Alþýðublaðið - 28.04.1960, Síða 3

Alþýðublaðið - 28.04.1960, Síða 3
ar vill borga 2,20 VESTMANNAEYJUM, 27. apr. Mikil deila er risin hér um fisk verðið. Hefur Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, sem er eign Einars Sigurðssonar, ekki fall- izt á að greiða nema kr. 2,20, en útgerðarmenn vilja halda við verð það, er Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefur á- kveðið. Talsvert margir Austfjarða- bátar hafa lagt upp afla sinn hjá Hraðfrystistöð Vestmanna- eyj a og er mikill kurr meðal Heimsækja Bandaríkin ÞRÍR íslenzkir verkalýðsleið- togar eru um þessar mundir á ferðalagi í Bandaríkjunum. Þeir eru: Magnús Ástmarsson, for- maður Hins íslenzka prentara- félags, Jón Sigurðsson, formað- ur Sjómannasambands íslands, og Magnús Jóhannesson, tré- smiður. Þeir hafa m.a. átt fund með ýmsum bandarískum verkalýðs leiðtogum og þingmönnum, auk þess sem þeir munu ferðast vítt og breitt um Bandaríkin fram í miðjan júnímánuð. M.a. munu þeir heimsækja bækistöðvar bandaríska flughersins að Oma- ha í Nebraska og gervitungla- stöðina aið Cape Canaveral á Florida. eigenda þeirra í garð Einars Sigurðssonar. Einn af útgerðarmönnunum að austan er sagður hafa látið þau orð falla, að þeir hefðu bú- izt við öðru af þingmanni Aust- firðinga en að hann hagaði sér af stráksskap í þessu máli. Mjög hefur þornað upp með netaveiðina og hafa allmargir bátar þegar tekið upp netin. Nokkrir hafa tekið línuna fram aftur. Einn bátur hefur aflað mjög vel á línuna. Er það stígandi, sem nú er í 4. róðri. í 1. línu- róðrinum fékk hann 15 tonn, 18 tonn í þeim næsta og 20 í þriðja róðri. í dag eru hér þrjú skip að lesta fisk og fiskafurðir til út- flutnings. — P.Þ. 1. maí fundur FUNDUR verður haldinn í 1. maí nefnd verkalýðsfélag- anna í Reykjavík í kvöld klukk an 8.30, í félagsheimilinu að Freyjugötu 27. Slætt í Tjörninni rannsóknarlögreglan lét í gærmorgun slæða í Tjörn- inni í Reykjavík eftir tveim peningakössum, sem „snyrti- mennin“ höfðu fleygt þar eftir innbröt. Ástæðan fyrir því, að rann- sóknarlögreglan vill ná í pen- ingakassana er, að í þeim eru ýmsir pappírar og einnig banka bækur, sem eigendur vilja helzt fá aftur. Þjófarnir sögðust hafa hent kössunum út iaf Tjarnarbrúnni eftir að þeir höfðu hirt úr þeim það, sem þeir girntust. Þeir fundust ekki í gær. Þarna er mikil leðja á botninum, svo ekki er ólíklegt, að erfiðlega gangi að finna þá. Frekari tilraunir verða gerð- ar til að reyna að ná peninga- kössunum Alþýðuflokksfélag Hafnar- fjarðar ræðir fjárhagsáætlun ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Hafnarfjarðar heldur almennan fé- lagsfund næstkomandi mánudagskvöld klukkan 8.30 í Alþýðu- húsinu við Strandgötu. Fundarefni Fjárhagsáætlunin. — Framsögumaður Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri. Félagsmenn eru beðnir að f jölmenna. fiegar hamingjan er fylgispök HVERGI í heiminum er eins mikið af merkjasölum og happdrættum eins og á íslandi. Fólk hefur oft ver ið að brjóta heilann yfir því hverjir það eru, sem hljóta vinningana. Oft heyrist fólk segja: „Það er eins og allir aðrir en ég geti fengið þessa vinn- inga.