Fréttablaðið - 23.04.2001, Page 2
KJÖRKASSINN
ÞÓRÐUR
FRIÐJÓNSSON
Netverjar vilja ekki
leggja hann niður
Á að leggja
Þjóðhagsstofnun
niður?
Niðurstöður gærdagsins
á wvw.vísir.is
Kannski
Spurning dagsins í dag:
Á að setja lög á sjómannaverkfall?
61%
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun
msBUM;
DÝRAHRÆ BRENND
Yfir 1400 tilfelli gin-og klaufaveiki hafa ver-
ið staðfest í Bretlandi
Gin og klaufaveiki:
Dýrin grafin
en ekki brennd
london Yfirvöld í Cumbria-héraði í
norðausturhluta Englands afréðu í
gær að grafa dýrahræ, sem slátrað
hafði verið vegna ótta gin- og klaufa-
veikifaraldursins. Hræjunum hafði
verið safnað í haug til brennslu en
ótti hefur vaknað í Bretlandi að reyk-
urinn sé heilsuspillandi. í grein bres-
ka dagblaðsins The Indipendent í
gær segir að reykurinn frá brennslu
hræjanna sé eitraðri en frá verstu
verksmiðjur landsins. Talsmaður
landbúnaðarráðuneytisins sagði að
ekki yrðu brennd hræ fyrr en ríkis-
stjórnin hefði fulla vissu að öllu væri
óhætt. ■
I ERLENT I
Tveir geimfarar á geimskutlunni
Endavour fengu sér geimgöngu í
gær, sunnudag, og komu fyrir 17
metra háum róbót við geimstöðina
Alpha. Róbótinn er framlag Kanada-
manna til alþjóðlegu geimstöðvar-
innar Alpha og mun verða notaður
til uppbyggingar stöðvarinnar.
Alpha hefur verið í smíðum síðan
árið 1998 og er áætlað að verkinu
ljúki árið 2006.
Rólegheit einkenndu 75. afmælis-
dag Elísabetar Englandsdrottn-
ingar á laugardag. Hún kaus að
verja deginum með eiginmanni sín-
um, Filip prins, og höfðu þau hjón
hægt um sig í Windsorkastala. Hefð
er fyrir því í Bretlandi að gera lítið
úr afmælisdegi drottningar en al-
menningur heldur upp á daginn
fyrsta laugardag í júní.
FRÉTTABLAÐIÐ
25. apríl MÁNUPACUR
Valfrjáls samræmd próf í grunnskólum hefjast í dag:
Langflestir nemend-
ur þreyta prófin
If-Y-rM—’BBMa.
menntamál Samræmd próf 10. bekkj-
ar í grunnskólum hefjast í dag. Próf-
in eru fjögur, í dag er prófað í ís-
lensku, á morgun í ensku, á miðviku-
daginn í dönsku og á föstudaginn í
stærðfræði.
f ár er valfrjálst að taka prófin í
fyrsta sinn. Hægt er að velja að taka
öll prófin, ekkert þeirra og allt þar á
milli. Framhaldsskólar munu eftir
sem áður taka mið af einkunnum á
samræmdum prófum við inntöku
nemenda. ,
Á næsta ári fjölgar samræmdu
prófunum um tvö en þá verður einnig
prófað í raungreinum og samfélags-
greinum og getur þá val grunnskóla-
nemenda á greinum sem þeir taka
samræmd próf í byggt á því í hvers
konar nám þeir stefna að loknum
grunnskóla.
Að sögn Sigurgríms Skúlasonar
sviðsstjóra samræmdra prófa hjá
Námsmatsstofnun hafa frá 92,7 til
96,3% nemenda í 10. bekk skráð sig í
samræmd próf, eftir greinum, en við-
búið er að nokkuð færri þreyti prófið.
í fyrra þreyttu 94,7 til 96% nem-
enda próf. Ástæðan fyrir að nemend-
ur þreyttu ekki próf voru að hægt var
að fá undanþágu frá próftöku í sér-
stökum tilvikum, veikindi og fjarvist-
ir án skýringa. ■
UNDIRBÚNINGUR UNDIR PRÓF
Guðmundyr Sighvatsson skólastjóri Aust-
urbæjarsköla var i óða önn að gera klárt
fyrir prófin seinni partinn í gær. Prófin eru
geymd í innsigluðum kössum sem opnaðir
eru undir eftirliti skömmu áður en hvert
próf hefst.
■CaMM
ÍSLENSKT GRÆNMETI I RÆKTUN
í dag er nánast ómögulegt að selja erlent grænmeti hér á landi - eftir að tollar voru stórhækkaðir. Þetta á sérstaklega við um tómata.
Innflutningur á tómötum
stöðvast í dag
Með tollabreytingu í dag tekur ríkið 240 krónur í sinn hlut af verði hvers kílós af erlendum tómötum.
Tilbúin verðmyndun fyrir innlenda framleiðslu, segir framkvæmdastjóri Bónus.
neytendur Með því að fjórfalda tolla á
tómata á rúmum mánuði kemur ríkið
í veg fyrir að innflutningur borgi sig.
í dag hækkar verðtollur úr 22,5 í 30
prósent og magntollur fer úr 148
krónum í 198 krónur á kílóið. Ljóst er
að erlendir tómatar munu ekki geta
veitt íslensku framleiðslunni sam-
keppni, en hún kemur í búðir í dag.
