Alþýðublaðið - 24.04.1960, Side 15

Alþýðublaðið - 24.04.1960, Side 15
þar er áreiðanlega einhver, sem getur lánað mér nál og tvinna. Verðið þér hér eða í danssalnum?“ „Ég get vel beðið hér,“ svar aði Michael. „Verið ekki lengi!“ „Nei, og þér skulið ekki gera neitt af yður á meðan.“ Hún snerist á hæl og gekk hratt í burtu. — Svo heyrði hún einhvern kalla og hún hrökk við. „Mér sýndist þetta vera þú,“ kallaði Andrew. „Þó að ég gæti ekki trúað mínum eigin augum. Svo hingað ferðu í bíó með Beryl!“ Hann hristi höf- uðið til hennar. „Litli, falski púkinn þinn!“ Cherry starði á hann. Það lá við, að hún þekkti hann ekki í óaðfinnanlegum kjól- fötum með hárið sléítgreitt þó venjulega væri það úfið og í gljáandi lakkskóm. Það var enginn, sem hún hefði frekár óskað þangað sem piparinn grær heldur en einmitt And- rew, sem hataði allt svona eins og pestina og sem hafði ekki gaman af að dansa fyrir tvo aura. „Segðu mér það,“ sagði hann, þegar hún þagði. „Og ég segi þér, að ég vil fá góða afsökun fyrir að þú laugst að mér, annars fyrirgef ég þ'ér Hana langaði til að segja, að henni væri alveg sama þó að hann fyrirgæfi sér ekki. Að návist hans væri að eyðileggja fyrir henni beztu skemmtun ævi hennar. „Ég ætla í bíó með Beryl,“ sagði hún. „En . . . Andrew, ég g°t ekki útskýrt það hér.“ „Áttu við að þú hafir ekki tíma til að finna upp afsök- un?“ „Nei, Andrew, ég á alls ekki við það. Ég —“. Hún leit að bai'num og óttaðist að Micha- el kæmi og sæi þau saman. „Andrew, elsku vinur. hlust aðu á mig. Ég er með yfir- manni mínum og hann þekkir mig ekki. Þetta er allt mjög einfalt. Eu vil ekki að hann komNt pð bví hver é? er.“ Andrew lyfti augnabrúnun- um. „Mér virðist þetta allt ann- að en einfalt. Hvernig geturðu verið hér með honum án þess að hann þekki þig?“ „Ég get ekki sagt þér það núna. Hringdu til mín á morg un . . Hann tók svo fast um hendi hennar að hún gat ekki slitið sig lausa. „Nei, það vil ég ekki. Þú verður að segja mér núna og hér hvers vegna þú, sem ég álít sérstaka vinkonu mína ert hér . . .“ „Fyrst þú lítur á mig sem sérstaka vinkonu þína, hviers vegna bauðstu mér þá ekki hingað. Þú minntist ekkert á það, þegar þú hringdir!" U „Nei, því þá vissi ég ekl>i. að ég ætti að fara hirígað. Ég neyddist til að gera það á síð- ustu stundu, vegna þess að sá, sem átti að gera það, veiktist. Hefði ég vitað það fyrr hefði ég reynt að ná í aukamiða- og bjóða þér. En nú er ég hér einn. En þar sem ég ' þekki húsbónda þinn og hann getði mér grikk um daginn hefur ‘ hann áreiðanlega ekkert á móti því að ég fái þig lánaða.“ Cherry varð þungt úm hjartarætur. Hún hafði alveg gleymt því. „En það hefur hann .... Andrew, ó, Andrew . . . vertu svo vænn . . . vertu svo vænn að segja honum ekki að þú þekkir mig. Ef þú gerir það leggur hann saman tvo og tvo . . .“ „Þetta verður alltaf ein- kennilegra og einkennilegra," tautaði Andrew og leit fast á hana. „Elskan mín. ég skal segja þér þetta allt á morgun. Ég lofa því, Andréw. En ég ye'rð að fara. Það er eitthvert flón- ið, sem reif kjólinn minn og ég verð að sauma hann sam- an.“ Og hún flýði áður en hann náði aftur í hana. Fljót sem elding og með góðri ■••kFÍálp stúlkunnar tókst henni að lag færa rifuna. Svo hraðaði hún sér til Michaels. En þeear hún sá hann nam hún staðar og stóð grafkvrr, því hann stóð við barborðið með glas í hendinni . . . og hann var að tala við Andrew. Um leið leit hann við og kom auga á hana. Og hún neyddist til að ganga til þeirra. Hann tók um hendi hennar og dró hana að sér. „Er kjóllinn kominn í lag?“ „Já. Var ég nokkuð lengi?“ „Nei, óvenjulega fljót. Við skulum dansa eftir augnablik, en ég þarf einmitt að klára úr glasinu með . . . afsakið ég hef gleymt hvað þér heitið?