“ 44 En nú hefur Alþýðublað ið komizt að því hvert nokkur hluti af vinning- unum hefur farið að und- anförnu: Rétt eftir áramót fóru tvær systur á dansleik í Framsóknarhúsið. Þær keyptu sig inn á dansleik- inn eins og lög gera ráð fyrir. Aðgöngumiðarnir giltu sem happdrættismið- ar og átti að draga í happ- drættinu litlu seinna um kvöldið. Þegar dregið var í happ drættinu komj það í ljós, að önnur systirin hafði unnið ferð umhverfis Iandið fyrir tvo, en hin systirin hafði fengið bóka verðlaun. Systurnar, sem hér um ræðir, heita Erla og Svala Eggertsdætur, og það var Erla, sem vann ferðina kringum landið. Má nú ætla tað systurnar hafi verið ánægðar með þessa góðu vinninga. En nokkrum dögum seinna fara svo þessar sömu systur til að spila bingó, og þá aftur í Fram- sóknarhúsið. Að þessu sinni vinnur Erla ferð til Mallorka fyrir einn, en Svala fær sælgæti í verð- laun. Væri nú hægt að ætla að þetta væri há- mark þess, sem kallast heppni, En ekki hafði heþpnin snúið við þeim baki enn- þá, því nú vinnur Svala í happdrætti DAS bifreið, Zodiac, model ’60. En nú hafa stúlkurnar hætt þess ari arðbæru atvinnu sinni að sinni. Um páskana fóru þær svo báðar til Mallorka, þar sem þær undu heila viku í sól og hita, en eru nú komnar heim, og hver veit nema þær taki upp fyrri iðju innan skamms. WWUHWmWWWMWVWMWWWWWWVWMWMWWWWVVWMWWWWmWWWMW Hvalfjörður, Breiða- fjörður, Þorlákshöfn BENEDIKT GRONDAL flutti framsöguræður fyrir þrem þingsályktunartillögum í sam- einuðu alþingi í gær. Var ein þeirra um fiskileit á Breiðafirði önnur um björguniar- og gæzlu- skip fyrir Breiðafjörð og sú þriðja um lántöku til að bæta veginn fyrir Hvalfjörð. Unnar Stefánsson flutti' fram sögu fyrir tillögu sinni um brú á Ölfusá, og gerði hann ýtar- lega grein fyri'r þeim miklu framtíðarmöguleikum, sem eru í Þorlákshöfn, hinni glæsilegu útgerð þar og frystihúsi, sem er að taka til starfa, og rökstuddi brýna þörf þessa vaxandi' þorps fyrir greiðar samgöngur austur yfir Ölfusá við byggðirnar þar. Benedikt flytur ásamt öðrum þingmönnum Vesturlandskjör- dæmis tillögu um lei't að rækju- humar- eða smásíldarmiðum í Breiðafirði með tilliti til niður- suðuiðnaðar í Stykkishólmi. Kvað hann þörf á því að auka fjölbreytni' atvinnulífsins í Stykkishólmi, og hefði hrepps- nefnd ásamt atvinnurekendum þar helzt staðnæmzt við niður- suðu. Þá flytja þingmenn Vestur- lands tiHögu um björgunar- og gæzluskip fyri'r Breiðafjörð, en íbúar þar vestra og Breiðfirð- ingar í Reykjavík hafa af mik- illi orku safnað 7—800 000 kr. í sjóð til slíks skips. Árekstrar brezkra togara og snæfellskra báta fyri'r skömmu eru glöggt merki þarfarinnar fyrir slíkt eftirlitsskip. Uoks falaði Benedikt fyrir til lögu um lántöku til að bæta veginn fyrir Hvalfjörð. Kvað hann þennan veg, sem tengir saman allt Vestur-, 'Norður- og SUJ MEÐ því að mikil aðsókn er að borðhaldinu á árshátíð SUJ í Lido nk. laugard'ag, eru menn beðnir að vitja miða sinna strax í dag. Miðar afgreiddir á flokks skrifstofunni í Reykjavík. I Hafnarfirði í Alþýðuhúsinu frá 5—7. Austurland við Reykjavík og Suðurland, vera veikasta hlekk- i'nn í vegakerfinu umhverfis landið. Þar vantar yfir 20 km af upphleyptum vegi, en er not ast við ruðninga. Tillgunum var öllum vísað til nefnda. Alþýðublaðið — 28. apríl 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.