Hlutur ríkisins hefur verið hækk-
aður kerfisbundið að undanförnu
með skörpum tollabreytingum. Sú
krónutala sem neytendur þurfa að
greiða til ríkisins fyrir hvert tómat-
kíló hefur aukist jafn og þétt frá
miðjum mars. Innkaupsverð ákveð-
ins heildsala á einu kílói af tómötum
eftir 16. mars var um 60 krónur fyrir
utan tolla, en eftir að 7,5 prósent
verðtolli og 50 krónu magntolli hafði
verið bætt við var neytandinn að
greiða 55 krónur í ríkiskassann af
hverju keyptu kílói af tómötum. Við
bætist svo heildsölu- -og smásöluá-
lagning sem er mismunandi eftir
verslunum auk 14% virðisaukaskatts.
Eftir 2. apríl hækkaði verðtollur í
15 % og magntollur í 99 krónur á kíló-
ið. Þá varð neytandinn að greiða rík-
inu um 110 krónur fyrir hvert kíló
auk virðisaukaskatts. Eftir 16. apríl
hækkaði svo verðtollur í 22,5 prósent
og magntollur í 148 krónur sem þýddi
að ríkið tók þá 165 krónur af hverju
tómatkflói auk virðisaukaskatts. Með
tollabreytingunni í dag taka íslenskir
tómatar að mestu leyti við af þeim er-
lendu, segja innflytjendur. Verðtoll-
urinn hækkar í 30% og á hvert kíló
verða lagðar 198 krónur. Miðað við
fyrri verð má því ætla að neytendur
GUÐMUNDUR MARTEINSSON
iBÓNUS
„Tilbúin verðmyndun" fyrir
Islenska framleiðslu
þyrftu að greiða ríkinu um það bil 240
krónur í tolla fyrir hvert kíló af inn-
fluttum tómötum, en eins og áður
sagði kemur ekki til þessa. Krónutal-
an sem ríkið fær frá neytendum fyr-
ir innflutta tómata hefur því hækkað
um 400 prósent síðan 16. mars.
Verð á grænni papriku hefur ein-
nig hækkað umtalsvert á sama tíma-
bili. Að sögn Guðmundar Marteins-
sonar framkvæmdastjóra Bónuss
skýrist sú hækkun þó aðeins að hluta
til af tollahækkunum. Ástæðan sé
einnig sú að innflytjendur urðu um
miðjan mars sl. að skipta úr spænskri
í hollenska papriku sem er umtals-
vert dýrari. Verðtollur á papriku
lækkar í dag úr 30% í 15% en við
bætist 199 króna magntollur á hvert
kíló sem ekki var áður. Guðmundur
segir að almennt sé um „tilbúna verð-
myndun" að ræða sem ríkið noti ís-
lenskri framleiðslu til hagsbóta.
mattinfrettabladid.is
Islensk Auðlind
L æ k j a r t o r g i
Hafnarstræti 20. 2h
101 Reykjavík
561-4000
www.audlind.is
íslensk Auðlind óskar landsmönnum og
starfsmönnum Fréttablaðsins til
hamingju með útgáfuna.
<
Megi framtíð beggja vera björt.
Fylgist með auglýsingum, frá okkur, hér á mánudögum.
Gengið 6% lægra en í mars
Launafólk situr uppi með verðbólguna, segir Halldór Björnsson, varaforseti ASI
Fyrirtækjasala i Fasteignasala 1 Leigumiðlun I Lögfræðiþjónusta
efnahagsmál Gengi íslensku krónunn-
ar hefur lækkað um 6 prósent á ein-
um mánuði.
Veiking hennar hefur aukið á
verðbólguna vegna hærra verðs á
innfluttum vörum. Talið er að ekki
séu forsendur fyrir frekari gengis-
lækkun en óróinn nú skapi óvissu.
Verðstöðugleiki var ein af forsendun-
um sem síðustu kjarasamningar byg-
gðu á.
Halldór Björnsson, varaforseti
ASÍ segist hafa áhyggjur af þessari
þróun. „Það er mjög slæmt mál að
verðbólgan skuli fara af stað því hún
var á niðurleið þegar kjarasamningar
voru endurskoðaðii' í febrúar s.l. 'én
er nú á uppleið aftur," segir Halldór.
Hann bendir á að launafólk
situr uppi með verðbólg-
una bótalaust í heilt ár
þangað til ákvæði kjara-
samninganna er endur-
skoðað í febrúar á næsta
ári. Aðspurður sagði hann
ASÍ fylgjast með þróun
mála en ekki hefur verið
rætt innan hreyfingarinn-
ar hvort einhverra aðgerða
verði krafist.
„Ég tek undir áhyggjúr
manna um lækkun krón-
unnar og kemur fram í
þessari verðlagsbólu, en ég
tel algjörlega ástæðulaust að setja
það í það samhengi að kjarasamning-
HALLDÓR
BJÖRNSSON
Verðbólga var á niður-
leið við gerð kjara-
samninga í tebrúar en
er aftur á uppleið
ar kynnu að vera í hættu
síðar vegna þess. Mér
finnst það vera ótíma-
bært,“ sagði Ari Edwald,
framkvæmdarstjóri SA,
þegar Fréttablaðið spurði
hann álits á þróun verð-
lags síðustu vikurnar. Ari
sagði það skipta miklu
máli að ríkisstjórnin beitti
hagsstjórninni í því skyni
að viðhalda verðstöðug-
leika og Seðlabankinn ynni
samkvæmt kynntum mark-
miðum um verðbólgu, sem
miði að því að hún verði
innan sömu marka og er viðskipta-
löndum okkar. ■