“ „Andrew Forrester.“ „O, já, leyfið mig að kynna ykkur. Ungfrú Dawson — herra Forrester.“ Cherry sá glampann í aug- um Andrew og hún hefði get- að drepið hann með köldu blóði. En hún var viss um að hann myndi ekki koma upp um hana, þó hann væri kann- ski afbrýðisamur yfir að sjá hana hér með Michael og for- vitinn líka. Þetta var einmitt hlutur, sem hann kunni að meta og auk þess vissi hann að hún var á valdi hans. Hann gat komið upp um hana, ef hann vildi og honum fannst skemmtilegt að hafa hana á valdi sínu. „Viljið þér ekki eitt glas, ungfrú Dawson?“ ’spurði And- rew kprteislega. „Nei, þúsund þakkir.“ „Þér verðið að fá eitt glas með okkur,“ sagði Michael. „Ég var að byrja á mínu og ég get ekki drukkið hratt.“ „Það er alveg satt, mig lang ar ekki til þess, takk fyrir.“ „Það er alveg satt mig lang- ar ekki til þess, takk fyrir.“ Andrew leit á Michael. „Vinnur íitla græneygða gyðjan mín enn hjá yður?“ Michael hló. „Vitanlega. Nú man ég að þér kölluðuð hana það. Já, hún er enn hjá mér.“ „Hvílík stúlka!“ sagði And- rew hrifinn. „Þér eruð hepp- inn að hafa hana!“ „Já, hún er mjög dugleg.“ Cherry lagði höndina á handlegg Michaels. „Það er verið að spila uppá- haldslágið mitt, eigum við ekki að dansa?“ „ Jú, endilega, vina mín.“ „Ég er víst eini einmana maðurinn hér í kvöld,“ sagði Andrew. „Ég ákvað að fara á síðasta augnabliki og hafði hvorki tíma til að ná mér í dömu eða búning. Hefði ég vitað betta fyrr hefði ég boð- ið einkaritara yðar með,“ sagði hann við Michael. „Finnst yður gaman að dansa?“ spurði Michael, sem alls ekki gat ímyndað sér ung- frú Blake á dansgólfi. .,Ég er nú hræddur um það! Hún er eiginlega atvinnu dansmær. Allir karlmenn vilja dansa við hana.“ ,.Er þetta sátt?' Því hefði ég aldrei trúað.“ Andrew hristi höfuðið. „Þér kunnið alls ekki að meta hana Cherry litlu mína. Mér fannst þáð líka, þegar ég talaði við yður fvrir utan skrifstofuna um daginn. Og það minnir mig á dálítið, sem við eigum óupp- gert okkar á milli. Hvað kom yður til að segja, að þér hefð- uð sent hana heim, þegar hún var alls ekki veik?“ Cherry tók um hendina á Michael. Þetta var farið að verða mjög óþægilegt. „Nú skulum við fara að dansa,“ sagði hún og gaf honum ekki færi á að svara Andrew. „Þetta er hjartalaust af yð- ur, ungfrú Dawson,“ sagði Andrew og gerði sér upp sorg. v,Hér stend ég og tala við ykk- ur já ég var einmitt farinn að velta bví fyrir mér hvort þér vilduð ekki lána mér döm- una yðar eitt augnablik Bond, fvrst ég er einn hérna? Bara nokkra dansa?“ Cherrv roðnaði. „Mig lang- ar ekki til að láta lána mig, takk.“ „Þetta er ekki fallegt af yður. un«f’’ú Dawson.“ sagði Andrew ásakandi. ..Ég hélt að þér vorkenndnð mér. Því mið- ur eru ekki neinar aukadömur hér.“ ,.N“i. o« pr lp;tt vðar vegna.“ savði Michael stuttur í snuna ocf'léiddí hana á b'"ott. Prm kinkaði hatm kolli í kveðiuskvni o« tnk utan um hang o« «a«ði afaakqndi: ..Mér finnst þetta mtög leitt, en hann kom til m'u rnoðan bér voruð að rríð kióUnn vðar O— + bð V,ð f^ngjum okkur eitt «1as saman.“ .‘.-Þettq geröi ekkert til, en mér fannst mð pðoins vera búin Q?: fq v.Arf nf „Já. árpiðanlep'a Mér f«nnst hoð óhpfT—i1po' frékiq að hann skvldi biðia yður um dans.“ NÍU SINNUM í VIKU fljúga VISCOUNT skrúfuþoturnar vin- sælu til KAUPMANNAHAFNAR í sumar og tvær ferðir í viku til HAMBORGAR. og ROLLS-ROYCE eru trygg- Jng fljótrar og þægilegrar ferðar til meginlanda Evrópu. Daglegar flugsamgöngur í sumar um Kaupmannahöfn. ~nsssasst&sasisgs‘ ÖSRW!SSHS»r HSSfifiitSððF fil R ». » «Sfi Sfiði, . XÍWKSHððtK. BSSfiRífiSfiSflflSfx. jflaiMíass EraiHHISKK ^KHHHHHHfil Alþýðublaðið — 24. apríl 1.960 £5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.