Alþýðublaðið - 28.04.1960, Side 2

Alþýðublaðið - 28.04.1960, Side 2
mzmmmm) Œtgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar citstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14 903. Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- Cata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði t lausasölu kr. 3.00 eint. 82 þjóðír vildu 12 mílurnar! ÞAÐ er athyiglisvert um Genfarráðstefnuna um ' Xandhelgismál, að í raun réttri vildu að minnsta : kosti 82 þjóðir af 88, sem ráðstefnuna sóttu, 12 ! mílna fiskveiðilandhelgi í einhverri mynd. Þrátt | fyrir þetta náðist ekki samkomulag, og renna ýmsar stoðir undir þau málalok. Kemur það fram, | að hinar ýmsu þjóðir hafa mjög ólíkra hagsmuna | að gæta. j íslendingar og ýmsar nýfrjálsar þjóðir í Asíu og Afríku vildu 12 mílna fiskveiðilandhelgi, en voru algerlega mótfallnar sögulegum rétti. j 'fc Bretar, Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir, sem veiða mikið á fjarlægum miðum, vildu fallast á 12 mílna fiskveiðilandhelgi, ef þeir fengju sögulegan rétt í nokkur ár. | -jfc Sovétríkin og fylgiríki þeirra vildu 12 mílna fiskveiðilögsögu því aðeins, að þeir fengju líka viðurkennda 12 mílna hernaðarlandhelgi, sem j þeir hafa. Það er þeirra eiginlega áhugamál. j Arabaríkin vildu 12 mílna fiskveiðilandhelgi því aðeins, að þau fengju líka 12 mílna póli- tíska landhelgi, m. a. til að geta lokað Akaba- flóa fyrir ísraelsmönnum. Til skamms tíma hefur verið haldið fram, að ! ólöglegt hafi verið af íslendingum að taka sér 12 ! mílna fiskveiðilandhelgi, enda þótt fjórðungur jþjóða heims hefði gert það á undan okkur. Eftir ! Jpessa útkomu í Genf verður varla sagt framar, að ! 12 mílna fiskveiðilandhelgi eigi ekki sterka stoð ! í vilja mannkynsins. Af þessum sökum verða íslendingar að vona, að þeir fái frið með landhelgi sína. Jafnvel þjóðir, i'. sem af ýmsum sérstökum ástæðum ekki greiddu ! atkvæði eins og íslandi hefði komið bezt í Genf, gáfu yfirlýsingar um að þær skildu sérstöðu okk- ar og hefðu samúð með henni. 1 íslenzka sendinefndin hélt vel á málstað okk ar, og henni tókst að fyrirbyggja samþykktir, sem hefðu orðið andstæðar hagsmunum þjóðarinnar, ' jafnframt því sem hún gerði hverja þá tilraun, sem nokkur von var til að gæti tryggt okkar að- j r stöðu. Staða Islands er nú sízt verri en hún var ! fyrir ráðstefnuna. Hannes Frú X tekur hressilega til máls. Hvar á fóík að geta sýnt glæsileik sinn og yfirburði? „FKÚ X skrifar mér eftirfar- andi: „Þér verSið að afsaka, en þegar þér farið óvirðulegum orð um um. afmælishátíð Þjóðleik- ' hússins, sem halda á í vor, — kallið hana meira að segja „til- gangslaust tildur“ og „ógeð- fellda sýndarmennsku“, þá get ég ekki annað en mótmælt. — Hamingjan veit að ef nokkuð má finna að í sambandi við svona hátíðir, eins og þessa, sem á að vera í vor, þá er það hve fáar þær eru! ÉG ÆTLA rétt að segja það, að ég er hrein og bein alþýðu- kona, og snobbismi er ekki til í mér, svo ég veit hvað ég er að segja. En svo er guði fyrir þakk- andi, að við hjónin höfum kom- izt í sæmileg efni og meira að segja var maðurinn minn sæmd- ur fálkaorðunni fyrir nokkrum árum. (Hér er náttúrléga ekki rétti staðurinn til þess að segja frá öllu þrefinu sem það kost- aði, mest um vert að réttlætið sigraði að lokum). EN MÉR er spurn: Hvar eig- inlega er ætlazt til þess að menn noti þessar orður? Er kannski meiningin að hafa þær læstar niður í skúffu? Nei, og aftur nei. Það hefur aldrei verið hug- myndin. Þær eru einskis virði, ef aðrir fá ekki að sjá þær og hverjir eru sæmdir þeim. Og nú kem ég aftur að því sama: tæki- færin til þess að punta sig með tákninu um æðsta heiðurinn, sem þjóðin sýnir sonum sínum: fálkaorðunni, eru sorglega fá. ÞAÐ ÆTTI eiginlega að vera skylda orðunefndarinnar að gefa þeim, sem orðurnar hljóta, — miklu fleiri tækifaéri til þess að njóta þeirra á opinberum vett- vangi. Orðunefndin ætti að sjá um opinber samkvæmi eða veizl ur, þar sem þeir einir fá aðgang sem hafa verið sæmdir heiðurs- merkjum. En á meðan slík sam- kvæmi eru ekki skipulögð ætti orðunefndin að stuðla að því að aðrir aðilar héldu slík hátíðahóf, eins og t. d. Þjóðleikhúsið ætl- ar að gera nú. MÉR FINNST sjálfsagt, að Þjóðleikhúsið héldi árlega upp á afmæli sitt á þennan hátt. Svo gætu fleiri stofnanir tekið upp þennan sið, eins og t. d. útvarp- ið, menntamálaráð, listaverka- m kaupanefnd eða hvað hún heit- h o r n i n u ir, Hestamannaféalgið og jafn- vel margir