Alþýðublaðið - 28.04.1960, Page 7

Alþýðublaðið - 28.04.1960, Page 7
Viðtal við Gylfa Þ. Gíslason Gylfi Þ. Gíslason við- skiptamálaráðherra var viðstaddur opnun hinnar miklu vörusýningar í Hannover sl. sunnudag, en öllum viðskiptamálaráð- herrum Norðurlandanna hafði verið boðið að vera viðstaddir opnun sýninig- arinnar. Kom ráðherrann heim í fyrrakvöld. AlþýðublaSið átti í gær stutt viðtal við ráðherrann um för- ina og fer það hér á eftir: Hvenær hélztu utan? — Ég flaug út á laugardags- morguninn var ásamt Gunnari Guðjónssyni formanni Verzlun- arráðsins og Sveini Valfells, formanni Félags íslenzkra iðn- rekenda, en þeir höfðu einnig verið boðnir til þess að vera fulltrúar íslands við opnun vörusýningarinnar á sunnu- dagsmorgun og á norræna við- skiptadeginum á mánudag. Einrfig var samferða okkur stór hópur kaupsýslumanna, en alls munu 60—70 íslendingar sækja þessa sýningu, sem er orðin stærsta iðnaðarvörusýning í heimi. Sýningin var opnuð á sunnu- dag, var það ekki? — Jú, Erhard efnahagsmála- ráðherra Þýzkaiands opnaði KEFLAVÍK, 27. apríl. Fundir hafa verið hæði mjög sjaldan og óreglulega í bæjarstjórn Keflavíkui- að undanförnu. í gærkvöldi var þó fundur og lá m.a. fyrir honum sam- þykkt (tveggja íhaldsmanna) frá ráfveitunefnd’ Keflavíkur, þar sem farið er fram á mjög mikla hækkun á rafmagni, eða um 25%. Málinu var frestað til næsta fundar. sýninguná á sunnudagsmorgun og voru þar viðstaddir ráðherr- ar frá öllum Norðurlöndum og sendiherrar þessara landa og höfuðborgum þeirra og Bonn. Ræða Erhards vakti mikla at- hygli, enda fyrsta stóra ræðan, sem hann heldur, eftir að hann hafði verið frá störfum um skeið vegna veikinda. Menn lögðu auðvitað fyrst og fremst eyrun við því, sem hanri hefði að segia um stefnu sexveldanna og sjöveldanna á sviðskiptasvið- inu og hinar svo nefndu Hall- stein-tillögur. sem miða að því, að hraða framkvæmd samnings sexveldanna um IV2 ár og taka upp sameiginlegan toll gagn- vart öðrum ríkjum þegar 1. júlí n.k. Þessar fyrirætlanir hafa sætt mikilll gagnrýni af hálfu sjöveldanna. Skildu menn um- mæli Erhards í ræðu hans al- mennt á þann veg, að hann og býzka stjórnin mundi beita sér fyrir því, að framkvæmd Hall- stein-áætlunarinnar yrði frest- að til ársloka, þannig að tími gæfist til frekari viðræðna milli sex- og sjöveldanna. Komu íslendingar éitthvað fram á vörusýningunní? — Á norræna viðskiptadeg- inum á mánudag, sem sóttur var a£ 550 manns, fluttu for- ystumenn úr viðskiptalífi Norð urlandanna ræður um iðskipti lahda sinna ög Þýzkalands. Af íslands hálfu fíutti Gunnar Guðjónsson formaður Verzlun- arráðsins ágæta ræðu. Á eftir fóru fram umræður milli full- trúa frá Norðurlöndunum og Þýzkalandi. Snerust þeir eink- um um sexveldin og sjöveldin. Af íslands hálfu tók Sveinn 'Valfells þátt í þeim og gerði Fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarstjórninni eru andvígir þessari hækkun og munu berj ast gegn henni, þar sem reikn- ingar rafveitunnar fyrir sl. ár liggja ekki fyrir, en fjárhags- afkoma rafveitunnar var hins vegar ágæt á árinu 1958. Bæjarstjórnarmeirihluti í- haldsmanna er með þessari hækkun á rafmagnsverðinu. — H.G. — skýra grein fyrir, hvers vegna við stæðum utan við þessi sam- tök. Þessum norræna viðskipta degi lauk svo með því, að af hálfu norrænu ráðherranna töl- uðu sænski ráðherrann og ég, og að síðustu próf. Erhard. Er sýningin sjálf ekki mikil- fengleg? — Sýningin ér geysistór og feykimikið að sjá. Sýningar- svæðið er 447.000 fermetrar og fvrirtækin, sem sýna, 4791 að tölu, þar af 836 