mikil óeining reis í sam- == I bandi við málið meðal 3 : :t = siálfstæðismanna í Eyjum. | Nú hefxír deilan íeysíst 3 i þannig, að hver maður fær 1 s’nn skammt og á þann = I veg, er hér frá greinir: 3 = Samið var um, að Gísli 3 1 og Ársæll skyldu skipta á i| I milli sín stærstu viðskipt- H | unurn, sem bærinn hefur ij | við kaupmenn, þannig, að || | Ársæll skyldi fá að selja i| 1 bænum allt efni til stækk- =j I unar á áhaldahúsi bæjar- =j | ins, en Gísli skyidi fá að il 1 útvega nýian hafnarbát til p í Eyja og járn til bryggju- P | gerðar. En Gísli hefur um- if | boð fyrir skipasmíðastöð p | í Þýzkalandi. Una nú báð- ? I ir glaðir við sitt. .ii»iiiiii»iimniim»»«ii»»»»m»»»i»»»***»»»»*HHUi»»i»»»*»*n»3* Málverka sýning í DAG lýkur málverkasýn-' ingu Þórláks R. Haldórsen ií bogasal Þjóðminjasafnsins. —* Sýningin hefur verið f jölsótt og allmargar myndir hafa selzt. KAUPMANNAHÖFN er stundum kölluð París norðursins. Þaðan eru greiðar flugsamgöngur um a|la álfuna. 8» "IBBSw _SBSKSfc Keiaxes. «!«««•! BHOHHtev. WEF ÓSLO er aðeins í 4 tíma fjarlægð fjá Reykjavík með 'VISCOUNT. Hentugar ferðir til NOREGS í sumar með hin- um þægilegu óg vinsælu VISCOUNT skrúfuhotum. Alþýðublaðið — 24. apríl 1960 £

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.