fleiri. Það ætti að vera eitlhvert ráð, sem stjórnaði þessu og skipulegði. NEI, HERRA MINN. Ég vil að minnsta kosti, að það heyrist ein almúgarödd, sem kann að meta sósæití, og andmælir þess um skrifum yðar. Ég verð svo að bæta því við, að ég skil ekki hugsunarhátt þeirra manna, — sem ekki kunna að meta það, — þegár glæsilegt og fínt fólk kem ur saman og skartar sínu bezta. Til hvers er þá líka verið að flytja inn kjóla sem kosta mörg þúsund krónur, cape og annan glæsifatnað? Þetta á ég allt. SVO MÁ bæta einu við. Ég efast stórlega um að nokkuð sýni sjálfstæði þjóðarinnar eins áberandi og glæsiiéga eins og svona veizlur. í þeim eru alltaf margir sendiherrar og fulltrúar annarra ríkja og þeir hafa aug- un hjá sér, og það hefur mikla þýðingæ að þeir sannfærist um, að við íslendingar séum engin kotþjóð. Þetta veit ég að er al- veg satt, því ég hef heyrt menntaðan mann segja þetta, og ég hef einu sinni fengið að taka þátt í svona með manninum mín um. VIÐ ÍSLENDINGAR, sem hvorki höfum konung eða drottn ingu, þurfum að vinna okkur upp í þessum efnum, ef svo mætti segja. Nágrannaþjóðir okkar hafa stórt forskot á þessu sviði þar sem eru hirðir og öll sú tradisjón, sem þeim fylgir. Með forsetaembættinu var stig- ið stórt spor til þess að bæta okk ur þetta upp og ég veit enga CARMINA BURANA, Can- ciones profanes, veraldlegir söngvar fyrir söngsveit, hljóm- sveit og einsöngvara eftir tón- skáldið Carl Orff, voru annað hátíðaverkefnið, sem flutt er í Þjóðleikhúsinu í tilefni af 10 ára afmæli leikhússins. Þetta verk er án efa ei'tthvert nýstár- legasta og sérkennilegasta verk efni, sem tekið hefur verið fyr- ir hér á sviði tónlistar nú lengi og er skemmst af að segja, að tónlei'kar þessir voru sérlega skemmtilegir og flutningur þessa mjög svo erfiða verks tókst afar vel. Á stjórnandinn, dr. Róbert A. Ottósson, skilið mikið hrós fyrir þessa tónleika. Hljómsveitin var Sinfóníu- hljómsveit íslands og söngfólk- ið var úr Þjóðleikhússkórnum hátíðlegri stund en þegar allir gestir Þjóðleikhússins á frum- sýningu, fullskipað hús af glæsilega búnu fólki, með orður og þess háttar, stendur upp eina og einn maður og hyllir Forseta íslands. (Ég má til að skjóta því hér inn í, að ég er ákaflega hrif- in af þeirri háttvísi íslepzku dag blaðanna að taka alltaf fram að það sé Forseti íslands, sem um er að ræða. Annars gæti maðiur alltaf haldið að verið væri að tala um forseta einhvers ann- ars lands: Forsetinn var viðstadd ur sýninguna. Hvaða forseti? — Kannski Eisenhower eða Syng- man Rhee? Eða að taka upp ein- hvern púkalegan ósið eins og t. d. Bandaríkjamenn, sem kalla sjálfan forseta sinn Ike!) SVO MEGA allir góðir Islend- ingar vera þakklátir þjóðleikhúg stjóranum að skipa Forseta ís- lands verndara afmælis Þjóð- leikhússins. (Takið eftir: For- seta íslands!) „Verndara", —, alveg eins og tíðkast með virki- legum konungsþjóðum! Og svo heiðursnefnd afmælisins! Svona marga fína menn í einu og sömu nefndina, sem ekkert á að starfa, bara að vera nefnd. Ef þetta er ekki ,,aristókratí“ þá er ég illa svikin. Ef þetta vekur ekki ver@ uga athygli langt út fyrir land- steinana, þá er mér illa brugðið. ÞAÐ GETUR vel verið að ég sé orðin allof langorð um þetta, en mér er þetta allt saman svo mikið áhugamál, að ég bara mátti til. Ég skal kannast hrein- skilnislega við, að ég er alveg óvön að skrifa í blöðin, svo ég fékk einn ágætan vin minn tili þess að hreinskrifa greinina, og þess vegna veit ég að hún er al- veg frambærileg. (Hann er. menntamaður). EKKI TRÚI ég öðru, herrá Hannes, en að þér séuð á sama máli og ég, þegar þér athugið þetta allt niður í kjölinn. Haldið þér ekki t. d. að það setji mik- inn svip á hátíðahöldin 17. júnl Framhald á 14. síðu. og hinum nýja Fílharmoníukór. FéU söngur og lei'kur mjög vel saman og nákvæmnin yfirleitt prýðileg. Það yar voldugur hljómur, þegar allt skom sam- an. Einsöngvaarr voru frú Þur-« íður Pálsdóttir, Kristinn Halls- son og Þorstei'nn Hannesson og skiluðu þau hlutverkum sínum prýðilega. Ég var hrifinn af raddmagninu í falsettó-söng Þorsteins, þegar hann söng söng steikta svansins. Það er ánægjulegt að mega nú ei'ga von á, að veigamiki! kórverk verði flutt hér að stað- aldri eftir stofnun Fílharmón-i íukórsins, og það var sannar-. lega vel af stað farið í Þjóðleik- húsinu sl. laugardagskvöld. G. G. | Carmina Burana 2. 28. apríl 1960 — Alþýðublaðið "riífii .SS -™ '6íSíií-íu^41A J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.