erlend. Fvrir- ferðarmestur er vélaiðnaðurinn, þá rafmagnsiðnaðurinn, stál- framleiðendur, efnavöru- og' gerfiefnaframleiðendur o.s.frv. Fjölmargar nýjungar voru þarna á ferðinni, t.d. í gerfi- efnaiðnaðinum og ýmissi vél- tækni. Hvaða deild sýningaíinnár vekur mesta eftirtekt? — Sýningargestir virtust flykkjast mjög að sýningarskál- um Kruppverksmiðjanna, er þar var sýnd nákvæm eftirlík- ing af kúlu þeirri, sem Piccard kafaði í niður á hafsbotn í 11 000 metra dýpi, en Krupp smíð aði þá kúlu. Gamli Piccard og sonur hans, sem heldur áfram rannsóknastarfi föður síns, voru viðstaddir opnun sýningarinnar og hélt Piccard eldri fyrirlest- ur á mánudag í sýningarskál- anum, þar sem hann skýrði frá rannsóknum sínurti og fyrstu köfunarferð sinni. Að lokurh spúrði Alþýðuhlað-, ið viðskiptamálaráðherra um giídi þess, að fslendingar sendu fulltrúa á sýningu sem þessa og fórust honum þá orð á þessa leið: '— Enginn Vafi er á því, að það hefur mikið landkynning- argildi fyrir íslendinga að hafa ferigið tækifæri til þess að vera aðílar að norræna viðskipta- deginum á þesSari miklu vöru- sýningu, þótt við séum eina Norðurlandaþjóðin, sem ekkért sýnum þar. Þarna var gott tæki færi til þöss að kynna forystu- mönnum á sviði viðskiptamála og í viðskiptalífi Þýzkalands og hinna Norðurlandanna áhuga- mál okkar í útflutnings- og inn- flutningsmálum. T urvey staddur hér PRÓFESSOR Ralph Turvey, prófessor í hagfræði við háskól- ann í London (London School of Economics) er staddur hér í boði Háskól'a íslands og British Council. 25% MÆKKIM Á RAFMAGNI í KEFLAV9BÍ? illl 'x'xvx'::;.: . Aðalstræti. — Þar hefur hann á boðstólum blóm, málverk, ljóðabækur, upp- stoppuð dýr og fugla m.m. Kjallarinn verður opinn alla virka daga eins og venjulegar verzlanir, það er að segja þegar Vilhjálrii ur er við, og er öllum að sjálfsögðu heimílt að líta niður og skoða og verzla. Listmuna verzlun VILHJÁLMUR skáld frá Skáholti opnaði um síð- ustu helgi blóma og list- munaverzlun í kjallara við bæjarfógetagarðinn í Smetácek st jórnar SINFÓNÍ UHL J ÓMSVEIT ís- lands flytur 5. afmælistónleika sína í Þjóðleikhúsinu n.k. föstu dagskvöld kl. 8,30. Stjórnandi liljómsveitarinnar verður Vác- lav Smetécek frá Prag. Á efn- isskránni eru íslenzk og tékk- nesk tónverk. Fyrst flytur hljómsveiti'n for leik að gamanleik eftir Jindrich feld, sem er eitt efnilegasta ung tónskáld Tékka. Jindrichfeld er fæddur 1925, og eru nokkur verk hans þegar orðin kunn víða um heim. Næst á efnis- skránni er Intrada og Kanzóna eftir Hallgrím Helgason. Verk þetta er fyrir strengjasveit, og er nú flutt f fyrsta skipti hér á landi. 'Verk þetta samdi Hall- grímur 1952 fyrir tónleika í Kaupmannahöfn, sem hann stjórnaði sjálfur sama ár. Verk- ið var þá flutt af Tívólí-hljóm- sveit Kaupmannahafnar. Hefu ? verk þetta verið valið til flutn - ings á norrænni tónlistarhátíd, sem verður haldin í Stokkhólmi á þessu ári. Þriðja verkið á efnisskránni eru dansar frá Mæri eftir tékk™ neska tónskáldið Leos Janacek, en hann er eitt af kunnustu tcn- skáldum Tékka á þessari cld. Janacek er þekktastur fyrir ó * peruna Januta, sem hefur veriö flutt víðsvegar um Evrópu. —* Janacek lézt árið 1928, þá rúm- lega 70 ára að aldri. Síðasta verkið á efnisskránni er sinfónían „Frá nýja heimiri- um“, no. 9 eftir A. Dvorák. Siií- fóníu þessa samdi Dvorák með- an hann dvaldist vestanhafa sem skólastjóri tónlistarskólá * New York. Sinfónía þessi hefnt* verið flutt hér áður og er flest*» um vel kunn. Alþýðublaðið — 28. apríl 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.